Körfubolti

Svona lítur úr­slita­keppni Subway deildar karla út

Aron Guðmundsson skrifar
Það verður hart barist í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta
Það verður hart barist í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta Vísir/Samsett mynd

Loka­um­ferð deildar­keppni Subway deildar karla í körfu­bolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úr­slita­keppni deildarinnar. Það eru Vals­menn sem standa uppi sem deildar­meistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmti­legasti hluti tíma­bilsins er fram­undan.

Það er alveg ljóst á fyrstu umferð úrslitakeppninnar að við eigum von á allsvakalegri úrslitakeppni. Við skulum fara yfir viðureignirnar.

Valur – Höttur

Deildarmeistararnir mæta munu þurfa að leggja leið sína austur á Egilsstaði og taka á liði heimamanna sem sjá kannski möguleika á borði gegn nokkuð löskuðu liði deildarmeistaranna. Ekkert gefið eftir í þessari viðureign.

Grindavík – Tindastóll

Ríkjandi Íslandsmeistarar Tindastóls tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni að lokum og stemningin í Síkinu eftir því. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu í vetur og nú munu þeir þurfa að takast á við eitt heitasta lið Íslands um þessar mundir. Grindvíkingar hafa sett stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn og munu nú þurfa að leggja ríkjandi Íslandsmeistarana að velli á þeirri vegferð sinni. Maður fær vatn í munninn.

Keflavík – Álftanes

Talandi um bitastæð einvígi. Keflvíkingar mæta nýliðum Álftaness sem eru ekki svo miklir nýliðar lengur. Sögulínan sem felst í því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun nú mæta sínu einkennisliði í gegnum tíðina, Keflavík, er nóg til þess að segja allt sem þarf um þetta einvígi.

Njarðvík - Þór Þorlákshöfn

Það verður barist um hvern einasta bolta í einvígi Þór Þorlákshafnar og Njarðvíkur. Njarðvíkingar tryggðu sér síðasta heimavallarréttinn í úrslitakeppninni með fjórða sæti deildarinnar og fá þar af leiðandi liðið sem endaði í 5.sæti, Þór frá Þorlákshöfn í einvígi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×