Hér geta liðin endað eftir kvöldið: Spenna í lokaumferð Subway Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 12:31 Callum Lawson og félagar í Tindastól þurfa hjálp frá Álftanesmönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta en útreikningurinn í lok kvöld gæti orðið svolítið flókinn. Við ætlum að reyna einfalda aðeins þessa flóknu stöðu. Baráttan er aðallega á tveimur stöðum því Valsmenn eru orðnir deildarmeistarar, Haukar eru í einskismannslandi og bæði Breiðablik og Hamar eru fallin úr deildinni. Það er aftur á móti mikil barátta um heimavallarréttinn og svo um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Flóknasta staðan er vissulega hvaða lið enda í öðru til fimmta sæti því þarf getur mikið breyst eftir leikina í kvöld. Grindavík og Keflavík geta þannig endað í öllum fjórum sætunum, Njarðvíkingar geta endað í öðru til fjórða sæti og Þórsarar eiga tölfræðilega möguleika á öðru og þriðja sæti en aðeins raunhæfa möguleika á fjórða eða fimmta sætinu. Grindvíkingar standa svo vel í innbyrðis leikjum á móti Njarðvík og Þór að þeir græða á því að sem flest lið endi jöfn með 30 stig. Keflvíkingar eru í öðru sæti og á sigurbraut en kvöldið gæti endað mjög illa því Keflavíkurliðið kemur verst út í innbyrðis leikjum endi öll liðin jöfn að stigum. Þórsarar gætu flækt málið með sigri á Keflavík því það gæfi fleiri liðum en þeim tækifæri að ná bikarmeisturunum að stigum. Staðan er aðeins einfaldari í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stjarnan og Tindastóll berjast um það og spila bæði lið við lið sem er fallið úr deildinni. Það er því líklegt að þau vinni bæði sinn leik. Það sem gæti aftur á móti ráðið lokastöðunni er úrslitin úr leik Álftanesliðsins og Hattar. Álftanes og Höttur eru að spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið en tapi Höttur þá hefur það mikil áhrif á lokastöðu Hattarliðsins, Tindastóls og Stjörnunnar. Stólarnir þurfa því að treysta á það að fá Hött með í pakkann til að komast upp fyrir Stjörnuna því Stjarnan er með betri innbyrðis stöðu ef Stjarnan og Tindastóll enda jöfn að stigum. Endi Höttur, Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum þá sitja Stjörnumenn eftir með sárt ennið. Hér fyrir ofan og neðan má sjá yfirlit yfir möguleika liðanna. Það er líka hægt að taka þetta saman eftir ákveðnum sætum. Þá kæmi þetta út eins og sjá má hér fyrir neðan. Lið sem geta endað í öðru sætinu Keflavík: Vinnur Þór Njarðvík: Vinnur Val og Keflavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 40 stigum eða meira, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í þriðja sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur Njarðvík: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í fjórða sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar Keflavík: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Njarðvík: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur Lið sem geta endað í fimmta sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Tapar fyrir Keflavík Lið sem geta endað í sjötta sætinu Álftanes: Vinnur Hött Höttur: Vinnur Álftanes Lið sem geta endað í sjöunda sætinu Álftanes: Tapar fyrir Hetti Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar Tindastóll: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar Lið sem geta endað í áttunda sætinu Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur Stjarnan: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar Lið sem geta endað í níuunda sætinu Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar Stjarnan: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Tindastóll Stjarnan Höttur UMF Álftanes Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Baráttan er aðallega á tveimur stöðum því Valsmenn eru orðnir deildarmeistarar, Haukar eru í einskismannslandi og bæði Breiðablik og Hamar eru fallin úr deildinni. Það er aftur á móti mikil barátta um heimavallarréttinn og svo um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Flóknasta staðan er vissulega hvaða lið enda í öðru til fimmta sæti því þarf getur mikið breyst eftir leikina í kvöld. Grindavík og Keflavík geta þannig endað í öllum fjórum sætunum, Njarðvíkingar geta endað í öðru til fjórða sæti og Þórsarar eiga tölfræðilega möguleika á öðru og þriðja sæti en aðeins raunhæfa möguleika á fjórða eða fimmta sætinu. Grindvíkingar standa svo vel í innbyrðis leikjum á móti Njarðvík og Þór að þeir græða á því að sem flest lið endi jöfn með 30 stig. Keflvíkingar eru í öðru sæti og á sigurbraut en kvöldið gæti endað mjög illa því Keflavíkurliðið kemur verst út í innbyrðis leikjum endi öll liðin jöfn að stigum. Þórsarar gætu flækt málið með sigri á Keflavík því það gæfi fleiri liðum en þeim tækifæri að ná bikarmeisturunum að stigum. Staðan er aðeins einfaldari í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stjarnan og Tindastóll berjast um það og spila bæði lið við lið sem er fallið úr deildinni. Það er því líklegt að þau vinni bæði sinn leik. Það sem gæti aftur á móti ráðið lokastöðunni er úrslitin úr leik Álftanesliðsins og Hattar. Álftanes og Höttur eru að spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið en tapi Höttur þá hefur það mikil áhrif á lokastöðu Hattarliðsins, Tindastóls og Stjörnunnar. Stólarnir þurfa því að treysta á það að fá Hött með í pakkann til að komast upp fyrir Stjörnuna því Stjarnan er með betri innbyrðis stöðu ef Stjarnan og Tindastóll enda jöfn að stigum. Endi Höttur, Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum þá sitja Stjörnumenn eftir með sárt ennið. Hér fyrir ofan og neðan má sjá yfirlit yfir möguleika liðanna. Það er líka hægt að taka þetta saman eftir ákveðnum sætum. Þá kæmi þetta út eins og sjá má hér fyrir neðan. Lið sem geta endað í öðru sætinu Keflavík: Vinnur Þór Njarðvík: Vinnur Val og Keflavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 40 stigum eða meira, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í þriðja sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur Njarðvík: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í fjórða sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar Keflavík: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Njarðvík: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur Lið sem geta endað í fimmta sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Tapar fyrir Keflavík Lið sem geta endað í sjötta sætinu Álftanes: Vinnur Hött Höttur: Vinnur Álftanes Lið sem geta endað í sjöunda sætinu Álftanes: Tapar fyrir Hetti Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar Tindastóll: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar Lið sem geta endað í áttunda sætinu Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur Stjarnan: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar Lið sem geta endað í níuunda sætinu Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar Stjarnan: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur
Lið sem geta endað í öðru sætinu Keflavík: Vinnur Þór Njarðvík: Vinnur Val og Keflavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 40 stigum eða meira, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í þriðja sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur Njarðvík: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í fjórða sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar Keflavík: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Njarðvík: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur Lið sem geta endað í fimmta sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Tapar fyrir Keflavík Lið sem geta endað í sjötta sætinu Álftanes: Vinnur Hött Höttur: Vinnur Álftanes Lið sem geta endað í sjöunda sætinu Álftanes: Tapar fyrir Hetti Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar Tindastóll: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar Lið sem geta endað í áttunda sætinu Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur Stjarnan: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar Lið sem geta endað í níuunda sætinu Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar Stjarnan: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Tindastóll Stjarnan Höttur UMF Álftanes Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira