Þórkatla heldur Grindvíkingum í heljargreipum Soffía Snædís Sveinsdóttir skrifar 5. apríl 2024 09:30 Í dag eru fjórar vikur liðnar frá því að opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga. Frumvarpið er auðvitað ekki gallalaust og margir sitja eftir með sárt ennið og tapa öllu sínu. Enginn græðir á þessari sölu og fæstir fá til baka þær fjárfestingar sem settar hafa verið í heimilin. Þegar opnað var fyrir umsóknir um uppkaup fullyrti Þórkatla að ferlið tæki um 2 til 4 vikur. Talað var um að þær eignir þar sem ekki var um að ræða aukið flækjustig gætu gengið hraðar í gegn, aðrar myndu taka lengri tíma. Ekki hefur heyrst múkk frá Þórkötlu eða framkvæmdastjóra félagsins, Erni Viðari Skúlasyni. Ekkert síðan 27. mars þegar fréttin var birt um að uppkaup myndu hefjast í byrjun apríl. Ekki orð. Margir Grindvíkingar hafa nú þegar misst þær eignir sem þeir höfðu gert tilboð í, vegna seinagangs Þórkötlu og þeirra sem þar starfa. Mér finnst þessi framkoma Þórkötlu gagnvart Grindvíkingum með öllu ólíðandi. Það er hræðilegt virðingaleysi gagnvart okkur að miðla ekki upplýsingum, að upplýsa ekki um hvað veldur þessum töfum. Hvernig er nýja tímalínan? Á ég að biðja um framlengingu á mínu tilboði um viku? tvær vikur? mánuð? Fyrir mörg er skaðinn þegar skeður og nokkuð ljóst úr því sem komið er að fleiri munu tapa þeim eignum sem tilboð voru gerð í. Þeim heimilum sem fólk var byrjað að sjá sig fyrir sér að byrja nýtt líf í. Því öryggi sem við ætluðum að búa börnunum okkar. Fótunum er enn á ný kippt undan okkur og í þetta sinn er það Þórkatla sem dregur okkur niður. Þórkatla gefur skít í okkur. Það að standa ekki við gefin loforð er eitt, það að þegja og miðla ekki upplýsingum er annað. Við erum þolinmótt fólk, við þurfum bara upplýsingar til að reyna að vinna úr okkar málum. Ég hef heyrt ávinning af því að rafræna lausnin sé það sem er að tefja ferlið. Þessi fína lausn sem byrjað var að vinna í fyrir áramót. Ef það er tilfellið er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og boða okkur til undirritunar með gamla laginu. Það er nokkuð ljóst að Þórkatla hefur ekki verið vakin og sofin yfir þessu verkefni, þar á bæ hefur sennilega enginn verið í vinnu yfir páskana, um kvöldin og um helgar. Sum verkefni eru bara þess eðlis að þau þurfa að klárast hratt og vel. Stundum þarf bara að spíta í lófana og láta hlutina ganga og ef fyrsta lausnin virkar ekki, þarf bara að halda áfram og prófa næstu. Girðið ykkur í brók! Takk Þórkatla og takk Ernir Viðar Skúlason fyrir ekki neitt! Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Í dag eru fjórar vikur liðnar frá því að opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga. Frumvarpið er auðvitað ekki gallalaust og margir sitja eftir með sárt ennið og tapa öllu sínu. Enginn græðir á þessari sölu og fæstir fá til baka þær fjárfestingar sem settar hafa verið í heimilin. Þegar opnað var fyrir umsóknir um uppkaup fullyrti Þórkatla að ferlið tæki um 2 til 4 vikur. Talað var um að þær eignir þar sem ekki var um að ræða aukið flækjustig gætu gengið hraðar í gegn, aðrar myndu taka lengri tíma. Ekki hefur heyrst múkk frá Þórkötlu eða framkvæmdastjóra félagsins, Erni Viðari Skúlasyni. Ekkert síðan 27. mars þegar fréttin var birt um að uppkaup myndu hefjast í byrjun apríl. Ekki orð. Margir Grindvíkingar hafa nú þegar misst þær eignir sem þeir höfðu gert tilboð í, vegna seinagangs Þórkötlu og þeirra sem þar starfa. Mér finnst þessi framkoma Þórkötlu gagnvart Grindvíkingum með öllu ólíðandi. Það er hræðilegt virðingaleysi gagnvart okkur að miðla ekki upplýsingum, að upplýsa ekki um hvað veldur þessum töfum. Hvernig er nýja tímalínan? Á ég að biðja um framlengingu á mínu tilboði um viku? tvær vikur? mánuð? Fyrir mörg er skaðinn þegar skeður og nokkuð ljóst úr því sem komið er að fleiri munu tapa þeim eignum sem tilboð voru gerð í. Þeim heimilum sem fólk var byrjað að sjá sig fyrir sér að byrja nýtt líf í. Því öryggi sem við ætluðum að búa börnunum okkar. Fótunum er enn á ný kippt undan okkur og í þetta sinn er það Þórkatla sem dregur okkur niður. Þórkatla gefur skít í okkur. Það að standa ekki við gefin loforð er eitt, það að þegja og miðla ekki upplýsingum er annað. Við erum þolinmótt fólk, við þurfum bara upplýsingar til að reyna að vinna úr okkar málum. Ég hef heyrt ávinning af því að rafræna lausnin sé það sem er að tefja ferlið. Þessi fína lausn sem byrjað var að vinna í fyrir áramót. Ef það er tilfellið er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og boða okkur til undirritunar með gamla laginu. Það er nokkuð ljóst að Þórkatla hefur ekki verið vakin og sofin yfir þessu verkefni, þar á bæ hefur sennilega enginn verið í vinnu yfir páskana, um kvöldin og um helgar. Sum verkefni eru bara þess eðlis að þau þurfa að klárast hratt og vel. Stundum þarf bara að spíta í lófana og láta hlutina ganga og ef fyrsta lausnin virkar ekki, þarf bara að halda áfram og prófa næstu. Girðið ykkur í brók! Takk Þórkatla og takk Ernir Viðar Skúlason fyrir ekki neitt! Höfundur er Grindvíkingur.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar