Kallað eftir Carbfix tækninni á alþjóðavísu Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Edda Sif Pind Aradóttir skrifa 4. apríl 2024 16:01 Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og hraði loftslagsbreytinga er fordæmalaus, hvort sem litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda. Lofthjúpurinn hefur hlýnað, jöklar hafa hopað og jafnvel horfið, sjávarborð hefur hækkað og sjávarhiti hækkað, og öfgar í veðurfari aukist samhliða því að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur aukist. Þessi mikla hlýnun er fyrst og fremst af mannavöldum: Gríðarleg losun koldíoxíðs (CO2) vegna bruna kolefnaeldsneytis allt frá iðnbyltingu hefur aukið styrk þess í andrúmslofti. Þessi aukning hefur valdið gróðurhúsaáhrifum sem hafa raskað loftslagi á heimsvísu. Áframhaldandi losun CO2 að sama marki mun hafa skaðleg áhrif á allt líf og umhverfi á jörðu. Ákvarðanir og aðgerðir sem teknar verða næsta áratuginn munu skera úr um hve mikil áhrif þessi gríðarlega losun mun hafa á loftslag, vistkerfi, og samfélög. Verkefnið er risavaxið. Á næstu árum þarf að draga hratt úr losun CO2 út í andrúmsloftið, fyrst og fremst með því að breyta um orkugjafa, bæta orkunýtni og -sparnað. Auk þess þarf að fanga CO2 úr útblæstri frá iðnaðargeirum þar sem losun CO2 er illviðráðanleg (e. hard-to-abate) s.s. framleiðslu á sementi, stáli og ýmsum efnaiðnaði þar sem losun stafar frá iðnaðarferlunum sjálfum og er því ekki hægt að útrýma með orkuskiptum. Þetta CO2 þarf svo að binda í jarðlögum til að koma í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Það er m.a. mat Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) að loftslagsmarkmiðum verði ekki náð án umfangsmikillar bindingar CO2 í jarðlögum, tækni sem hefur verið við lýði síðustu 50 árin og miðar að því að dæla CO2 djúpt í jarðlög þar sem það er örugglega bundið, og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslag. Milljónir tonna af CO2 bundið í jarðlögum Allar sviðsmyndir í nýjustu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýna að markmiðið um að takmarka hlýnun jarðar við 1.5°C næst ekki nema með stórfelldri bindingu CO2 í jarðlögum [1]. Evrópusambandið stefnir að kolefnishlutleysi 2050 og er með skýr markmið um uppbyggingu innviða þar að lútandi og samstarf þvert á landamæri, bæði hvað varðar föngun CO2 og bindingu þess í jarðlögum. Sem dæmi um verkefni sem miða að því að byggja upp móttökustöðvar fyrir CO2 og binda þar milljónir tonna af CO2 frá evrópskum iðnaði á næstu árum eru Northern Lights í Noregi, Porthos í Hollandi, Greensand í Danmörku, Ravenna verkefnið á Ítalíu, og Coda Terminal sem Carbfix vinnur að í Straumsvík. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í bindingu CO2 í jarðlögum. Aðferð Carbfix byggir á náttúrulegum ferlum: CO2 er dælt í basaltberg þar sem það gengur í efnasamband við málma úr berginu og myndar steindir djúpt í berggrunninum. Tækninni hefur verið beitt til að minnka losun frá Hellisheiðarvirkjun í meira en áratug og henni verður beitt í Straumsvík við að steinrenna allt að 3 milljónir tonna af CO2 á ári þegar móttökustöðin verður komin í fullan rekstur árið 2031. Tilgangur og markmið Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslag með öruggum og sönnuðum aðferðum við að binda CO2 í stein með því að útvíkka tæknina á heimsvísu. Hægt er að nýta tækni Carbfix víða; auk verkefna hér á landi stendur fyrirtækið að þróun verkefna erlendis, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Ítalíu, Indlandi og Kenía. Föngun CO2 úr andrúmslofti Loftslagsmarkmiðum verður ekki náð án tæknilausna sem fela í sér bindingu á CO2 í jarðlögum. Auk föngunar CO2 úr útblæstri frá iðnaði þarf jafnframt að styðja við tækniþróun fyrir föngun úr andrúmslofti. Náist loftslagsmarkmið um kolefnishlutleysi árið 2050 munu loftslagslausnir frá 2050 fyrst og fremst að miða að því að fanga CO2 sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið, bæði með náttúrulegum lausnum líkt og skógrækt og tæknilausnum á borð við þá lofthreinsitækni sem fyrirtækið Climeworks hefur beitt í verkefnum á Hellisheiði frá 2017. Það hve mikið CO2 þarf að fjarlægja úr lofthjúpnum stjórnast hins vegar að miklu leyti af því hve hratt okkur tekst að draga úr losun á næstu árum, en jafnvel bjartsýnustu spár um samdrátt í losun kalla á föngun á milljörðum tonna af CO2 úr andrúmsloftinu fyrir lok þessarar aldar til að ná að halda hlýnun jarðar innan 1.5°C [2]. Lausnir við loftslagsvandanum Eins og fyrr segir þarf að grípa til gríðarlega yfirgripsmikilla aðgerða ef loftslagsmarkmið eiga að nást. Föngun og binding CO2, hvort sem er úr útblæstri eða beint úr andrúmslofti, er ekki heildarlausn sem ein og sér bjargar okkur frá loftslagsvandanum eða gefur tilefni til að minnka umfang annarra loftslagsaðgerða, heldur tækni sem þarf að beita á stórum skala samhliða umfangsmiklum umskiptum í orku- og iðngeirum, og breytinga á lífsháttum og neyslumynstri. Ábyrgð okkar allra er mikil gagnvart þessari stærstu ógn samtímans. Stjórnvöld þurfa að fylgja markmiðum um árangur eftir með aðgerðum, fjármagni og hvötum. Ólíkir geirar atvinnulífsins þurfa að nálgast samdrátt í eigin losun af ábyrgð og þar dugir ekki að slaka á eigin viðleitni í skjóli aðkeyptra eininga. Fjölmiðlar þurfa að sinna ábyrgri umfjöllun um loftslagsmál og varast að stuðla að frekari upplýsingaóreiðu og ýta undir aðgerðarleysi. Það er svo á ábyrgð okkar allra að veita aðhald og gera kröfur um metnaðarfullar aðgerðir á öllum sviðum samfélagsins. Heimildir [1] IPCC, 2022: Summary for Policymakers [P.R. Shukla et al. (eds.)]. In: Climate Change 2022: Mitigation of Climate Change. Contribution of Working Group III to the Sixth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change [P.R. Shukla et al. (eds.)]. Cambridge University Press, Cambridge, UK and New York, NY, USA. [2] IPCC, 2018. Global Warming of 1.5°C, chapt. 2, IPCC special report. Intergovernmental Panel on Climate Change, Geneva, Switzerland OP. Edda Sif er framkvæmdastýra Carbfix. Sandra Ósk er yfirvísindakona hjá Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og hraði loftslagsbreytinga er fordæmalaus, hvort sem litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda. Lofthjúpurinn hefur hlýnað, jöklar hafa hopað og jafnvel horfið, sjávarborð hefur hækkað og sjávarhiti hækkað, og öfgar í veðurfari aukist samhliða því að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur aukist. Þessi mikla hlýnun er fyrst og fremst af mannavöldum: Gríðarleg losun koldíoxíðs (CO2) vegna bruna kolefnaeldsneytis allt frá iðnbyltingu hefur aukið styrk þess í andrúmslofti. Þessi aukning hefur valdið gróðurhúsaáhrifum sem hafa raskað loftslagi á heimsvísu. Áframhaldandi losun CO2 að sama marki mun hafa skaðleg áhrif á allt líf og umhverfi á jörðu. Ákvarðanir og aðgerðir sem teknar verða næsta áratuginn munu skera úr um hve mikil áhrif þessi gríðarlega losun mun hafa á loftslag, vistkerfi, og samfélög. Verkefnið er risavaxið. Á næstu árum þarf að draga hratt úr losun CO2 út í andrúmsloftið, fyrst og fremst með því að breyta um orkugjafa, bæta orkunýtni og -sparnað. Auk þess þarf að fanga CO2 úr útblæstri frá iðnaðargeirum þar sem losun CO2 er illviðráðanleg (e. hard-to-abate) s.s. framleiðslu á sementi, stáli og ýmsum efnaiðnaði þar sem losun stafar frá iðnaðarferlunum sjálfum og er því ekki hægt að útrýma með orkuskiptum. Þetta CO2 þarf svo að binda í jarðlögum til að koma í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Það er m.a. mat Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) að loftslagsmarkmiðum verði ekki náð án umfangsmikillar bindingar CO2 í jarðlögum, tækni sem hefur verið við lýði síðustu 50 árin og miðar að því að dæla CO2 djúpt í jarðlög þar sem það er örugglega bundið, og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslag. Milljónir tonna af CO2 bundið í jarðlögum Allar sviðsmyndir í nýjustu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýna að markmiðið um að takmarka hlýnun jarðar við 1.5°C næst ekki nema með stórfelldri bindingu CO2 í jarðlögum [1]. Evrópusambandið stefnir að kolefnishlutleysi 2050 og er með skýr markmið um uppbyggingu innviða þar að lútandi og samstarf þvert á landamæri, bæði hvað varðar föngun CO2 og bindingu þess í jarðlögum. Sem dæmi um verkefni sem miða að því að byggja upp móttökustöðvar fyrir CO2 og binda þar milljónir tonna af CO2 frá evrópskum iðnaði á næstu árum eru Northern Lights í Noregi, Porthos í Hollandi, Greensand í Danmörku, Ravenna verkefnið á Ítalíu, og Coda Terminal sem Carbfix vinnur að í Straumsvík. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í bindingu CO2 í jarðlögum. Aðferð Carbfix byggir á náttúrulegum ferlum: CO2 er dælt í basaltberg þar sem það gengur í efnasamband við málma úr berginu og myndar steindir djúpt í berggrunninum. Tækninni hefur verið beitt til að minnka losun frá Hellisheiðarvirkjun í meira en áratug og henni verður beitt í Straumsvík við að steinrenna allt að 3 milljónir tonna af CO2 á ári þegar móttökustöðin verður komin í fullan rekstur árið 2031. Tilgangur og markmið Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslag með öruggum og sönnuðum aðferðum við að binda CO2 í stein með því að útvíkka tæknina á heimsvísu. Hægt er að nýta tækni Carbfix víða; auk verkefna hér á landi stendur fyrirtækið að þróun verkefna erlendis, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Ítalíu, Indlandi og Kenía. Föngun CO2 úr andrúmslofti Loftslagsmarkmiðum verður ekki náð án tæknilausna sem fela í sér bindingu á CO2 í jarðlögum. Auk föngunar CO2 úr útblæstri frá iðnaði þarf jafnframt að styðja við tækniþróun fyrir föngun úr andrúmslofti. Náist loftslagsmarkmið um kolefnishlutleysi árið 2050 munu loftslagslausnir frá 2050 fyrst og fremst að miða að því að fanga CO2 sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið, bæði með náttúrulegum lausnum líkt og skógrækt og tæknilausnum á borð við þá lofthreinsitækni sem fyrirtækið Climeworks hefur beitt í verkefnum á Hellisheiði frá 2017. Það hve mikið CO2 þarf að fjarlægja úr lofthjúpnum stjórnast hins vegar að miklu leyti af því hve hratt okkur tekst að draga úr losun á næstu árum, en jafnvel bjartsýnustu spár um samdrátt í losun kalla á föngun á milljörðum tonna af CO2 úr andrúmsloftinu fyrir lok þessarar aldar til að ná að halda hlýnun jarðar innan 1.5°C [2]. Lausnir við loftslagsvandanum Eins og fyrr segir þarf að grípa til gríðarlega yfirgripsmikilla aðgerða ef loftslagsmarkmið eiga að nást. Föngun og binding CO2, hvort sem er úr útblæstri eða beint úr andrúmslofti, er ekki heildarlausn sem ein og sér bjargar okkur frá loftslagsvandanum eða gefur tilefni til að minnka umfang annarra loftslagsaðgerða, heldur tækni sem þarf að beita á stórum skala samhliða umfangsmiklum umskiptum í orku- og iðngeirum, og breytinga á lífsháttum og neyslumynstri. Ábyrgð okkar allra er mikil gagnvart þessari stærstu ógn samtímans. Stjórnvöld þurfa að fylgja markmiðum um árangur eftir með aðgerðum, fjármagni og hvötum. Ólíkir geirar atvinnulífsins þurfa að nálgast samdrátt í eigin losun af ábyrgð og þar dugir ekki að slaka á eigin viðleitni í skjóli aðkeyptra eininga. Fjölmiðlar þurfa að sinna ábyrgri umfjöllun um loftslagsmál og varast að stuðla að frekari upplýsingaóreiðu og ýta undir aðgerðarleysi. Það er svo á ábyrgð okkar allra að veita aðhald og gera kröfur um metnaðarfullar aðgerðir á öllum sviðum samfélagsins. Heimildir [1] IPCC, 2022: Summary for Policymakers [P.R. Shukla et al. (eds.)]. In: Climate Change 2022: Mitigation of Climate Change. Contribution of Working Group III to the Sixth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change [P.R. Shukla et al. (eds.)]. Cambridge University Press, Cambridge, UK and New York, NY, USA. [2] IPCC, 2018. Global Warming of 1.5°C, chapt. 2, IPCC special report. Intergovernmental Panel on Climate Change, Geneva, Switzerland OP. Edda Sif er framkvæmdastýra Carbfix. Sandra Ósk er yfirvísindakona hjá Carbfix.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun