Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 3. apríl 2024 07:01 Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Íþróttasambands fatlaðra sem styrkt er af Félags- og vinnumálaráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Hugmyndafræði „Allir með“ gengur út á að öll börn eigi að hafa möguleika á því að taka þátt í íþróttum í nærumhverfi sínu, í samræmi við óskir sínar og þarfir. Í því skyni heldur „Allir með“ úti hvatasjóði sem styrkir íþróttafélög til að auka inngildingu fatlaðs fólks í íþróttastarfi. Að fara í gegnum almennu íþróttafélögin er lykilatriði, því mestur árangur næst ef æfingar fara fram í samfélaginu þar sem börnin búa. Öll börn vilja tilheyra sama hópi og vinirnir, klæðast búningi síns liðs og æfa í sínu íþróttahúsi. Dæmi um viðburð sem styrkur var af hvatasjóðnum eru Íslandsleikarnir í körfubolta og fótbolta sem fram fóru nýverið í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar tókust 50 ungir íþróttamenn úr Haukum og Stjörnunni/Ösp á við gefandi áskoranir sem felast í að fara í fyrstu keppnisferðina, á fyrsta mótið og í fyrsta íþróttaferðalagið. Það er mikilvægt að öll börn eigi kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um þá leikni og þroska sem maður öðlast í góðu félagsstarfi og félagsskap. Á Akureyri tók svo hópur ófatlaðra barna úr Þór/KA á móti gestunum, blandaði sér í lið með þeim og spiluðu saman. Verkefnum undir hatti „Allir með“ fjölgar hratt og forsvarsmenn þess finna fyrir miklum áhuga hjá íþróttafélögum og sveitarfélögum. Ég var sjálfur í íþróttum sem barn og unglingur og þótti nokkuð liðtækur í grindahlaupi (enda svo sem ekki margir um hituna í þeirri grein). Ég veit því frá fyrstu hendi hve þroskandi og gefandi það er að æfa og keppa með jafningjum sínum, fara í ferðir um landið, gista á dýnum í skólastofum og kynnast öðrum krökkum. Þess eigum við að sjá til að öll börn fái að njóta, líka fötluð börn. Íþróttir eru fyrir okkur öll. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Íþróttasambands fatlaðra sem styrkt er af Félags- og vinnumálaráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Hugmyndafræði „Allir með“ gengur út á að öll börn eigi að hafa möguleika á því að taka þátt í íþróttum í nærumhverfi sínu, í samræmi við óskir sínar og þarfir. Í því skyni heldur „Allir með“ úti hvatasjóði sem styrkir íþróttafélög til að auka inngildingu fatlaðs fólks í íþróttastarfi. Að fara í gegnum almennu íþróttafélögin er lykilatriði, því mestur árangur næst ef æfingar fara fram í samfélaginu þar sem börnin búa. Öll börn vilja tilheyra sama hópi og vinirnir, klæðast búningi síns liðs og æfa í sínu íþróttahúsi. Dæmi um viðburð sem styrkur var af hvatasjóðnum eru Íslandsleikarnir í körfubolta og fótbolta sem fram fóru nýverið í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar tókust 50 ungir íþróttamenn úr Haukum og Stjörnunni/Ösp á við gefandi áskoranir sem felast í að fara í fyrstu keppnisferðina, á fyrsta mótið og í fyrsta íþróttaferðalagið. Það er mikilvægt að öll börn eigi kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um þá leikni og þroska sem maður öðlast í góðu félagsstarfi og félagsskap. Á Akureyri tók svo hópur ófatlaðra barna úr Þór/KA á móti gestunum, blandaði sér í lið með þeim og spiluðu saman. Verkefnum undir hatti „Allir með“ fjölgar hratt og forsvarsmenn þess finna fyrir miklum áhuga hjá íþróttafélögum og sveitarfélögum. Ég var sjálfur í íþróttum sem barn og unglingur og þótti nokkuð liðtækur í grindahlaupi (enda svo sem ekki margir um hituna í þeirri grein). Ég veit því frá fyrstu hendi hve þroskandi og gefandi það er að æfa og keppa með jafningjum sínum, fara í ferðir um landið, gista á dýnum í skólastofum og kynnast öðrum krökkum. Þess eigum við að sjá til að öll börn fái að njóta, líka fötluð börn. Íþróttir eru fyrir okkur öll. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun