Vannýtt tækifæri Kristín Fríða Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2024 08:00 Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum. Háskólinn getur haft gríðarleg áhrif út á við með sín tengsl við fjölmarga kima samfélagsins og er auk þess ein af fjölmennustu stofnunum landsins. Skólann sækja tæplega fjórtán þúsund stúdentar og þar starfa um tvö þúsund manns. Því er gríðarlega stórt sóknarfæri til að móta háskólaumhverfið þannig að stærri hópur fólks geti nýtt sér vistvænni samgöngumáta. Í sjálfbærniskýrslu HÍ 2022 er lögð áhersla á mikilvægi þess að sett séu metnaðarfull markmið og tímaáætlun í samgöngumálum sem auðveldar starfsfólki og nemendum að nota vistvæna samgöngumáta og innleiða hvata til að draga úr bílferðum. Þrátt fyrir þessa viðleitni kastaði háskólinn frá sér einstaklega góðu tækifæri til þess að skapa jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta sér almenningssamgöngur þegar horfið var frá áformum um U-passa. U-passi að erlendri fyrirmynd er í grunninn ódýrt samgöngukort ætlað stúdentum og veitir aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum sem og öðrum vistvænum ferðamátum á borð við deilibíla og rafskútur. Ýmsar útfærslur af slíkum pössum bjóðast til að mynda stúdentum víða í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku og Noregi. Röskva hefur lengi barist fyrir því að teknir séu upp slíkir passar hér á landi og fulltrúar Röskvu hafa sótt málið hart á fjölda funda með háskólayfirvöldum, fulltrúum strætó og fleiri hagaðilum. Sigurinn virtist í höfn þegar rektor gaf fulltrúum Röskvu munnlegt loforð í mars í fyrra um að U-passi yrði tekinn upp áður en gjaldtaka hæfist á bílastæðum við skólann. Á háskólaþingi síðastliðinn janúar var útfærsla á U-passanum síðan kynnt, sem fæli í sér aðgang að Strætó fyrir 30.000 krónur á ári. Þrátt fyrir að sú útfærsla gangi ekki nógu langt, hefði hún þó verið skref í rétta átt. Því miður var fallið var frá þeim áformum vegna kostnaðar. Röskva telur ekki síður mikilvægt að komið sé til móts við þá hópa sem hafa hvorki aðgengi né gagn af þess lags almenningssamgöngum, svo sem fólk með hreyfihömlun og fólk á landsbyggðinni. Réttlát umskipti (e. just transition) þegar kemur að samgöngu- og umhverfismálum skipta höfuðmáli og það er lykilatriði að staðið sé rétt að stórtækum breytingum svo að þær hafi ekki hlutfallslega óhófleg áhrif á ákveðna hópa. Það að háskólinn hafi ekki fjárhagslega burði til að standa straum af kostnaði við verkefnið er afleiðing sinnuleysis stjórnvalda þegar kemur að fjármögnun skólans. Staðan er þó sú að umferðarþungi í Vatnsmýrinni verður hreinlega of mikill á næstu árum þegar nýr Landspítali verður tekinn í notkun og menntavísindasvið færir starfsemi sína í Vatnsmýrina samhlið frekari uppbyggingu á svæðinu. Ljóst er að ekki er hægt að fresta mótvægisaðgerðum frekar, þar sem umferðarþungi mun bara koma til með að aukast og lausum bílastæðum mun bara halda áfram að fækka. Röskva mun halda áfram að berjast fyrir bættu aðgengi stúdenta að fjölbreyttum samgöngum til að tryggja aðgengi, og þar með jafnrétti allra til náms. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Umhverfismál Samgöngur Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum. Háskólinn getur haft gríðarleg áhrif út á við með sín tengsl við fjölmarga kima samfélagsins og er auk þess ein af fjölmennustu stofnunum landsins. Skólann sækja tæplega fjórtán þúsund stúdentar og þar starfa um tvö þúsund manns. Því er gríðarlega stórt sóknarfæri til að móta háskólaumhverfið þannig að stærri hópur fólks geti nýtt sér vistvænni samgöngumáta. Í sjálfbærniskýrslu HÍ 2022 er lögð áhersla á mikilvægi þess að sett séu metnaðarfull markmið og tímaáætlun í samgöngumálum sem auðveldar starfsfólki og nemendum að nota vistvæna samgöngumáta og innleiða hvata til að draga úr bílferðum. Þrátt fyrir þessa viðleitni kastaði háskólinn frá sér einstaklega góðu tækifæri til þess að skapa jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta sér almenningssamgöngur þegar horfið var frá áformum um U-passa. U-passi að erlendri fyrirmynd er í grunninn ódýrt samgöngukort ætlað stúdentum og veitir aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum sem og öðrum vistvænum ferðamátum á borð við deilibíla og rafskútur. Ýmsar útfærslur af slíkum pössum bjóðast til að mynda stúdentum víða í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku og Noregi. Röskva hefur lengi barist fyrir því að teknir séu upp slíkir passar hér á landi og fulltrúar Röskvu hafa sótt málið hart á fjölda funda með háskólayfirvöldum, fulltrúum strætó og fleiri hagaðilum. Sigurinn virtist í höfn þegar rektor gaf fulltrúum Röskvu munnlegt loforð í mars í fyrra um að U-passi yrði tekinn upp áður en gjaldtaka hæfist á bílastæðum við skólann. Á háskólaþingi síðastliðinn janúar var útfærsla á U-passanum síðan kynnt, sem fæli í sér aðgang að Strætó fyrir 30.000 krónur á ári. Þrátt fyrir að sú útfærsla gangi ekki nógu langt, hefði hún þó verið skref í rétta átt. Því miður var fallið var frá þeim áformum vegna kostnaðar. Röskva telur ekki síður mikilvægt að komið sé til móts við þá hópa sem hafa hvorki aðgengi né gagn af þess lags almenningssamgöngum, svo sem fólk með hreyfihömlun og fólk á landsbyggðinni. Réttlát umskipti (e. just transition) þegar kemur að samgöngu- og umhverfismálum skipta höfuðmáli og það er lykilatriði að staðið sé rétt að stórtækum breytingum svo að þær hafi ekki hlutfallslega óhófleg áhrif á ákveðna hópa. Það að háskólinn hafi ekki fjárhagslega burði til að standa straum af kostnaði við verkefnið er afleiðing sinnuleysis stjórnvalda þegar kemur að fjármögnun skólans. Staðan er þó sú að umferðarþungi í Vatnsmýrinni verður hreinlega of mikill á næstu árum þegar nýr Landspítali verður tekinn í notkun og menntavísindasvið færir starfsemi sína í Vatnsmýrina samhlið frekari uppbyggingu á svæðinu. Ljóst er að ekki er hægt að fresta mótvægisaðgerðum frekar, þar sem umferðarþungi mun bara koma til með að aukast og lausum bílastæðum mun bara halda áfram að fækka. Röskva mun halda áfram að berjast fyrir bættu aðgengi stúdenta að fjölbreyttum samgöngum til að tryggja aðgengi, og þar með jafnrétti allra til náms. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun