Skaðaminnkun, lækning, hroki og hleypidómar Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 26. mars 2024 12:01 Það var áhugavert að hlusta á útvarpsþátt um skaðaminnkun sunnudaginn 3. mars á RÚV og ekki síst viðtal við Árna Tómas Ragnarsson gigtarlækni, sem nú er greinilega „persona non grata“ hjá kollegum sínum og heilbrigðisyfirvöldum vegna lyfjagjafa hans til fólks með fíknivanda til skaðaminnkunar. Vissulega má ýmislegt finna að verklagi hans og hann hefur örugglega farið út fyrir kassann til að bregðast við þörf og neyð fólks sem er jaðarsett á flestan hátt, eins og kom greinilega í ljós í nýbirtri úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu, stefnu og úrræðum vegna ópíóðavandans. Geðlæknir hjá landlækni hefur sagt að vinnubrögð Árna Tómasar séu ekki gagnreynd og yfirlæknir á Vogi komst svo að orði að þau séu ekki lækningar. Þá má spyrja sig: Hvað er gagnreynt? Hvað eru lækningar? Undanfarin ár hefur sums staðar erlendis komið fram mikil gagnrýni á þá hefðbundnu geðlæknisfræði og geðmeðferð sem kennd er við svokallað læknis- og líffræðilegt líkan (medisínska módelið). Erfitt hefur verið að halda þeirri umræðu á lofti hér, en þó hafa notendasamtök tekið málið upp og boðið gagnrýnu fagfólki á ráðstefnur og fundi, en íslenskir geðlæknar hafa lítið mætt þar enda virðast þeir vissir í sinni sök og viðhorfum. Í áðurnefndri gagnrýni eru kenningar, sem nær eingöngu er unnið eftir hérlendis, dregnar í efa og í raun afneitað, svo sem kenningar um erfðir, áhrif efnaskiptavillu heilans á geðræn einkenni og lækningamátt geðlyfja, bæði þunglyndis- og geðrofslyfja (má nefna Gabor Matè, Joanna Moncrieff, David Cohen, Lucy Johnstone o. fl.). Þáttur áfalla, streitu og ýmissa sálfélagslegra aðstæðna hefur hins vegar fengið meira vægi og meira að segja hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gefið út tilmæli til geðheilbrigðisyfirvalda á heimsvísu um að gefa þessum þáttum meiri gaum og draga úr áherslu á lyfjameðferð og læknis- og líffræðileg meðferðarlíkön. Þessi gagnrýni hefur meðal annars beinst að því hversu gagnreynd þessi úrræði eru í raun og hversu miklar lækningar eiga sér stað með þeim. Hefur verið litið til árangurs (klínískrar útkomu), þátttöku fólks með geðsjúkdómagreiningar í atvinnulífi og námi sem og fjölda öryrkja í þeim hópi. Einnig með hvaða hætti geðlyfjaframleiðendur hafa komið að rannsóknum og endurmenntun geðheilbrigðisstarfsfólks á undanförnum áratugum og jafnvel rætt um glæpsamlega hegðun þeirra, svo sem að leyna hættulegum aukaverkunum og/eða draga úr vægi þeirra (Jim Gottstein, The Zyprexa Papers). Þegar þessir þættir og aðrir, svo sem fjöllyfjagjöf fólks með geðrofsvanda, eru skoðaðir fer ekki hjá því að tal um gagnreynda meðferð verði hjáróma og hinar meintu lækningar einnig. Það hefur nefnilega ekkert verið sannað að tvö til þrjú geðrofslyf í töfluformi daglega plús forðalyf í sprautuformi á 2ja-4ja vikna fresti lækni meintan geðsjúkdóm, en vissulega gerir það viðkomandi meðfærilegri. Verst er að framtak, tilfinningar og hvatning bælast líka, líkt og af öðrum hugbreytandi lyfjum. Þá eru ótalin áhrif aukaverkana af geðrofslyfjum sem mörg hver eru ákaflega hamlandi á lífsgæði svo sem þyngdaraukning og handskjálfti.Maður spyr sig líka hversu gagnreynt er að gefa börnum og unglingum þessi lyf? Og hversu batamiðuð og gagnreynd er sú nálgun að án lyfja verði enginn bati? Lyfin geta auðvitað gert gagn til að slá á verstu einkennin til skamms tíma en það þýðir ekki endilega að þau veiti lækningu, ekki frekar en skaðaminnkandi lyfjagjafir til fólks með fíknivanda. Núna er til dæmis það, sem var áður merki um langvarandi áhrif „geðklofa“, talið vera áhrif af og aukaverkanir langvarandi geðlyfjanotkunar og áhrif á heilabörk talin vera af sama toga en ekki vegna sjúkdómsins sjálfs. Það eru engin sannreynd rök fyrir því að heili fólks með geðrofsvanda verði „eins og svissneskur ostur“ án þeirra, eins og sagt var blákalt við suma fyrir rúmum áratug þegar verið var að rökstyðja nauðsyn þeirra. Þess má geta að skurðaðgerð á heila, svonefndur hvítuskurður (lobotomy), var talin gagnreynd meðferð á sínum tíma og að samkynhneigð var talin geðsjúkdómur þar til fyrir 50 árum! Geðgreiningum fer samt hratt fjölgandi en vísindaleg forsenda fyrir þeim hefur verið dregin meira og meira í efa (má þar nefna bækur Alan Frances, Saving normal, og James Davies, Cracked). Einnig hefur umræða um að leggja niður geðgreininguna geðklofi (schizophrenia ) orðið háværari, hún sé barn síns tíma! Gagnrýnin geðheilbrigðisþjónusta með áherslu á áfallamiðaða þjónustu, opin samtöl (open dialogue), vinnu með raddir, skaðaminnkun og aðrar heildrænar meðferðir hefur ekki náð mikilli fótfestu hér undanfarin ár. Kunnátta og heilindi fólks með þannig viðhorf eru oft dregin í efa og þannig reynt að gera gagnrýnina ómerka. Þau viðhorf einkenna því miður líka mína fagstétt en þó hafa sjálfstætt starfandi geðheilbrigðisstarfsmenn auglýst öðruvísi nálganir í meiri mæli undanfarið svo að kannski er landslagið að breytast, það væri óskandi. Vissulega er ýmislegt vel gert en þó er alltof mikið um að notendur og aðstandendur þeirra séu langþreyttir á brotakenndri og einsleitri meðferð og skorti á stuðningi sem ætti að fylgja henni. Alltof oft ber á hroka eða yfirlæti gagnvart þeim sem synda gegn straumnum og sýna meiri sveigjanleika og mannúð en vafasamar árangursmælingar geta náð yfir. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Fíkn Geðheilbrigði Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á útvarpsþátt um skaðaminnkun sunnudaginn 3. mars á RÚV og ekki síst viðtal við Árna Tómas Ragnarsson gigtarlækni, sem nú er greinilega „persona non grata“ hjá kollegum sínum og heilbrigðisyfirvöldum vegna lyfjagjafa hans til fólks með fíknivanda til skaðaminnkunar. Vissulega má ýmislegt finna að verklagi hans og hann hefur örugglega farið út fyrir kassann til að bregðast við þörf og neyð fólks sem er jaðarsett á flestan hátt, eins og kom greinilega í ljós í nýbirtri úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu, stefnu og úrræðum vegna ópíóðavandans. Geðlæknir hjá landlækni hefur sagt að vinnubrögð Árna Tómasar séu ekki gagnreynd og yfirlæknir á Vogi komst svo að orði að þau séu ekki lækningar. Þá má spyrja sig: Hvað er gagnreynt? Hvað eru lækningar? Undanfarin ár hefur sums staðar erlendis komið fram mikil gagnrýni á þá hefðbundnu geðlæknisfræði og geðmeðferð sem kennd er við svokallað læknis- og líffræðilegt líkan (medisínska módelið). Erfitt hefur verið að halda þeirri umræðu á lofti hér, en þó hafa notendasamtök tekið málið upp og boðið gagnrýnu fagfólki á ráðstefnur og fundi, en íslenskir geðlæknar hafa lítið mætt þar enda virðast þeir vissir í sinni sök og viðhorfum. Í áðurnefndri gagnrýni eru kenningar, sem nær eingöngu er unnið eftir hérlendis, dregnar í efa og í raun afneitað, svo sem kenningar um erfðir, áhrif efnaskiptavillu heilans á geðræn einkenni og lækningamátt geðlyfja, bæði þunglyndis- og geðrofslyfja (má nefna Gabor Matè, Joanna Moncrieff, David Cohen, Lucy Johnstone o. fl.). Þáttur áfalla, streitu og ýmissa sálfélagslegra aðstæðna hefur hins vegar fengið meira vægi og meira að segja hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gefið út tilmæli til geðheilbrigðisyfirvalda á heimsvísu um að gefa þessum þáttum meiri gaum og draga úr áherslu á lyfjameðferð og læknis- og líffræðileg meðferðarlíkön. Þessi gagnrýni hefur meðal annars beinst að því hversu gagnreynd þessi úrræði eru í raun og hversu miklar lækningar eiga sér stað með þeim. Hefur verið litið til árangurs (klínískrar útkomu), þátttöku fólks með geðsjúkdómagreiningar í atvinnulífi og námi sem og fjölda öryrkja í þeim hópi. Einnig með hvaða hætti geðlyfjaframleiðendur hafa komið að rannsóknum og endurmenntun geðheilbrigðisstarfsfólks á undanförnum áratugum og jafnvel rætt um glæpsamlega hegðun þeirra, svo sem að leyna hættulegum aukaverkunum og/eða draga úr vægi þeirra (Jim Gottstein, The Zyprexa Papers). Þegar þessir þættir og aðrir, svo sem fjöllyfjagjöf fólks með geðrofsvanda, eru skoðaðir fer ekki hjá því að tal um gagnreynda meðferð verði hjáróma og hinar meintu lækningar einnig. Það hefur nefnilega ekkert verið sannað að tvö til þrjú geðrofslyf í töfluformi daglega plús forðalyf í sprautuformi á 2ja-4ja vikna fresti lækni meintan geðsjúkdóm, en vissulega gerir það viðkomandi meðfærilegri. Verst er að framtak, tilfinningar og hvatning bælast líka, líkt og af öðrum hugbreytandi lyfjum. Þá eru ótalin áhrif aukaverkana af geðrofslyfjum sem mörg hver eru ákaflega hamlandi á lífsgæði svo sem þyngdaraukning og handskjálfti.Maður spyr sig líka hversu gagnreynt er að gefa börnum og unglingum þessi lyf? Og hversu batamiðuð og gagnreynd er sú nálgun að án lyfja verði enginn bati? Lyfin geta auðvitað gert gagn til að slá á verstu einkennin til skamms tíma en það þýðir ekki endilega að þau veiti lækningu, ekki frekar en skaðaminnkandi lyfjagjafir til fólks með fíknivanda. Núna er til dæmis það, sem var áður merki um langvarandi áhrif „geðklofa“, talið vera áhrif af og aukaverkanir langvarandi geðlyfjanotkunar og áhrif á heilabörk talin vera af sama toga en ekki vegna sjúkdómsins sjálfs. Það eru engin sannreynd rök fyrir því að heili fólks með geðrofsvanda verði „eins og svissneskur ostur“ án þeirra, eins og sagt var blákalt við suma fyrir rúmum áratug þegar verið var að rökstyðja nauðsyn þeirra. Þess má geta að skurðaðgerð á heila, svonefndur hvítuskurður (lobotomy), var talin gagnreynd meðferð á sínum tíma og að samkynhneigð var talin geðsjúkdómur þar til fyrir 50 árum! Geðgreiningum fer samt hratt fjölgandi en vísindaleg forsenda fyrir þeim hefur verið dregin meira og meira í efa (má þar nefna bækur Alan Frances, Saving normal, og James Davies, Cracked). Einnig hefur umræða um að leggja niður geðgreininguna geðklofi (schizophrenia ) orðið háværari, hún sé barn síns tíma! Gagnrýnin geðheilbrigðisþjónusta með áherslu á áfallamiðaða þjónustu, opin samtöl (open dialogue), vinnu með raddir, skaðaminnkun og aðrar heildrænar meðferðir hefur ekki náð mikilli fótfestu hér undanfarin ár. Kunnátta og heilindi fólks með þannig viðhorf eru oft dregin í efa og þannig reynt að gera gagnrýnina ómerka. Þau viðhorf einkenna því miður líka mína fagstétt en þó hafa sjálfstætt starfandi geðheilbrigðisstarfsmenn auglýst öðruvísi nálganir í meiri mæli undanfarið svo að kannski er landslagið að breytast, það væri óskandi. Vissulega er ýmislegt vel gert en þó er alltof mikið um að notendur og aðstandendur þeirra séu langþreyttir á brotakenndri og einsleitri meðferð og skorti á stuðningi sem ætti að fylgja henni. Alltof oft ber á hroka eða yfirlæti gagnvart þeim sem synda gegn straumnum og sýna meiri sveigjanleika og mannúð en vafasamar árangursmælingar geta náð yfir. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar