Eflum fjármálalæsi barna og ungmenna Bryndís Lára Halldórsdóttir skrifar 19. mars 2024 12:31 Nú þegar dregur úr notkun reiðufjár til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu er eðlilegt að erfiðara verði að skilja og ná utan um virði peninga og að fjármálalæsi minnki. Frammi fyrir þessari áskorun stöndum við með börnunum okkar. Í grunninn snýst fjármálalæsi um að átta sig á að við þénum ákveðið mikið, notum hluta af því og getum lagt það sem eftir er fyrir og hvernig við höfum stjórn á þessu ferli. Með því að fólk notar reiðufé í minna mæli minnkar tilfinningin fyrir því hvað vara eða þjónusta kostar. Við viljum kenna börnunum okkar að fara með peninga, skilja muninn á því sem þau þarfnast og því sem þau langar í, hvernig þau geta sparað og hvernig þau geta notað sparnaðinn. Það geta verið smærri markmið á borð við að safna fyrir fötum, tækjum eða ferðalagi, eða langtímamarkmið eins og að safna fyrir fasteign eða að prófa sig áfram með fjárfestingar, t.a.m. að stofna sparnað í sjóðum eða til að hjálpa öðrum. Við viljum kenna þeim að taka ábyrgð og að skilja að þegar þau hafa klárað peninginn þá sé hann búinn og að vinna þurfi sér inn meiri peninga. Að mínu mati er besta leiðin til að læra á peninga að fá frá unga aldri að prófa sig áfram með stuðningi foreldra eða forráðamanna. Vikupeningur og vasapeningar Ein leið til að ýta undir fjármálalæsi barna okkar er að gefa þeim vikupeninga sem er peningur sem á að duga þeim á umsömdu tímabili. Upphæð og tími eru háð aldri og þroska barns. Svo má nýta tækifærið til að útskýra að ef eitthvað er eftir í lok tímabilsins þá geti þau lagt þá upphæð til hliðar á sparnaðarreikning og safnað sér fyrir einhverju stærra, eins og leik Playstation eða jafnvel sett sér það að markmiði fyrir fram að eiga afgang til þess að leggja fyrir. Með tíð og tíma er markmiðið að barnið læri að forgangsraða og ákveða hvernig það nýtir fjármuni. Önnur leið er að setja börnum einföld verkefni sem samræmast aldri og þroska í skiptum fyrir vasapeninga. Sniðugt getur verið að ákveðin verkefni heimilisins, t.d. að ganga frá eftir matartíma eða fara út með ruslið séu verkefni sem allir sinni, meðan sé hægt að fá auka vasapening fyrir að sinna öðrum verkefnum, eins og að fara út að ganga með hundinn, taka til í herberginu sínu eða ryksuga. Markmiðið er þá að börnin læri að vinna sér inn peninga og nota á ábyrgan hátt. Munurinn á að vanta og langa Eitt það fyrsta sem við getum kennt börnunum okkar er munurinn á því að langa í eitthvað og að þurfa á einhverju að halda og að forgangsraða því sem okkur vantar í raun. Þarfir okkar eru nokkuð stöðugar sama hvaða æviskeiði við erum á, en langanir breytast meira með árunum. Börn líta upp til foreldra sinna svo þetta er líka kjörið tækifæri til að sýna gott fordæmi. Útskýrum fyrir þeim að við séum að safna okkur fyrir einhverju og látum þau vita þegar markmiðinu er náð. Einnig er hægt að leika sér með þetta og fara með þeim um heimilið og velta vöngum yfir hvað það sé sem fjölskylda þarf á að halda og hvað séu þægindi eða skemmtilegt að eiga. Svo þegar börnin okkar tala um að þau langi í eitthvað nýtt er líka tilvalið að fara yfir það með þeim hvort þau langi í nýjan hlut eða þurfi á honum að halda og aðstoða þau við að taka ákvörðun út frá því. Með því að kenna börnunum okkar að skilja virði og fara með peninga strax í æsku eflum við þau til framtíðar og ýtum undir að þau verði vel í stakk búin til að taka stærri og viðameiri fjárhagsákvarðanir þegar fram líða stundir. Höfundur er vörueigandi fyrir unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar dregur úr notkun reiðufjár til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu er eðlilegt að erfiðara verði að skilja og ná utan um virði peninga og að fjármálalæsi minnki. Frammi fyrir þessari áskorun stöndum við með börnunum okkar. Í grunninn snýst fjármálalæsi um að átta sig á að við þénum ákveðið mikið, notum hluta af því og getum lagt það sem eftir er fyrir og hvernig við höfum stjórn á þessu ferli. Með því að fólk notar reiðufé í minna mæli minnkar tilfinningin fyrir því hvað vara eða þjónusta kostar. Við viljum kenna börnunum okkar að fara með peninga, skilja muninn á því sem þau þarfnast og því sem þau langar í, hvernig þau geta sparað og hvernig þau geta notað sparnaðinn. Það geta verið smærri markmið á borð við að safna fyrir fötum, tækjum eða ferðalagi, eða langtímamarkmið eins og að safna fyrir fasteign eða að prófa sig áfram með fjárfestingar, t.a.m. að stofna sparnað í sjóðum eða til að hjálpa öðrum. Við viljum kenna þeim að taka ábyrgð og að skilja að þegar þau hafa klárað peninginn þá sé hann búinn og að vinna þurfi sér inn meiri peninga. Að mínu mati er besta leiðin til að læra á peninga að fá frá unga aldri að prófa sig áfram með stuðningi foreldra eða forráðamanna. Vikupeningur og vasapeningar Ein leið til að ýta undir fjármálalæsi barna okkar er að gefa þeim vikupeninga sem er peningur sem á að duga þeim á umsömdu tímabili. Upphæð og tími eru háð aldri og þroska barns. Svo má nýta tækifærið til að útskýra að ef eitthvað er eftir í lok tímabilsins þá geti þau lagt þá upphæð til hliðar á sparnaðarreikning og safnað sér fyrir einhverju stærra, eins og leik Playstation eða jafnvel sett sér það að markmiði fyrir fram að eiga afgang til þess að leggja fyrir. Með tíð og tíma er markmiðið að barnið læri að forgangsraða og ákveða hvernig það nýtir fjármuni. Önnur leið er að setja börnum einföld verkefni sem samræmast aldri og þroska í skiptum fyrir vasapeninga. Sniðugt getur verið að ákveðin verkefni heimilisins, t.d. að ganga frá eftir matartíma eða fara út með ruslið séu verkefni sem allir sinni, meðan sé hægt að fá auka vasapening fyrir að sinna öðrum verkefnum, eins og að fara út að ganga með hundinn, taka til í herberginu sínu eða ryksuga. Markmiðið er þá að börnin læri að vinna sér inn peninga og nota á ábyrgan hátt. Munurinn á að vanta og langa Eitt það fyrsta sem við getum kennt börnunum okkar er munurinn á því að langa í eitthvað og að þurfa á einhverju að halda og að forgangsraða því sem okkur vantar í raun. Þarfir okkar eru nokkuð stöðugar sama hvaða æviskeiði við erum á, en langanir breytast meira með árunum. Börn líta upp til foreldra sinna svo þetta er líka kjörið tækifæri til að sýna gott fordæmi. Útskýrum fyrir þeim að við séum að safna okkur fyrir einhverju og látum þau vita þegar markmiðinu er náð. Einnig er hægt að leika sér með þetta og fara með þeim um heimilið og velta vöngum yfir hvað það sé sem fjölskylda þarf á að halda og hvað séu þægindi eða skemmtilegt að eiga. Svo þegar börnin okkar tala um að þau langi í eitthvað nýtt er líka tilvalið að fara yfir það með þeim hvort þau langi í nýjan hlut eða þurfi á honum að halda og aðstoða þau við að taka ákvörðun út frá því. Með því að kenna börnunum okkar að skilja virði og fara með peninga strax í æsku eflum við þau til framtíðar og ýtum undir að þau verði vel í stakk búin til að taka stærri og viðameiri fjárhagsákvarðanir þegar fram líða stundir. Höfundur er vörueigandi fyrir unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun