Gleðilegan 2. apríl! Hugleiðing um félagsfærni Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 2. apríl 2024 08:31 2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfra. Af því tilefni hvet ég óeinhverfa til að hugleiða hugtakið „félagsfærni“. Einhverfir hafa í gegnum tíðina verið skilgreindir af óeinhverfum fagaðilum á þann veg að þeir eiga „erfitt með að setja sig í spor annarra“. Þetta er sem betur fer smám saman að breytast eftir því sem fleiri og fleiri einhverfir eru farnir að sérhæfa sig í einhverfu.Hjá Einhverfusamtökunum eru t.d. starfandi fræðslufulltrúar, ráðgjafar og sálfræðingur, sem eru sjálfir einhverfir. Þessi skilgreining á einhverfum um að þeir eiga erfitt með að setja sig í spor „annarra“ er einfaldlega kolröng. Það er vandamál þarna til staðar sem heitir á ensku „double empathy problem“. Félagsfærni er auðvitað „tvíhliða“ og þessi meinta slaka félagsfærni sem háir marga einhverfa er aðeins frá sjónarhóli óeinhverfra. Þeir sem eru „óeinhverfir“ eiga almennt erfitt með að setja sig í spor einhverfra þrátt fyrir að hafa oft tækifæri til byggja upp slíka félagsfærni, sérstaklega ef þeir eiga einhvern einhverfan fjölskyldumeðlim. Allir hafa einhverntímann átt einhverfa skólafélaga eða vinnufélaga. Þið vitið nokkurn veginn hverjir þeir eru og það þarf í raun enga sérfræðinga til að spotta þá. Þeir eru oft auðveld fórnarlömb eineltis og virka klaufalegir, jafnvel óviðeigandi stundum (í ykkar augum). Einhverfir eiga almennt auðvelt með að setja sig í spor annara einhverfra og hafa allt aðra samskiptamenningu sem fyrir óeinhverfum sem fylgjast með gæti virst stórundarlegt og óskiljanlegt. Þetta er nákvæmlega það sem einhverfir upplifa þegar þeir fylgjast með óeinhverfum eiga samskipti sín á milli. Með þetta í huga skulum við fagna þessum degi. Við skulum fagna því að fólk er allskonar. Ást og friður til allra ❤ Höfundur er einhverfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Einhverfa Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfra. Af því tilefni hvet ég óeinhverfa til að hugleiða hugtakið „félagsfærni“. Einhverfir hafa í gegnum tíðina verið skilgreindir af óeinhverfum fagaðilum á þann veg að þeir eiga „erfitt með að setja sig í spor annarra“. Þetta er sem betur fer smám saman að breytast eftir því sem fleiri og fleiri einhverfir eru farnir að sérhæfa sig í einhverfu.Hjá Einhverfusamtökunum eru t.d. starfandi fræðslufulltrúar, ráðgjafar og sálfræðingur, sem eru sjálfir einhverfir. Þessi skilgreining á einhverfum um að þeir eiga erfitt með að setja sig í spor „annarra“ er einfaldlega kolröng. Það er vandamál þarna til staðar sem heitir á ensku „double empathy problem“. Félagsfærni er auðvitað „tvíhliða“ og þessi meinta slaka félagsfærni sem háir marga einhverfa er aðeins frá sjónarhóli óeinhverfra. Þeir sem eru „óeinhverfir“ eiga almennt erfitt með að setja sig í spor einhverfra þrátt fyrir að hafa oft tækifæri til byggja upp slíka félagsfærni, sérstaklega ef þeir eiga einhvern einhverfan fjölskyldumeðlim. Allir hafa einhverntímann átt einhverfa skólafélaga eða vinnufélaga. Þið vitið nokkurn veginn hverjir þeir eru og það þarf í raun enga sérfræðinga til að spotta þá. Þeir eru oft auðveld fórnarlömb eineltis og virka klaufalegir, jafnvel óviðeigandi stundum (í ykkar augum). Einhverfir eiga almennt auðvelt með að setja sig í spor annara einhverfra og hafa allt aðra samskiptamenningu sem fyrir óeinhverfum sem fylgjast með gæti virst stórundarlegt og óskiljanlegt. Þetta er nákvæmlega það sem einhverfir upplifa þegar þeir fylgjast með óeinhverfum eiga samskipti sín á milli. Með þetta í huga skulum við fagna þessum degi. Við skulum fagna því að fólk er allskonar. Ást og friður til allra ❤ Höfundur er einhverfur.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar