Kynfærin skorin af konum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. mars 2024 07:31 Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018. Markmiðið hefur verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Verkefnin eru okkur Íslendingum ekki ókunn. Ísland hefur einnig stutt við verkefni sem miðar að því að bæta lífskjör kvenna sem glíma við fæðingarfistil (e. obstetric fistula). Nú er unnið að því að útvíkka samstarfið við Síerra Leóne, en landið þykir henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og er nú í sæti 182 af 189 ríkjum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index). Þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru því ærin. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið limlestar á kynfærum, flestar á barnsaldri. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Þetta er gríðarlega alvarlegt ofbeldi og mannréttindabrot gagnvart konum. Ég átti í vikunni samtal á Alþingi við utanríkisráðherra um þessar alvarlegu stöðu. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um það hvort og þá hvernig íslensk stjórnvöld hygðust beita sér fyrir útrýmingu á þessu skelfilega ofbeldi þegar við aukum samstarfið við Síerra Leóne. Utanríkisráðherra kvað íslensk stjórnvöld hafa látið sig málið varða um árabil, bæði í almennu málsvarastarfi á alþjóðlegum vettvangi og sömuleiðis með stuðningi við einstök verkefni. Mikil tregða stjórnvalda í Síerra Leóne við að uppræta kynfæralimlestingu kvenna væri þó mikil hindrun. Ráðherrann upplýsti um að íslensk stjórnvöld hefðu engu að síður mótmælt ofbeldinu við þarlend stjórnvöld og að leiða væri leitað fyrir aukið framlag Íslands til baráttunnar gegn kynfæralimlestingu stúlkna og kvenna í Síerra Leóne. Unnið væri að undirbúningi sérstaks samstarfsverkefnis sem snýr að þessari baráttu. Það er jákvætt að heyra af málsvarastarfi íslenskra stjórnvalda í Síerra Leóne og fyrirhuguðum verkefnum gegn kynfæralimlestingu. Ég hvatti ráðherrann til að leita allra leiða til að koma mótmælum á framfæri við þarlend stjórnvöld, þrátt fyrir andstöðu, og að leggja sérstaka áherslu á þetta brýna baráttumál. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Jafnréttismál Síerra Leóne Kynferðisofbeldi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018. Markmiðið hefur verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Verkefnin eru okkur Íslendingum ekki ókunn. Ísland hefur einnig stutt við verkefni sem miðar að því að bæta lífskjör kvenna sem glíma við fæðingarfistil (e. obstetric fistula). Nú er unnið að því að útvíkka samstarfið við Síerra Leóne, en landið þykir henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og er nú í sæti 182 af 189 ríkjum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index). Þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru því ærin. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið limlestar á kynfærum, flestar á barnsaldri. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Þetta er gríðarlega alvarlegt ofbeldi og mannréttindabrot gagnvart konum. Ég átti í vikunni samtal á Alþingi við utanríkisráðherra um þessar alvarlegu stöðu. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um það hvort og þá hvernig íslensk stjórnvöld hygðust beita sér fyrir útrýmingu á þessu skelfilega ofbeldi þegar við aukum samstarfið við Síerra Leóne. Utanríkisráðherra kvað íslensk stjórnvöld hafa látið sig málið varða um árabil, bæði í almennu málsvarastarfi á alþjóðlegum vettvangi og sömuleiðis með stuðningi við einstök verkefni. Mikil tregða stjórnvalda í Síerra Leóne við að uppræta kynfæralimlestingu kvenna væri þó mikil hindrun. Ráðherrann upplýsti um að íslensk stjórnvöld hefðu engu að síður mótmælt ofbeldinu við þarlend stjórnvöld og að leiða væri leitað fyrir aukið framlag Íslands til baráttunnar gegn kynfæralimlestingu stúlkna og kvenna í Síerra Leóne. Unnið væri að undirbúningi sérstaks samstarfsverkefnis sem snýr að þessari baráttu. Það er jákvætt að heyra af málsvarastarfi íslenskra stjórnvalda í Síerra Leóne og fyrirhuguðum verkefnum gegn kynfæralimlestingu. Ég hvatti ráðherrann til að leita allra leiða til að koma mótmælum á framfæri við þarlend stjórnvöld, þrátt fyrir andstöðu, og að leggja sérstaka áherslu á þetta brýna baráttumál. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun