Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Sigmar Guðmundsson skrifar 20. mars 2024 11:30 Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. Eitt helsta atriði skýrslunnar er að ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. „Heilbrigðisráðuneytið þarf að taka skýra forystu í málaflokknum.“ Að þetta sé staðan er beinlínis grátlegt. Skoðum hvað þetta þýðir. Það eru um 2700 manns sem biðja um pláss á Vogi á hverju ári. Stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði, til dæmis á Landspítala. Það létust um 30 vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk. Tugir til viðbótar létust úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Varlega áætlað er tala látinna yfir 100 á ári. Það þurfa þúsundir einstaklinga að leita á náðir heilbrigðiskerfisins á hverju ári með banvænan sjúkdóm, en samt ríkir algert forystuleysi í málaflokknum. „Engin viðmælenda Ríkisendurskoðunar gat bent á hvar forysta í málaflokknum lægi.“ Þetta segir okkur að þótt heilbrigðisyfirvöld gangist við því að fíknivandi sé sjúkdómur, þá skortir yfirgengilega mikið upp á að vandanum sé sinnt með mannsæmandi hætti. Stjórnvöld hafa ekki einu sinni yfirsýn yfir verkefnin sem þarf að sinna vegna alvarlega veiks fólks sem á skýlausan rétt á heilbrigðisþjónustu en fær hana ekki. Það hefur verið vitað í fjölmörg ár að meðferðarpláss á Íslandi eru allt of fá. Það skortir endurhæfingu. Það skortir bráðaþjónustu. Það er skortur á fjármagni. Skortur á skaðaminnkun. Alvarlegastur er samt áratuga skortur á ráðamönnum sem raunverulega skynja og skilja hvað vandinn er hrikalega stór og víðtækur. Hringir það í alvöru engum bjöllum að nokkur þúsund manns með banvænan sjúkdóm biðja um aðstoð á hverju ári? Mun fleiri en greinast með krabbamein árlega. Það er fleira sem kemur fram í úttektinni. „Heilbrigðisráðuneyti hefur ekki metið fjárþörf vegna ópíóíðavanda auk þess sem þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu vegna vímuefnavanda hefur ekki verið kortlögð með heildstæðum hætti.“ Þetta er sorglegt að lesa því ópíóðavandinn hefur verið staðreynd í íslensku samfélagi í áratugi og neyslan er að aukast mikið. Samt hafa yfirvöld ekki drattast til að kortleggja hversu mikla þjónustu þurfi að veita eða hverskonar þjónustu. Hvað þá að menn hafi lagst yfir hvað hún geti kostað. Málaflokkurinn danglar bara einhvern veginn áfram á sjálfstýringu og heilbrigðisyfirvöld reiða sig á að grasrótar og félagasamtök dragi vagninn. Svona hefur þetta verið í áratugi. Augljósasta dæmið um þetta er sú dapra staðreynd að ríkið niðurgreiðir lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar hjá SÁÁ fyrir 90 manns á ári. Það er óbreytt frá árinu 2014 á meðan vandinn vex og vex. Þetta er meðferð við hættulegustu neyslunni. Í fyrra fengu hins vegar 358 einstaklingar þessa meðferð hjá SÁÁ. Þetta þýðir að íslenska ríkið borgar þessa lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu fyrir einn af hverjum fjórum sem meðferðina þiggja. 268 sjúklingar fá þessa sjálfsögðu heilbrigðisþjónustu eingöngu vegna þess að fjöldi fólks nennir að selja álfinn í Kringlunni og Smáralind, en ekki vegna þess að ríkið tryggi hana. Stjórnarskrárbundin réttur til heilbrigðisþjónustu á ekki að ráðast af því hversu dugleg félagasamtök eru að selja fígúrur í verslunarmiðstöðvum eða biðja um fé frá fyrirtækjum. Myndum við sætta okkur við að sjúklingur kæmist ekki í hjartaaðgerð eða að krabbameinssjúkur fengi ekki lyf vegna þess að einhver álfasala í Glæsibæ gekk ekki nógu vel? Auðvitað ekki, þetta er bara della og þvæla og við eigum ekki að sætta okkur við þetta lengur. Það kostar um 100 milljónir að borga þessa meðferð að fullu fyrir alla og ég hef lagt fram þingmál sem á að tryggja að það verði gert. Vonandi verður það samþykkt. Það kemur líka fram í úttektinni að hópur fólks fær ekki þjónustu við hæfi í þeim úrræðum sem til eru og einnig að það sárvanti bráðaþjónustu fyrir fíknisjúka. Þetta er mjög mikilvægt atriði sem lengi hefur verið talað um en lítið þokast áfram. Það vantar líka reglugerð og klínískar leiðbeiningar um ópíóðameðferðina og allt þetta er ekki tæmandi upptalning á því sem Ríkisendurskoðun nefnir. Staðan er einfaldlega grafalvarleg og við þurfum að gera miklu betur. Vonandi ýtir þessi skýrsla við stjórnvöldum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. Eitt helsta atriði skýrslunnar er að ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. „Heilbrigðisráðuneytið þarf að taka skýra forystu í málaflokknum.“ Að þetta sé staðan er beinlínis grátlegt. Skoðum hvað þetta þýðir. Það eru um 2700 manns sem biðja um pláss á Vogi á hverju ári. Stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði, til dæmis á Landspítala. Það létust um 30 vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk. Tugir til viðbótar létust úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Varlega áætlað er tala látinna yfir 100 á ári. Það þurfa þúsundir einstaklinga að leita á náðir heilbrigðiskerfisins á hverju ári með banvænan sjúkdóm, en samt ríkir algert forystuleysi í málaflokknum. „Engin viðmælenda Ríkisendurskoðunar gat bent á hvar forysta í málaflokknum lægi.“ Þetta segir okkur að þótt heilbrigðisyfirvöld gangist við því að fíknivandi sé sjúkdómur, þá skortir yfirgengilega mikið upp á að vandanum sé sinnt með mannsæmandi hætti. Stjórnvöld hafa ekki einu sinni yfirsýn yfir verkefnin sem þarf að sinna vegna alvarlega veiks fólks sem á skýlausan rétt á heilbrigðisþjónustu en fær hana ekki. Það hefur verið vitað í fjölmörg ár að meðferðarpláss á Íslandi eru allt of fá. Það skortir endurhæfingu. Það skortir bráðaþjónustu. Það er skortur á fjármagni. Skortur á skaðaminnkun. Alvarlegastur er samt áratuga skortur á ráðamönnum sem raunverulega skynja og skilja hvað vandinn er hrikalega stór og víðtækur. Hringir það í alvöru engum bjöllum að nokkur þúsund manns með banvænan sjúkdóm biðja um aðstoð á hverju ári? Mun fleiri en greinast með krabbamein árlega. Það er fleira sem kemur fram í úttektinni. „Heilbrigðisráðuneyti hefur ekki metið fjárþörf vegna ópíóíðavanda auk þess sem þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu vegna vímuefnavanda hefur ekki verið kortlögð með heildstæðum hætti.“ Þetta er sorglegt að lesa því ópíóðavandinn hefur verið staðreynd í íslensku samfélagi í áratugi og neyslan er að aukast mikið. Samt hafa yfirvöld ekki drattast til að kortleggja hversu mikla þjónustu þurfi að veita eða hverskonar þjónustu. Hvað þá að menn hafi lagst yfir hvað hún geti kostað. Málaflokkurinn danglar bara einhvern veginn áfram á sjálfstýringu og heilbrigðisyfirvöld reiða sig á að grasrótar og félagasamtök dragi vagninn. Svona hefur þetta verið í áratugi. Augljósasta dæmið um þetta er sú dapra staðreynd að ríkið niðurgreiðir lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar hjá SÁÁ fyrir 90 manns á ári. Það er óbreytt frá árinu 2014 á meðan vandinn vex og vex. Þetta er meðferð við hættulegustu neyslunni. Í fyrra fengu hins vegar 358 einstaklingar þessa meðferð hjá SÁÁ. Þetta þýðir að íslenska ríkið borgar þessa lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu fyrir einn af hverjum fjórum sem meðferðina þiggja. 268 sjúklingar fá þessa sjálfsögðu heilbrigðisþjónustu eingöngu vegna þess að fjöldi fólks nennir að selja álfinn í Kringlunni og Smáralind, en ekki vegna þess að ríkið tryggi hana. Stjórnarskrárbundin réttur til heilbrigðisþjónustu á ekki að ráðast af því hversu dugleg félagasamtök eru að selja fígúrur í verslunarmiðstöðvum eða biðja um fé frá fyrirtækjum. Myndum við sætta okkur við að sjúklingur kæmist ekki í hjartaaðgerð eða að krabbameinssjúkur fengi ekki lyf vegna þess að einhver álfasala í Glæsibæ gekk ekki nógu vel? Auðvitað ekki, þetta er bara della og þvæla og við eigum ekki að sætta okkur við þetta lengur. Það kostar um 100 milljónir að borga þessa meðferð að fullu fyrir alla og ég hef lagt fram þingmál sem á að tryggja að það verði gert. Vonandi verður það samþykkt. Það kemur líka fram í úttektinni að hópur fólks fær ekki þjónustu við hæfi í þeim úrræðum sem til eru og einnig að það sárvanti bráðaþjónustu fyrir fíknisjúka. Þetta er mjög mikilvægt atriði sem lengi hefur verið talað um en lítið þokast áfram. Það vantar líka reglugerð og klínískar leiðbeiningar um ópíóðameðferðina og allt þetta er ekki tæmandi upptalning á því sem Ríkisendurskoðun nefnir. Staðan er einfaldlega grafalvarleg og við þurfum að gera miklu betur. Vonandi ýtir þessi skýrsla við stjórnvöldum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar