Er framboð Katrínar Jakobsdóttur spilling? Þorvaldur Logason skrifar 9. apríl 2024 08:00 Fróðir menn segja okkur að enginn starfandi forsætisráðherra Evrópu hafi nokkru sinni boðið sig fram til forseta í þroskuðu lýðræðisríki. Ástæðan gæti verið sú að slík ásælni í valdþyki spillt. Enginn ber jafn mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni og forsætisráðherra, leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsstjórn ber hann ríka ábyrgð gagnvart samstarfsflokkum og sem leiðtogi stjórnmálaflokks ríka ábyrgð gagnvart flokksmönnum. Líta má á spillingu sem misnotkun opinbers umboðs í eigin þágu. Forsætisráðherranum ber að halda í heiðri skyldur sínar gagnvart þjóðinni, samstarfsflokkum og eigin flokksmönnum – og virða þeir skyldur umfram eigin hagsmuni og starfsframa.Strax þess vegna má líta á framboð Katrínar sem misnotkun á opinberu valdi. Hún setur stjórn landsins í uppnám í persónulegu eiginhagsmunaskyni með ásælni í hátt launað starf og einstaklingsbundin pólitísk völd. Verr lítur málið út þegar haft er í huga að meginhlutverk forseta Íslands er að tryggja valddreifingu og veita ríkisstjórn landsins aðhald. Forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í vörnum gegn spillingu. Framboð sitjandi forsætisráðherra er því sjálfkrafa aðför að stjórnskipun landsins og gróf vanvirðing við anda og markmið stjórnarskrár Íslands. Augljóst er að forsætisráðherra getur ekki veitt ríkisstjórn, sem er að stofni til hans eigin, aðhald. Forsetinn verður þá ófær um að sinna sínu mikilvægasta hlutverki. Lesendur geta skemmt sér við myndir eins og: Jóhanna Sigurðardóttir gerist forseti, Steingrímur J. verður forsætisráðherra og Jóhanna á að skrifa eða skrifa ekki undir Icesave-samningana. Sambærilegt dæmi væri ef Davíð hefði gerst forseti og átt að taka afstöðu til nýrra fjölmiðlalaga sem hann mótaði sjálfur. Allt tragíkómískt auðvitað. Ekki bætir úr skák að Katrín heldur því fram að forsetaembættið sé ópólitískt og að hún verði ópólitískur forseti. Það er óheppilegt fyrir Katrínu að hún hafði allt aðra skoðun á Alþingi í nýlegri framsögu sinni fyrir breytingum á stjórnarskrá. Þá taldi hún að forsetaembættið væri pólitískt. Þessi grófa blekking nú gagnvart almenningi er augljóslega sett fram til að fela valdsmisnotkunina sem einmitt varðar hið rammpólitíska hlutverk forseta, m.a. málskotsréttinn. Það lýsir ágætlega hagsmunaárekstra-vefnum sem Katrín hefur fest sig í að hún sjálf lagði til, í fyrrnefndu frumvarpi sem unnið er að áfram á Alþingi, að kosningar til forseta yrðu á sex ára fresti en ekki fjögurra, auk annarra breytinga. Samt telur hún eðlilegt að hún geti vippað sér yfir og tekið við embættinu. Á máli spillingarinnar nefnist þetta, „state capture“, föngun ríkisvaldsins. Ofan á allt býður Katrín sig fram á meðan hún er enn forsætisráðherra og notar því opinber völd sem henni hefur verið trúað fyrir, þau æðstu í landinu, í eiginhagsmunaskyni. Lágmark hefði verið að víkja úr embætti fyrst. Íslendingum hættir til að líta á ákvarðanir valdastéttarinnar út frá einstaklingshyggju - hann er hæfur, hún er vond, hán má það og svo framvegis.Í stað þess að hugsa siðferðilega um skyldur opinberra aðila gagnvart samfélaginu (eins og gert er í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis). Siðferðið er félagslegt en ekki atómískt. Framboð Katrínar grefur undan trausti og veldur hættulegri samþjöppun þess valds sem einmitt er ætlað til valddreifingar, aðhalds og eftirlits með spilltum ríkisstjórnum.Þau orð berast að framboðið sé þegar orðið að álitshnekki á alþjóðavísu, Íslandi til skaða. Vanvirðing Katrínar við stjórnskipunina er enn eitt dæmið um virðingarleysi ráðandi stjórnmálamanna við stjórnarskrána (einn þeirra var dæmdur í Landsdómi). Þess vegna er bráðnauðsynlegt að fá nýja „andspillingar“ stjórnaskrá – þessa sem mótuð var eftir Hrun af fólki kjörnu beint af almenningi – og bæta í þá góðu stjórnarskrá ákvæði um að þingmenn og ráðherrar megi ekki bjóða sig fram til forseta fyrr en að ákveðnum árafjölda liðnum frá setu. Valddreifing og aðhald (checks and balances) er mikilvægasta vörnin gegn spillingu í lýðræðisríkjum. Í ljósi stjórnskipunar Íslands má starfandi forsætisráðherra landsins aldrei bjóða sig fram til forseta. Katrínu ber að draga framboð sitt til baka og biðjast afsökunar á frumhlaupinu. Ef ekki þá verður þjóðin að vernda lýðræðið gegn siðblindri og sjálfselskri valdsækni æðsta valdamanns landsins. Höfundur er heimspekingur sérmenntaður í spillingarfræðum og gaf nýlega út bók um spillingu: Eimreiðarelítan spillingarsaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun 1.maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fróðir menn segja okkur að enginn starfandi forsætisráðherra Evrópu hafi nokkru sinni boðið sig fram til forseta í þroskuðu lýðræðisríki. Ástæðan gæti verið sú að slík ásælni í valdþyki spillt. Enginn ber jafn mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni og forsætisráðherra, leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsstjórn ber hann ríka ábyrgð gagnvart samstarfsflokkum og sem leiðtogi stjórnmálaflokks ríka ábyrgð gagnvart flokksmönnum. Líta má á spillingu sem misnotkun opinbers umboðs í eigin þágu. Forsætisráðherranum ber að halda í heiðri skyldur sínar gagnvart þjóðinni, samstarfsflokkum og eigin flokksmönnum – og virða þeir skyldur umfram eigin hagsmuni og starfsframa.Strax þess vegna má líta á framboð Katrínar sem misnotkun á opinberu valdi. Hún setur stjórn landsins í uppnám í persónulegu eiginhagsmunaskyni með ásælni í hátt launað starf og einstaklingsbundin pólitísk völd. Verr lítur málið út þegar haft er í huga að meginhlutverk forseta Íslands er að tryggja valddreifingu og veita ríkisstjórn landsins aðhald. Forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í vörnum gegn spillingu. Framboð sitjandi forsætisráðherra er því sjálfkrafa aðför að stjórnskipun landsins og gróf vanvirðing við anda og markmið stjórnarskrár Íslands. Augljóst er að forsætisráðherra getur ekki veitt ríkisstjórn, sem er að stofni til hans eigin, aðhald. Forsetinn verður þá ófær um að sinna sínu mikilvægasta hlutverki. Lesendur geta skemmt sér við myndir eins og: Jóhanna Sigurðardóttir gerist forseti, Steingrímur J. verður forsætisráðherra og Jóhanna á að skrifa eða skrifa ekki undir Icesave-samningana. Sambærilegt dæmi væri ef Davíð hefði gerst forseti og átt að taka afstöðu til nýrra fjölmiðlalaga sem hann mótaði sjálfur. Allt tragíkómískt auðvitað. Ekki bætir úr skák að Katrín heldur því fram að forsetaembættið sé ópólitískt og að hún verði ópólitískur forseti. Það er óheppilegt fyrir Katrínu að hún hafði allt aðra skoðun á Alþingi í nýlegri framsögu sinni fyrir breytingum á stjórnarskrá. Þá taldi hún að forsetaembættið væri pólitískt. Þessi grófa blekking nú gagnvart almenningi er augljóslega sett fram til að fela valdsmisnotkunina sem einmitt varðar hið rammpólitíska hlutverk forseta, m.a. málskotsréttinn. Það lýsir ágætlega hagsmunaárekstra-vefnum sem Katrín hefur fest sig í að hún sjálf lagði til, í fyrrnefndu frumvarpi sem unnið er að áfram á Alþingi, að kosningar til forseta yrðu á sex ára fresti en ekki fjögurra, auk annarra breytinga. Samt telur hún eðlilegt að hún geti vippað sér yfir og tekið við embættinu. Á máli spillingarinnar nefnist þetta, „state capture“, föngun ríkisvaldsins. Ofan á allt býður Katrín sig fram á meðan hún er enn forsætisráðherra og notar því opinber völd sem henni hefur verið trúað fyrir, þau æðstu í landinu, í eiginhagsmunaskyni. Lágmark hefði verið að víkja úr embætti fyrst. Íslendingum hættir til að líta á ákvarðanir valdastéttarinnar út frá einstaklingshyggju - hann er hæfur, hún er vond, hán má það og svo framvegis.Í stað þess að hugsa siðferðilega um skyldur opinberra aðila gagnvart samfélaginu (eins og gert er í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis). Siðferðið er félagslegt en ekki atómískt. Framboð Katrínar grefur undan trausti og veldur hættulegri samþjöppun þess valds sem einmitt er ætlað til valddreifingar, aðhalds og eftirlits með spilltum ríkisstjórnum.Þau orð berast að framboðið sé þegar orðið að álitshnekki á alþjóðavísu, Íslandi til skaða. Vanvirðing Katrínar við stjórnskipunina er enn eitt dæmið um virðingarleysi ráðandi stjórnmálamanna við stjórnarskrána (einn þeirra var dæmdur í Landsdómi). Þess vegna er bráðnauðsynlegt að fá nýja „andspillingar“ stjórnaskrá – þessa sem mótuð var eftir Hrun af fólki kjörnu beint af almenningi – og bæta í þá góðu stjórnarskrá ákvæði um að þingmenn og ráðherrar megi ekki bjóða sig fram til forseta fyrr en að ákveðnum árafjölda liðnum frá setu. Valddreifing og aðhald (checks and balances) er mikilvægasta vörnin gegn spillingu í lýðræðisríkjum. Í ljósi stjórnskipunar Íslands má starfandi forsætisráðherra landsins aldrei bjóða sig fram til forseta. Katrínu ber að draga framboð sitt til baka og biðjast afsökunar á frumhlaupinu. Ef ekki þá verður þjóðin að vernda lýðræðið gegn siðblindri og sjálfselskri valdsækni æðsta valdamanns landsins. Höfundur er heimspekingur sérmenntaður í spillingarfræðum og gaf nýlega út bók um spillingu: Eimreiðarelítan spillingarsaga.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun