Að róa til jafns Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. mars 2024 09:01 Taktfastur skilvirkur róður snýst um nokkra hluti. Að fólk fái sæti á réttum stað á bátnum, að árar séu vel mannaðar, að taktinum sé stýrt af festu, hvatningu og gleði af hálfu forystu sem veit hvert stefna skal og hvernig. Fólki líður vel, báturinn er notalegur, snyrtilegur, nægt rými, aðbúnaður er góður og atlæti framúrskarandi. Forystan er mild og sterk. Fólkið er sjálfstætt en samhuga, fjölbreytt en samtaka. Það skilur virði síns eigins framtaks og krafta til að bátsförin kljúfi vatnið á sem bestan máta hverju sinni – sama hvernig viðrar og hvaða aðstæður geta koma upp. Þegar ójafnræði ríkir miðar bátnum verr. Fólkið hefur það verr - þróttur þess þverr í huga og hönd – takturinn riðlast. Þannig er þó mál með vexti að á þjóðarskútunni Íslandi hefur fólk val og vald til að raða á árar og til sætis. Íbúum er ennfremur í sjálfsvald sett hver skal standa til forystu. Á Íslandi ríkir lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Ef við veljum það og iðkum. Taktfastur skilvirkur róður er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra. Áhrifaþáttur á siglingavegferð þjóðarskútunnar er blöndun á ræðurum. Lýðbreytur landsins hafa breyst hratt. Þjóðin er ekki einsleit að kynjum, aldri og uppruna og fjölgar innflytjendum hratt, umtalsvert mun hraðar en íbúum sjálfum, enda Ísland vinsælt. Bæði til að búa á og heim að sækja. Hvernig komum við okkur á réttan stað á bátnum? Hvernig komumst við í sæti? Hvernig getum við tryggt góðan aðbúnað og framúrskarandi atlæti? Hvernig tryggjum við taktfastan skilvirkan róður þjóðarskútunnar? Átakalaust skal það vera. Við iðkum jákvæð, hreinskilin og opin samskipti. Við hlustum, sýnum samkennd, samúð og samstöðu. Við gefum rými, hliðrum til og erum óttalaus með Kærleikann í brjósti, því við trúum og treystum því að með því að hafa óbilandi trú á eigin getu og hæfileikum þá séu okkur allar siglingaleiðir færar. Það býr allt innra með okkur. Iðkun á tjáningarfrelsi tryggir að ólíkar raddir heyrist – fjölbreyttar skoðanir og sögur miðla lærdómi og þroska. Iðkun á átakalausu lýðræði eflir samfélagið, hvetur og knýr til framtaks. Jafnræði þýðir að allir fá sæti við hæfi. Réttur staður er sá staður þar sem hæfileikar einstaklings og geta komast sem best til skila fyrir viðkomandi og samfélagið í heild sinni. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna. Þjóðarskútunni er okkar að róa til jafns. Fyrir bjarta framtíð. Um leið og við njótum gleðilegra páska og fögnum hækkandi dagsbirtu skulum við leyfa okkur að ferðast með ljósinu, rísa upp í sameiningu og endurnýja okkur. Leggjum frá okkur það háttalag og hugarfar sem hentar ekki lengur, hægir á okkur og heftir róðurinn. Veitum athygli, eflum og styrkjum það sem léttir för, gleðir, hvetur og hjálpar okkur til framtíðar. Horfum stolt, keik og hnarreist með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hafið bláa, hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. - Örn Arnarson Almættið blessi Ísland og alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Gleðilega páskahátíð. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Taktfastur skilvirkur róður snýst um nokkra hluti. Að fólk fái sæti á réttum stað á bátnum, að árar séu vel mannaðar, að taktinum sé stýrt af festu, hvatningu og gleði af hálfu forystu sem veit hvert stefna skal og hvernig. Fólki líður vel, báturinn er notalegur, snyrtilegur, nægt rými, aðbúnaður er góður og atlæti framúrskarandi. Forystan er mild og sterk. Fólkið er sjálfstætt en samhuga, fjölbreytt en samtaka. Það skilur virði síns eigins framtaks og krafta til að bátsförin kljúfi vatnið á sem bestan máta hverju sinni – sama hvernig viðrar og hvaða aðstæður geta koma upp. Þegar ójafnræði ríkir miðar bátnum verr. Fólkið hefur það verr - þróttur þess þverr í huga og hönd – takturinn riðlast. Þannig er þó mál með vexti að á þjóðarskútunni Íslandi hefur fólk val og vald til að raða á árar og til sætis. Íbúum er ennfremur í sjálfsvald sett hver skal standa til forystu. Á Íslandi ríkir lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Ef við veljum það og iðkum. Taktfastur skilvirkur róður er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra. Áhrifaþáttur á siglingavegferð þjóðarskútunnar er blöndun á ræðurum. Lýðbreytur landsins hafa breyst hratt. Þjóðin er ekki einsleit að kynjum, aldri og uppruna og fjölgar innflytjendum hratt, umtalsvert mun hraðar en íbúum sjálfum, enda Ísland vinsælt. Bæði til að búa á og heim að sækja. Hvernig komum við okkur á réttan stað á bátnum? Hvernig komumst við í sæti? Hvernig getum við tryggt góðan aðbúnað og framúrskarandi atlæti? Hvernig tryggjum við taktfastan skilvirkan róður þjóðarskútunnar? Átakalaust skal það vera. Við iðkum jákvæð, hreinskilin og opin samskipti. Við hlustum, sýnum samkennd, samúð og samstöðu. Við gefum rými, hliðrum til og erum óttalaus með Kærleikann í brjósti, því við trúum og treystum því að með því að hafa óbilandi trú á eigin getu og hæfileikum þá séu okkur allar siglingaleiðir færar. Það býr allt innra með okkur. Iðkun á tjáningarfrelsi tryggir að ólíkar raddir heyrist – fjölbreyttar skoðanir og sögur miðla lærdómi og þroska. Iðkun á átakalausu lýðræði eflir samfélagið, hvetur og knýr til framtaks. Jafnræði þýðir að allir fá sæti við hæfi. Réttur staður er sá staður þar sem hæfileikar einstaklings og geta komast sem best til skila fyrir viðkomandi og samfélagið í heild sinni. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna. Þjóðarskútunni er okkar að róa til jafns. Fyrir bjarta framtíð. Um leið og við njótum gleðilegra páska og fögnum hækkandi dagsbirtu skulum við leyfa okkur að ferðast með ljósinu, rísa upp í sameiningu og endurnýja okkur. Leggjum frá okkur það háttalag og hugarfar sem hentar ekki lengur, hægir á okkur og heftir róðurinn. Veitum athygli, eflum og styrkjum það sem léttir för, gleðir, hvetur og hjálpar okkur til framtíðar. Horfum stolt, keik og hnarreist með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hafið bláa, hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. - Örn Arnarson Almættið blessi Ísland og alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Gleðilega páskahátíð. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun