Leið til heillandi kirkju – Guðrúnu sem biskup Toshiki Toma skrifar 6. apríl 2024 07:30 Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda. Ástæða þess að ég styð Guðrúnu er fyrst og fremst sú að framtíðarsýn hennar fyrir þjóðkirkjuna er mjög lík því sem ég hef í huga mínum. Þetta kemur skýrt fram í því kynningarefni sem tengist biskupsframboði Guðrúnar, en um leið hefur það verið augljóst í starfi hennar og málflutningi hennar lengi vel, þetta er ekki eitthvað sem varð skyndilega til nýlega. Þarna er tvennt sem mér finnst skipta mestu máli. Í fyrsta lagi leggur Guðrún áherslu á að kirkjan þurfi alltaf að vera í samtali við samtímann, og móta hann, um leið og samtíminn mótar kirkjuna. Þetta finnst mér líka mjög mikilvægt, og kirkjan hefur ekki alltaf staðið sig nógu vel í því, t.d. finnst mér kirkjan ekki stíga nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og því sem er að gerast á Gaza þessa dagana. Þögn kirkjunnar býr til fjarlægð og það verður að breytast. Guðrún hefur sagt að kirkjan eigi að vera vörður mannréttinda og réttlætis, og það hefur hún lagt áherslu á í störfum sínum sem sóknarprestur og kirkjuþingskona, t.d. varðandi réttindi LBGTQ fólks og ég trúi því að hún muni gera það áfram verði hún biskup. Í öðru lagi hefur Guðrún góðan skilning á þeirri stöðu sem kirkjan hefur í samfélaginu í dag og er tilbúin að nýta þau tækifæri sem slíkt felur í sér. Þjóðkirkjan er ekki lengur í sömu forréttindastöðu og áður og þarf að aðlagast að nýju umhverfi fjölmenningar. En nákvæmilega þarna er nýtt tækifæri fyrir kirkjuna okkar. Tækifæri til að byggja upp nýja starfsemi, safnaðarlíf, víkka sjónarhorn og leita til samvinnu við samfélagið. Núna er tækfæri fyrir kirkjuna að verða heillandi og fjölga félögum sínum. Ef það tekst, þá breytist þjóðkirkjan í ,,nýja" þjóðkirkju á jákvæðan hátt. Þar sem ég er sjálfur innflytjandi þá hef ég ákveðna sýn á þessi mál. Nú eru rúmlega 70.000 útlendingar búsettir á Íslandi og ýmiss konar þjónusta er í boði fyrir íslenska íbúa á öðrum tungumálum, t.d. hjá fjölmiðlum, stofnunum o.fl. Kirkjan á að gera þetta í meiri mæli til að vera samstíga samfélaginu. Ef um 20 prósent íbúa á Íslandi eru af erlendu bergi brotin, þá ætti það að vera markmið Þjóðkirkjunnar að 20 prósent þátttakenda í starfi hennar séu af erlendu bergi brotin. Það er aðeins hægt með því að kirkjan skilji þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu. Það gerir Guðrún. Að lokum, vil ég minna lesendur á það að biskup Íslands er andlit Þjóðkirkjunnar. Í huga flestra er ,,biskup" það sama og ,,kirkja". Þegar biskup segir eitthvað þýðir það kirkjan segir það. Óháð því hvort slíkt viðhorf sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, rétt eða rangt, er það staðreynd. Ég get aðeins ímyndað mér hversu þung ábyrgð er að vera biskup Íslands og ég trúi því að Guðrún Karls Hegudóttir geti borið þennan þunga kross á sér. Guð blessi hana og styrki. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Biskupskjör 2024 Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda. Ástæða þess að ég styð Guðrúnu er fyrst og fremst sú að framtíðarsýn hennar fyrir þjóðkirkjuna er mjög lík því sem ég hef í huga mínum. Þetta kemur skýrt fram í því kynningarefni sem tengist biskupsframboði Guðrúnar, en um leið hefur það verið augljóst í starfi hennar og málflutningi hennar lengi vel, þetta er ekki eitthvað sem varð skyndilega til nýlega. Þarna er tvennt sem mér finnst skipta mestu máli. Í fyrsta lagi leggur Guðrún áherslu á að kirkjan þurfi alltaf að vera í samtali við samtímann, og móta hann, um leið og samtíminn mótar kirkjuna. Þetta finnst mér líka mjög mikilvægt, og kirkjan hefur ekki alltaf staðið sig nógu vel í því, t.d. finnst mér kirkjan ekki stíga nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og því sem er að gerast á Gaza þessa dagana. Þögn kirkjunnar býr til fjarlægð og það verður að breytast. Guðrún hefur sagt að kirkjan eigi að vera vörður mannréttinda og réttlætis, og það hefur hún lagt áherslu á í störfum sínum sem sóknarprestur og kirkjuþingskona, t.d. varðandi réttindi LBGTQ fólks og ég trúi því að hún muni gera það áfram verði hún biskup. Í öðru lagi hefur Guðrún góðan skilning á þeirri stöðu sem kirkjan hefur í samfélaginu í dag og er tilbúin að nýta þau tækifæri sem slíkt felur í sér. Þjóðkirkjan er ekki lengur í sömu forréttindastöðu og áður og þarf að aðlagast að nýju umhverfi fjölmenningar. En nákvæmilega þarna er nýtt tækifæri fyrir kirkjuna okkar. Tækifæri til að byggja upp nýja starfsemi, safnaðarlíf, víkka sjónarhorn og leita til samvinnu við samfélagið. Núna er tækfæri fyrir kirkjuna að verða heillandi og fjölga félögum sínum. Ef það tekst, þá breytist þjóðkirkjan í ,,nýja" þjóðkirkju á jákvæðan hátt. Þar sem ég er sjálfur innflytjandi þá hef ég ákveðna sýn á þessi mál. Nú eru rúmlega 70.000 útlendingar búsettir á Íslandi og ýmiss konar þjónusta er í boði fyrir íslenska íbúa á öðrum tungumálum, t.d. hjá fjölmiðlum, stofnunum o.fl. Kirkjan á að gera þetta í meiri mæli til að vera samstíga samfélaginu. Ef um 20 prósent íbúa á Íslandi eru af erlendu bergi brotin, þá ætti það að vera markmið Þjóðkirkjunnar að 20 prósent þátttakenda í starfi hennar séu af erlendu bergi brotin. Það er aðeins hægt með því að kirkjan skilji þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu. Það gerir Guðrún. Að lokum, vil ég minna lesendur á það að biskup Íslands er andlit Þjóðkirkjunnar. Í huga flestra er ,,biskup" það sama og ,,kirkja". Þegar biskup segir eitthvað þýðir það kirkjan segir það. Óháð því hvort slíkt viðhorf sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, rétt eða rangt, er það staðreynd. Ég get aðeins ímyndað mér hversu þung ábyrgð er að vera biskup Íslands og ég trúi því að Guðrún Karls Hegudóttir geti borið þennan þunga kross á sér. Guð blessi hana og styrki. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar