„Staðráðnar í því að láta drauminn rætast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 13:00 Sunna Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu en íslenski stelpurnar eru í dauðafæri að tryggja sig inn á EM 2024. Vísir/Hulda Margrét Sunna Jónsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta geta tryggt sér sæti á Evrópumótinu um næstu helgi. Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl klukkan 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl klukkan 16:00. Valur Páll Eiríksson hitti Sunnu og ræddi við hana um komandi verkefni. Stelpurnar fá langan æfingaglugga fyrir leikina. Er það ekki mikilvægt? „Jú, mjög mikilvægt. Frábært að fá auka viku. Við ætlum að nýta hana mjög vel, taka smá páskafrí og svo förum við út á mánudaginn, annan í páskum,“ sagði Sunna Jónsdóttir. Íslenska liðið mætti sterku liði Svía í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Hvað taka þær út úr því verkefni? „Það voru mjög krefjandi leikir á móti frábæru liði sem er bara á topp fimm í heiminum. Það sem við tökum út úr þeim leikjum er að sjá hvar við stöndum gagnvart liði eins og Svíarnir eru með. Hvað við eigum í land og hvað þarf að bæta til að ná því? Kannski ekki lið sem við erum að bera okkur saman við akkúrat núna,“ sagði Sunna. Klippa: Sunna: Komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum Nær Sunna að borða páskamatinn með fjölskyldunni? „Það er gott að vera komin til Reykjavíkur og ná páskalambi hjá pabba. Það er um að gera að nýta tímann með fjölskyldunni líka,“ sagði Sunna. Íslenska liðið á að vinna þessa tvo leiki og er því í dauðafæri að komast á EM. Hvernig nálgast íslensku stelpurnar það? „Við erum í góðri stöðu og erum staðráðnar í því að láta drauminn rætast sem er að tryggja okkur inn á stórmót í desember 2024. Það er búið að vera draumur og markmið í nokkur ár núna. Loksins er komið að því. Við erum mjög vel einbeitt og einbeittar að því að ná þessu markmiði því það eru miklir möguleikar á því,“ sagði Sunna. Íslenska liðið var á síðasta heimsmeistaramóti í desember og fékk þar að kynnast því að taka þátt í stórmóti. „Það var ótrúlega góð gulrót og góður bónus. Við tökum bara jákvæða hluti með okkur af HM. Núna er komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum. Við erum mjög spenntar,“ sagði Sunna. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl klukkan 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl klukkan 16:00. Valur Páll Eiríksson hitti Sunnu og ræddi við hana um komandi verkefni. Stelpurnar fá langan æfingaglugga fyrir leikina. Er það ekki mikilvægt? „Jú, mjög mikilvægt. Frábært að fá auka viku. Við ætlum að nýta hana mjög vel, taka smá páskafrí og svo förum við út á mánudaginn, annan í páskum,“ sagði Sunna Jónsdóttir. Íslenska liðið mætti sterku liði Svía í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Hvað taka þær út úr því verkefni? „Það voru mjög krefjandi leikir á móti frábæru liði sem er bara á topp fimm í heiminum. Það sem við tökum út úr þeim leikjum er að sjá hvar við stöndum gagnvart liði eins og Svíarnir eru með. Hvað við eigum í land og hvað þarf að bæta til að ná því? Kannski ekki lið sem við erum að bera okkur saman við akkúrat núna,“ sagði Sunna. Klippa: Sunna: Komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum Nær Sunna að borða páskamatinn með fjölskyldunni? „Það er gott að vera komin til Reykjavíkur og ná páskalambi hjá pabba. Það er um að gera að nýta tímann með fjölskyldunni líka,“ sagði Sunna. Íslenska liðið á að vinna þessa tvo leiki og er því í dauðafæri að komast á EM. Hvernig nálgast íslensku stelpurnar það? „Við erum í góðri stöðu og erum staðráðnar í því að láta drauminn rætast sem er að tryggja okkur inn á stórmót í desember 2024. Það er búið að vera draumur og markmið í nokkur ár núna. Loksins er komið að því. Við erum mjög vel einbeitt og einbeittar að því að ná þessu markmiði því það eru miklir möguleikar á því,“ sagði Sunna. Íslenska liðið var á síðasta heimsmeistaramóti í desember og fékk þar að kynnast því að taka þátt í stórmóti. „Það var ótrúlega góð gulrót og góður bónus. Við tökum bara jákvæða hluti með okkur af HM. Núna er komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum. Við erum mjög spenntar,“ sagði Sunna.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti