Ekki brennimerkja börn! Viðar Eggertsson skrifar 23. mars 2024 11:00 Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Einu sinni sat ég til borðs í hádegisverði með stjórnanda sviðslistastofnunarinnar Kennedy Center í Washington í boði hans. Það fór mjög vel á með okkur, en það runnu á mig tvær grímur þegar hann fór að tala um „ópíum“. Hversu mikilvægt það væri að fara vel með „ópíum“ sem manni væri trúað fyrir. Hann hélt áfram þessu tali eins og ekkert væri og ég varð æ kindarlegri. Hvert var maðurinn að fara?! Það var liðið ansi langt á orðræðuna þar til rann upp fyrir mér ljós. Maðurinn var ekki að tala um eiturlyfið ópíum! Hann var að tala um almannafé sem er á ensku „Other Peoples Money“, skammstafað OPM. Allt annað mál! Nú vorum við sko að tala saman. Ég gat tekið heilshugar undir með honum að ef maður er í þeirri stöðu að vera trúað fyrir almannafé þá ber manni að umgangast það af nærgætni og virðingu. Útdeilir því af sterkri siðferðisvitund og réttlætiskennd. Eyðir því ekki heldur ver því til góðra verka/góðverka. Sterk siðferðisvitund Almennt er ég hlynntur því að opinbert fé, skattfé, sé notað til tekjujöfnunar og ráðstöfun þess til einstaklinga sé þá tekjutengd. En það er ekki einhlítt og á ekki að vera það. Þar þarf einnig að koma til sterk siðferðisvitund. Ekki setja sig bara í hin auðveldu og jákvæðu spor gefandans, heldur og ekki síður, í spor þess sem situr uppi með hlutskipti þiggjandans. Það getur verið afar erfitt hlutskipti að vera þiggjandi, ekki síst þegar bent er á þig og þú merktur hlutskipti þínu. Siðferði þess sem gefur er afar mikilvægt, að það sé vandað og gjöfin verði ekki til vansa fyrir þann sem þiggur í neyð. Börn eru viðkvæmur hópur Þegar kemur að börnum þá þarf að ráðstafa almannafé til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu þannig að það verði þeim ekki til hneisu. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar sem bera enga ábyrgð á fjárhagslegri stöðu foreldra sinna. Um 13% barna á Íslandi alast upp í fátækt. Það eru um 10.000 börn. Það er þeim erfitt að skera sig ekki úr. Því flest þeirra eru flesta daga innan um önnur börn og samanburður á stöðu verður oft svo augljós að þau verða berskjölduð. Þau skera sig auðveldlega úr og það er okkar sem samfélag að vera opin fyrir því og bregðast þannig við að þau þurfi ekki að upplifa daglega hneisu vegna þeirrar stöðu sem þau eru í, stöðu sem þau bera enga ábyrgð á. Skólinn á ekki að vera jarðsprengjusvæði Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Að öll börn njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Börn eru auðveldlega útsett fyrir slíku ef við grípum ekki inn í. Skyldunám á ekki að vera þeim kvalræði vegna fátæktar sem gerir þau útsett fyrir daglegri niðurlægingu. Öll börn eiga að njóta gjaldfrjálsrar skólagöngu og jafnræðis án tillits til fjárhags forráðamanna. Það er mikið fagnaðarefni að sitjandi stjórnvöld skuli loks vera tilbúin til að gefa í tilfærslukerfi okkar. Stærstu tíðindin eru fríar skólamáltíðir fyrir öll börn, án tillits til efnahags foreldra. Börn fá að njóta vafans. Brennimerkjum þau Ekki síður eru það stór tíðindi, en þó ekki svo óvænt, að áhrifamikið sveitarstjórnarfólk á vegum Sjálfstæðisflokksins vítt og breitt um allt land rís upp unnvörpum og bregst illa við og hefur uppi háreysti gegn þessu fyrirkomulagi. Þeim finnst að ekki eigi að leggja öll börn að jöfnu. Stéttamunurinn verði að sjást og fréttast. Aðeins börnum frá fátækum heimilum eigi að vera skammtað á diska af drýldni skammtarans og yfirlæti: „Sko, hvað ég er góður við aumingjann, þetta fær hann ókeypis af því að ég er svo góður.“ Því það skal sko sjást hvað það er svo miklu sælla að gefa en þiggja. Það eigi að sjást skýrt í skólamötuneytinu, upp á hvern dag, hvaða börn eru frá fátækum heimilum og þiggja ölmusur. Niðurlægja þau. Minna þau á og aðra hver þau séu. Brennimerkja þau fátækt. Ég var eitt sinn fátækt barn svo ég þekki það af eigin raun sem barn að vera ofurseldur „góðmennsku“ Sjálfstæðisflokksins og það var raun, sársaukafull raun. Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Einu sinni sat ég til borðs í hádegisverði með stjórnanda sviðslistastofnunarinnar Kennedy Center í Washington í boði hans. Það fór mjög vel á með okkur, en það runnu á mig tvær grímur þegar hann fór að tala um „ópíum“. Hversu mikilvægt það væri að fara vel með „ópíum“ sem manni væri trúað fyrir. Hann hélt áfram þessu tali eins og ekkert væri og ég varð æ kindarlegri. Hvert var maðurinn að fara?! Það var liðið ansi langt á orðræðuna þar til rann upp fyrir mér ljós. Maðurinn var ekki að tala um eiturlyfið ópíum! Hann var að tala um almannafé sem er á ensku „Other Peoples Money“, skammstafað OPM. Allt annað mál! Nú vorum við sko að tala saman. Ég gat tekið heilshugar undir með honum að ef maður er í þeirri stöðu að vera trúað fyrir almannafé þá ber manni að umgangast það af nærgætni og virðingu. Útdeilir því af sterkri siðferðisvitund og réttlætiskennd. Eyðir því ekki heldur ver því til góðra verka/góðverka. Sterk siðferðisvitund Almennt er ég hlynntur því að opinbert fé, skattfé, sé notað til tekjujöfnunar og ráðstöfun þess til einstaklinga sé þá tekjutengd. En það er ekki einhlítt og á ekki að vera það. Þar þarf einnig að koma til sterk siðferðisvitund. Ekki setja sig bara í hin auðveldu og jákvæðu spor gefandans, heldur og ekki síður, í spor þess sem situr uppi með hlutskipti þiggjandans. Það getur verið afar erfitt hlutskipti að vera þiggjandi, ekki síst þegar bent er á þig og þú merktur hlutskipti þínu. Siðferði þess sem gefur er afar mikilvægt, að það sé vandað og gjöfin verði ekki til vansa fyrir þann sem þiggur í neyð. Börn eru viðkvæmur hópur Þegar kemur að börnum þá þarf að ráðstafa almannafé til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu þannig að það verði þeim ekki til hneisu. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar sem bera enga ábyrgð á fjárhagslegri stöðu foreldra sinna. Um 13% barna á Íslandi alast upp í fátækt. Það eru um 10.000 börn. Það er þeim erfitt að skera sig ekki úr. Því flest þeirra eru flesta daga innan um önnur börn og samanburður á stöðu verður oft svo augljós að þau verða berskjölduð. Þau skera sig auðveldlega úr og það er okkar sem samfélag að vera opin fyrir því og bregðast þannig við að þau þurfi ekki að upplifa daglega hneisu vegna þeirrar stöðu sem þau eru í, stöðu sem þau bera enga ábyrgð á. Skólinn á ekki að vera jarðsprengjusvæði Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Að öll börn njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Börn eru auðveldlega útsett fyrir slíku ef við grípum ekki inn í. Skyldunám á ekki að vera þeim kvalræði vegna fátæktar sem gerir þau útsett fyrir daglegri niðurlægingu. Öll börn eiga að njóta gjaldfrjálsrar skólagöngu og jafnræðis án tillits til fjárhags forráðamanna. Það er mikið fagnaðarefni að sitjandi stjórnvöld skuli loks vera tilbúin til að gefa í tilfærslukerfi okkar. Stærstu tíðindin eru fríar skólamáltíðir fyrir öll börn, án tillits til efnahags foreldra. Börn fá að njóta vafans. Brennimerkjum þau Ekki síður eru það stór tíðindi, en þó ekki svo óvænt, að áhrifamikið sveitarstjórnarfólk á vegum Sjálfstæðisflokksins vítt og breitt um allt land rís upp unnvörpum og bregst illa við og hefur uppi háreysti gegn þessu fyrirkomulagi. Þeim finnst að ekki eigi að leggja öll börn að jöfnu. Stéttamunurinn verði að sjást og fréttast. Aðeins börnum frá fátækum heimilum eigi að vera skammtað á diska af drýldni skammtarans og yfirlæti: „Sko, hvað ég er góður við aumingjann, þetta fær hann ókeypis af því að ég er svo góður.“ Því það skal sko sjást hvað það er svo miklu sælla að gefa en þiggja. Það eigi að sjást skýrt í skólamötuneytinu, upp á hvern dag, hvaða börn eru frá fátækum heimilum og þiggja ölmusur. Niðurlægja þau. Minna þau á og aðra hver þau séu. Brennimerkja þau fátækt. Ég var eitt sinn fátækt barn svo ég þekki það af eigin raun sem barn að vera ofurseldur „góðmennsku“ Sjálfstæðisflokksins og það var raun, sársaukafull raun. Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar