„Vorum svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 21:25 Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann sterkan sex stiga sigur er liðið tók á móti Keflavík í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 106-100. Keflvíkingar voru án síns besta manns því Remy Martin var utan skýrslu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það áttu Þórsarar oft og tíðum í stökustu vandræðum með að hemja sóknarleik gestanna, enda segir Lárus Jónsson, þjálfari liðsins, að heimamenn hafi eytt miklum tíma í að undirbúa hvernig þeir ættu að stoppa Martin. „Þeir eru með gott lið, þrátt fyrir að það vanti besta manninn þeirra. Leikurinn bar þess merki að allt okkar varnarplan snerist um það að stoppa Remy Martin og svo var hann ekki til staðar,“ sagði Lárus í leikslok. „Þá var bara eins og það væri pínu slökkt á okkar mönnum. Við héldum kannski ekki að þetta yrði auðvelt, en öll vikan var búin að fara í að sjá hvort að við gætum stoppað Remy. Kannski fáum við að gera það í úrslitakeppninni.“ Í stað Remy Martin steig Halldór Garðar Hermannsson upp í liði Keflavíkur og setti 22 stig gegn sínum gömlu félögum. „Hann var bara frábær í dag og er búinn að vera mjög góður í vetur. Það er bara þannig í góðum liðum að ef einn leikmaður dettur út þá stíga aðrir upp. Remy er kannski ekkert venjulegur leikmaður, en Keflavík er með marga góða leikmenn.“ Þetta var fyrsti heimasigur Þórsara síðan 7. janúar á þessu ári og í fyrri hálfleik leit út fyrir að þetta yrði enn einn leikurinn sem liðið væri að elta allan leikinn án þess að vinna. „Við spiluðum miklu betri vörn í þriðja leikhluta og héldum þeim í 16 stigum. Það var kannski grunnurin að þessu öllu. Í fyrri hálfleiknum vorum við svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir fannst mér. En strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og vonandi er það sú orka sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Þá segir Lárus sína menn fara með góðatilfinningu inn í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. „Það er bara gott að enda með 30 stig í þessari deild, sama hvort maður endi í fimmta eða fjórða sæti eða eitthvað svoleiðis. Við erum búnir að spila vel í vetur gegn mörgum frábærum liðum. Ef við endum í fjórða þá má Þór bara vera mjög ánægt með það að enda þar í þessari deild,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Keflvíkingar voru án síns besta manns því Remy Martin var utan skýrslu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það áttu Þórsarar oft og tíðum í stökustu vandræðum með að hemja sóknarleik gestanna, enda segir Lárus Jónsson, þjálfari liðsins, að heimamenn hafi eytt miklum tíma í að undirbúa hvernig þeir ættu að stoppa Martin. „Þeir eru með gott lið, þrátt fyrir að það vanti besta manninn þeirra. Leikurinn bar þess merki að allt okkar varnarplan snerist um það að stoppa Remy Martin og svo var hann ekki til staðar,“ sagði Lárus í leikslok. „Þá var bara eins og það væri pínu slökkt á okkar mönnum. Við héldum kannski ekki að þetta yrði auðvelt, en öll vikan var búin að fara í að sjá hvort að við gætum stoppað Remy. Kannski fáum við að gera það í úrslitakeppninni.“ Í stað Remy Martin steig Halldór Garðar Hermannsson upp í liði Keflavíkur og setti 22 stig gegn sínum gömlu félögum. „Hann var bara frábær í dag og er búinn að vera mjög góður í vetur. Það er bara þannig í góðum liðum að ef einn leikmaður dettur út þá stíga aðrir upp. Remy er kannski ekkert venjulegur leikmaður, en Keflavík er með marga góða leikmenn.“ Þetta var fyrsti heimasigur Þórsara síðan 7. janúar á þessu ári og í fyrri hálfleik leit út fyrir að þetta yrði enn einn leikurinn sem liðið væri að elta allan leikinn án þess að vinna. „Við spiluðum miklu betri vörn í þriðja leikhluta og héldum þeim í 16 stigum. Það var kannski grunnurin að þessu öllu. Í fyrri hálfleiknum vorum við svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir fannst mér. En strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og vonandi er það sú orka sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Þá segir Lárus sína menn fara með góðatilfinningu inn í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. „Það er bara gott að enda með 30 stig í þessari deild, sama hvort maður endi í fimmta eða fjórða sæti eða eitthvað svoleiðis. Við erum búnir að spila vel í vetur gegn mörgum frábærum liðum. Ef við endum í fjórða þá má Þór bara vera mjög ánægt með það að enda þar í þessari deild,“ sagði Lárus að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30