Regnbogastríðið Sæþór Benjamín Randalsson skrifar 22. mars 2024 11:31 Margir samkynhneigðir karlmenn ganga í gegnum tímabil sjálfskoðunar og velta fyrir sér stöðu okkar í heiminum. Það er augljóst að við erum í minnihluta og að það er eitthvað öðruvísi við okkur þegar við horfum til jafningja okkar og heimsins í kringum okkur þegar við vöxum úr grasi. Sumir okkar sjá sig sem einhverstaðar á milli karla og kvenna, menningarlega og nýta tíma sinn sem sendiherrar milli búðanna tveggja. Sumir okkar taka að sér að ala upp foreldralaus börn samfélagsins. Sumir nota tækifærið vegna náttúrulegrar ófrjósemi til að eyða ævinni í háfleyg áhugamál. Og svo eru aðrir sem standa á herðum aktívisma fyrri tíma og selja hinn tiltölulega nýfundna áhuga samfélagsins á hinsegin málum í skiptum fyrir framagang í starfi og til að selja vörur - stundum einfaldar viðskiptavörur. Þessi grein fjallar um þá samkynhneigða karlmenn sem gera út á vinnu fyrri kynslóða aðgerðarsinna til að selja stríð og áróður - hinsegin gróðamenn stríðs og átaka í heiminum. Á öllum vesturlöndum eru samkynhneigðir áhrifamenn sem halda uppi ríkjandi hugmyndafræði. Það er ábatasamt fyrir þá persónulega að halda óbreyttu ástandi. Aðferðarfræði þeirra er fjölbreytt, allt frá kúgun og fordómum yfir í smeðjuleg faðmlög og smjatt til að öðlast nýja talsmenn. Mannréttindi samkynhneigðra karlmanna má snúa yfir í rök fyrir stríði og til að viðhalda bandaríska heimsveldinu. Þetta fyrirbrigði er það algeng að það hefur fengið sitt eigið nafn á ensku, „homonationalism“. Þetta er einfalt hugtak fyrir einfalt hugarfar Vesturlanda, sem læra ekki sögu eða stéttarbaráttu og fá ekki upplýsingar eða skilja ekki hver hin raunverulega ástæða og drifkraftur utanríkisstefnu vestrænna ríkja er. Sagt er að „Vesturlöndin“ hafi réttindi samkynhneigðra, og þau lönd sem lenda í sigti vesturlandanna eru sökuð um að vera fornfárleg og afturábak fyrir að hafa þau ekki. Þannig eru árásir, sprengjuvarpanir, valdarán og refsiaðgerðir réttlættar - í nafni réttinda samkynhneigðra. Aldrei er hin ófullkomna innleiðing réttinda samkynhneigðra á Vesturlöndum umræðuefni á þessu sviði. Þeim er veifað í burtu sem einhvers konar misskilningur (aðferð sem var fundin upp í kalda stríðinu til að hunsa hræsni vestursins í garð litaðra). Sú staðreynd að samkynhneigðir karlmenn á vesturlöndum eru tölfræðilega fleiri á meðal heimilislausra og þeirra sem fá engin lyf við HIV er aldrei umræðuefnið. Áherslan er stéttamiðuð og þess vegna er áherslan á hjónaband en ekki atvinnu- eða húsnæðisvernd. Hjónaband nær yfir erfðir, skattlagningu og tvíþjóða pör, allt forgangsverkefni milli- og yfirstéttarinnar. Húsnæði og atvinnumál eru enn óleyst, þar sem mörg ríki Bandaríkjanna leyfa leigusala og yfirmönnum að reka samkynhneigða karlmenn vegna kynhneigðar sinnar. Að við tölum ekki um hversu karllæg hreyfingin hefur verið, hreyfir ekki við réttindum kvenna eða trans einstaklinga. Það á enn eftir að leysa réttindi samkynhneigðra innan vestrænna samfélaga ef framgangur hópsins í heild væri sannarlega markmiðið. Þess í stað er sú hugmynd sett fram af þessum vel launuðu hommum í sjónvarpinu að vesturlönd „hafi“ réttindi samkynhneigðra, eins og þetta sé af eða á, annaðhvort er land með réttindin, eða ekki neitt. Saga réttinda samkynhneigðra, að það hafi verið barátta undir forystu aðgerðarsinna og að réttindi hafi ekki verið veitt af ríkisstjórnum Vesturlanda sjálfra, er þurrkuð út. Að þessir vel launuðu menn hafi aldrei verið á götum úti og út úr skápnum þegar það var erfitt er ekki talað um. Þeir kynna vesturlönd sem siðmenntaðar þjóðir vegna þess að flestar vestrænar þjóðir hafa samkynhneigð hjónabönd og vegna þess að það er forgangsverkefni þessara samkynhneigðra karlmanna. Þetta er í þeirra huga frágengið og leyst vandamál sem sannar yfirburði og framfarir Vesturlandanna gegn öðrum löndum. Það af leiðandi og án frekari ígrundunar er öðrum þjóðum stillt up sem afturhaldssömum og ósiðmenntuðum. Einstök leið þessara þjóða í gegnum sína eigin sögu er ekki skoðuð og þar af leiðandi ómerkileg og óviðeigandi. Að það séu samkynhneigðir karlmenn í hverjum þeirra sem geti talað tungumál landsins og vinna að framgangi samkynhneigðra þar er aðeins fjallað um ef hægt er að nota það til að réttlæta afskipti. Það er aldrei talað um það, að lifa í ofbeldi eða stríði gerir mannréttindabaráttu erfiða. Fyrri afskipti eins og Írak, þar sem réttindi samkynhneigðra færðust aftur eftir vestræna íhlutun er aldrei fjallað um. Það gæti fengið hlustendur til að velta því fyrir sér hvort afskiptin hafi raunverulega snúist um mannréttindi. Þess í stað, í formi menningarlegs og ýkts þjóðernisstolts, ef lagareglur þeirra endurspegla ekki form Bandaríkjanna, eru öll utanaðkomandi afskipti máluð sem góð. Alvöru sagnfræðileg rannsókn sýnir að á síðustu öld hefur Bretland og nú Ameríka skapað heimsveldi arðráns, stolið auðlindum heimsins til að draga þau in í kjarna heimsveldisins, þar á meðal verkamenn annarra þjóðanna. Til að viðhalda þessu heimsveldi þarf alþjóðlegt net herstöðva og hafna ásamt gríðarlegum fjárhæðum sem hellt er í vopnaframleiðslu og sölu. Bandaríkin eru stærsti framleiðandi og seljandi vopna í heiminum og nota nú regnboga til að mála glanslit á sprengjur sínar sem eru nú markaðssettar sem frelsandi í stað eyðingarverkfæra. Rétt þegar heimurinn var farinn að þreytast á eyðileggingu Kóreu, síðan Víetnam, síðan Íraks, síðan Afganistan, komu samkynhneigðir karlarnir til að bæta meira lífi í orðstír Bandaríkjanna sem afl hins góða í heiminum. Samkynhneigðir karlmenn á Vesturlöndum sem kjósa að nýta sérstöðu okkar í samfélaginu til persónulegra framfara í starfi eru sjúkir. Það vinnur gegn langtímaöryggi samkynhneigðra karlmanna, bindur auðkenni okkar við alþjóðlega hryðjuverkaherferð Bandaríkjanna og þurrkar út alla merkingu úr hópavitund okkar. Það er siðlaust að tala fyrir auknu fé sem varið er í bandalög Bandaríkjanna eins og NATO. Þessir menn biðja ekki um meiri pening fyrir hádegismat í skólanum, eða öðrum grotnandi innviðum þjóða okkar, heldur mælast þeir þess í stað að fjármunum sé sóað í stríð og hernaðarævintýri. Þeir eru ekki bræður mínir. Höfundur er tvöfaldur ríkisborgari Bandaríkjanna og Íslands og stoltur samkynhneigður. Frekari lestur: https://solidarity-us.org/rainbowsandweddings/ https://nataliekouritowe.files.wordpress.com/2021/12/nomorepotlucks-trending-homonationalism-e28093-natalie-kouri-towe-2012.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Margir samkynhneigðir karlmenn ganga í gegnum tímabil sjálfskoðunar og velta fyrir sér stöðu okkar í heiminum. Það er augljóst að við erum í minnihluta og að það er eitthvað öðruvísi við okkur þegar við horfum til jafningja okkar og heimsins í kringum okkur þegar við vöxum úr grasi. Sumir okkar sjá sig sem einhverstaðar á milli karla og kvenna, menningarlega og nýta tíma sinn sem sendiherrar milli búðanna tveggja. Sumir okkar taka að sér að ala upp foreldralaus börn samfélagsins. Sumir nota tækifærið vegna náttúrulegrar ófrjósemi til að eyða ævinni í háfleyg áhugamál. Og svo eru aðrir sem standa á herðum aktívisma fyrri tíma og selja hinn tiltölulega nýfundna áhuga samfélagsins á hinsegin málum í skiptum fyrir framagang í starfi og til að selja vörur - stundum einfaldar viðskiptavörur. Þessi grein fjallar um þá samkynhneigða karlmenn sem gera út á vinnu fyrri kynslóða aðgerðarsinna til að selja stríð og áróður - hinsegin gróðamenn stríðs og átaka í heiminum. Á öllum vesturlöndum eru samkynhneigðir áhrifamenn sem halda uppi ríkjandi hugmyndafræði. Það er ábatasamt fyrir þá persónulega að halda óbreyttu ástandi. Aðferðarfræði þeirra er fjölbreytt, allt frá kúgun og fordómum yfir í smeðjuleg faðmlög og smjatt til að öðlast nýja talsmenn. Mannréttindi samkynhneigðra karlmanna má snúa yfir í rök fyrir stríði og til að viðhalda bandaríska heimsveldinu. Þetta fyrirbrigði er það algeng að það hefur fengið sitt eigið nafn á ensku, „homonationalism“. Þetta er einfalt hugtak fyrir einfalt hugarfar Vesturlanda, sem læra ekki sögu eða stéttarbaráttu og fá ekki upplýsingar eða skilja ekki hver hin raunverulega ástæða og drifkraftur utanríkisstefnu vestrænna ríkja er. Sagt er að „Vesturlöndin“ hafi réttindi samkynhneigðra, og þau lönd sem lenda í sigti vesturlandanna eru sökuð um að vera fornfárleg og afturábak fyrir að hafa þau ekki. Þannig eru árásir, sprengjuvarpanir, valdarán og refsiaðgerðir réttlættar - í nafni réttinda samkynhneigðra. Aldrei er hin ófullkomna innleiðing réttinda samkynhneigðra á Vesturlöndum umræðuefni á þessu sviði. Þeim er veifað í burtu sem einhvers konar misskilningur (aðferð sem var fundin upp í kalda stríðinu til að hunsa hræsni vestursins í garð litaðra). Sú staðreynd að samkynhneigðir karlmenn á vesturlöndum eru tölfræðilega fleiri á meðal heimilislausra og þeirra sem fá engin lyf við HIV er aldrei umræðuefnið. Áherslan er stéttamiðuð og þess vegna er áherslan á hjónaband en ekki atvinnu- eða húsnæðisvernd. Hjónaband nær yfir erfðir, skattlagningu og tvíþjóða pör, allt forgangsverkefni milli- og yfirstéttarinnar. Húsnæði og atvinnumál eru enn óleyst, þar sem mörg ríki Bandaríkjanna leyfa leigusala og yfirmönnum að reka samkynhneigða karlmenn vegna kynhneigðar sinnar. Að við tölum ekki um hversu karllæg hreyfingin hefur verið, hreyfir ekki við réttindum kvenna eða trans einstaklinga. Það á enn eftir að leysa réttindi samkynhneigðra innan vestrænna samfélaga ef framgangur hópsins í heild væri sannarlega markmiðið. Þess í stað er sú hugmynd sett fram af þessum vel launuðu hommum í sjónvarpinu að vesturlönd „hafi“ réttindi samkynhneigðra, eins og þetta sé af eða á, annaðhvort er land með réttindin, eða ekki neitt. Saga réttinda samkynhneigðra, að það hafi verið barátta undir forystu aðgerðarsinna og að réttindi hafi ekki verið veitt af ríkisstjórnum Vesturlanda sjálfra, er þurrkuð út. Að þessir vel launuðu menn hafi aldrei verið á götum úti og út úr skápnum þegar það var erfitt er ekki talað um. Þeir kynna vesturlönd sem siðmenntaðar þjóðir vegna þess að flestar vestrænar þjóðir hafa samkynhneigð hjónabönd og vegna þess að það er forgangsverkefni þessara samkynhneigðra karlmanna. Þetta er í þeirra huga frágengið og leyst vandamál sem sannar yfirburði og framfarir Vesturlandanna gegn öðrum löndum. Það af leiðandi og án frekari ígrundunar er öðrum þjóðum stillt up sem afturhaldssömum og ósiðmenntuðum. Einstök leið þessara þjóða í gegnum sína eigin sögu er ekki skoðuð og þar af leiðandi ómerkileg og óviðeigandi. Að það séu samkynhneigðir karlmenn í hverjum þeirra sem geti talað tungumál landsins og vinna að framgangi samkynhneigðra þar er aðeins fjallað um ef hægt er að nota það til að réttlæta afskipti. Það er aldrei talað um það, að lifa í ofbeldi eða stríði gerir mannréttindabaráttu erfiða. Fyrri afskipti eins og Írak, þar sem réttindi samkynhneigðra færðust aftur eftir vestræna íhlutun er aldrei fjallað um. Það gæti fengið hlustendur til að velta því fyrir sér hvort afskiptin hafi raunverulega snúist um mannréttindi. Þess í stað, í formi menningarlegs og ýkts þjóðernisstolts, ef lagareglur þeirra endurspegla ekki form Bandaríkjanna, eru öll utanaðkomandi afskipti máluð sem góð. Alvöru sagnfræðileg rannsókn sýnir að á síðustu öld hefur Bretland og nú Ameríka skapað heimsveldi arðráns, stolið auðlindum heimsins til að draga þau in í kjarna heimsveldisins, þar á meðal verkamenn annarra þjóðanna. Til að viðhalda þessu heimsveldi þarf alþjóðlegt net herstöðva og hafna ásamt gríðarlegum fjárhæðum sem hellt er í vopnaframleiðslu og sölu. Bandaríkin eru stærsti framleiðandi og seljandi vopna í heiminum og nota nú regnboga til að mála glanslit á sprengjur sínar sem eru nú markaðssettar sem frelsandi í stað eyðingarverkfæra. Rétt þegar heimurinn var farinn að þreytast á eyðileggingu Kóreu, síðan Víetnam, síðan Íraks, síðan Afganistan, komu samkynhneigðir karlarnir til að bæta meira lífi í orðstír Bandaríkjanna sem afl hins góða í heiminum. Samkynhneigðir karlmenn á Vesturlöndum sem kjósa að nýta sérstöðu okkar í samfélaginu til persónulegra framfara í starfi eru sjúkir. Það vinnur gegn langtímaöryggi samkynhneigðra karlmanna, bindur auðkenni okkar við alþjóðlega hryðjuverkaherferð Bandaríkjanna og þurrkar út alla merkingu úr hópavitund okkar. Það er siðlaust að tala fyrir auknu fé sem varið er í bandalög Bandaríkjanna eins og NATO. Þessir menn biðja ekki um meiri pening fyrir hádegismat í skólanum, eða öðrum grotnandi innviðum þjóða okkar, heldur mælast þeir þess í stað að fjármunum sé sóað í stríð og hernaðarævintýri. Þeir eru ekki bræður mínir. Höfundur er tvöfaldur ríkisborgari Bandaríkjanna og Íslands og stoltur samkynhneigður. Frekari lestur: https://solidarity-us.org/rainbowsandweddings/ https://nataliekouritowe.files.wordpress.com/2021/12/nomorepotlucks-trending-homonationalism-e28093-natalie-kouri-towe-2012.pdf
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar