Hefur trú á að kvennaíþróttir geti vaxið enn frekar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2024 20:00 Caitlin Clark vonar að kvennaíþróttir haldi áfram að vaxa. Thien-An Truong/Getty Images Caitlin Clark hefur lokið leik í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Hún yfirgefur sviðið sem stigahæsti leikmaður í sögu háskólaboltans, bæði karla- og kvenna megin. Ofan á það hefur hún hjálpað til við að brjóta hvert áhorfsmetið á fætur öðru. Hin 22 ára gamla Clark hefur verið mikið í fréttum undanfarið enda verið að gera hluti sem hafa varla sést áður. Hún endaði háskólaferil sinn þegar lið hennar, Iowa Hawkeyes, tapaði fyrir Suður Karólínu-háskólanum í úrslitum, 87-75. Skoraði Clark 30 stig í leiknum en á háskólaferli sínum skoraði hún meira en 3900 stig. „Öll geta séð áhorfstölurnar. Þegar þær fá tækifærið þá hafa kvennaíþróttir blómstrað og það er það svalasta við vegferð mína til þessa,“ sagði Caitlin eftir leik. „Við byrjuðum tímabilið á að spila fyrir framan 55 þúsund manns. Við endum það á að spila fyrir framan samtals 15 milljónir. Þetta verður bara betra og mun aldrei stoppa.“ Clark trúir einnig að ef lagt er jafn mikið í kvennaíþróttir og karla þá muni þær halda áfram að blómstra. Það mun ýta kvennaíþróttum enn lengra í framtíðinni að hennar mati. „Fólk mun muna eftir augnablikinu sem það deildi með börnunum sínum yfir leikjunum okkar. Það man eftir því hversu spenntur krakkinn var að sjá okkur spila. Það er frekar töff, það eru hlutirnir sem skipta mig mestu máli.“ The Phoenix Mercury are marketing their game against the Indiana Fever as The GOAT vs. The Rook before Caitlin Clark has been drafted. pic.twitter.com/XhH8K789Nl— Front Office Sports (@FOS) April 8, 2024 Clark mun þó ekki spila aftur í háskólaboltanum heldur í WNBA-deildinni. Talið er næsta öruggt að hún fari fyrst í komandi nýliðavali og muni því spila með Indiana Fever á komandi leiktíð. Þá gæti hún farið með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana í París síðar á árinu. Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur. 2. apríl 2024 17:30 Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00 „Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01 Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Sjá meira
Hin 22 ára gamla Clark hefur verið mikið í fréttum undanfarið enda verið að gera hluti sem hafa varla sést áður. Hún endaði háskólaferil sinn þegar lið hennar, Iowa Hawkeyes, tapaði fyrir Suður Karólínu-háskólanum í úrslitum, 87-75. Skoraði Clark 30 stig í leiknum en á háskólaferli sínum skoraði hún meira en 3900 stig. „Öll geta séð áhorfstölurnar. Þegar þær fá tækifærið þá hafa kvennaíþróttir blómstrað og það er það svalasta við vegferð mína til þessa,“ sagði Caitlin eftir leik. „Við byrjuðum tímabilið á að spila fyrir framan 55 þúsund manns. Við endum það á að spila fyrir framan samtals 15 milljónir. Þetta verður bara betra og mun aldrei stoppa.“ Clark trúir einnig að ef lagt er jafn mikið í kvennaíþróttir og karla þá muni þær halda áfram að blómstra. Það mun ýta kvennaíþróttum enn lengra í framtíðinni að hennar mati. „Fólk mun muna eftir augnablikinu sem það deildi með börnunum sínum yfir leikjunum okkar. Það man eftir því hversu spenntur krakkinn var að sjá okkur spila. Það er frekar töff, það eru hlutirnir sem skipta mig mestu máli.“ The Phoenix Mercury are marketing their game against the Indiana Fever as The GOAT vs. The Rook before Caitlin Clark has been drafted. pic.twitter.com/XhH8K789Nl— Front Office Sports (@FOS) April 8, 2024 Clark mun þó ekki spila aftur í háskólaboltanum heldur í WNBA-deildinni. Talið er næsta öruggt að hún fari fyrst í komandi nýliðavali og muni því spila með Indiana Fever á komandi leiktíð. Þá gæti hún farið með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana í París síðar á árinu.
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur. 2. apríl 2024 17:30 Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00 „Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01 Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Sjá meira
Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur. 2. apríl 2024 17:30
Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. 30. mars 2024 12:00
„Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01
Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16