„Nú er allt orðið vel smurt“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2024 13:00 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Gosstöðvarnar við Grindavík eru orðnar „vel smurðar“ og útskýrir það að miklu leyti hve lítill fyrirvarinn að eldgosinu í gærkvöldi var. Útlit sé fyrir að eldgosið klárist þegar líður að kvöldi en líklega tekur þá aftur við bið eftir næsta eldgosi. Þetta er meðal þess sem Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Þar fór Ármann yfir stöðuna í eldgosinu og sagði hann meðal annars að virknin væri nú mest í suðurhluta sprungunnar, en einn smærri gígur væri virkur nyrst í henni. „Það hefur dregið svakalega úr gosinu frá því í byrjun,“ sagði Ármann. Um það hve lítill fyrirvarinn var að gosinu segir sagði Ármann að nú væri eldstöðin orðin „vel smurð“ og fólk þyrfti að hafa varann á. Sprungan væri heit og það valdi því að minni læti fylgja því þegar kvikan fer af stað. „Kosturinn er sá að þetta kemur upp í óbyggðum, þó hraunið streymi niður, þá gefur það fólki viðbragðstíma,“ sagði Ármann. „Sem betur fer var hluti garðanna kominn upp suðurfrá.“ Hann sagði að að svo stöddu væri útlit fyrir litla ógn, aðra þá en að hraunið fari yfir Suðurstrandaveg. Gosinu gæti lokið í kvöld Ármann sagði að miðað við þróunina hingað til sé mikið dregið úr krafti eldgossins og ekki sé ástæða til að ætla annað en að eldgosið gæti klárast með kvöldinu. Þá taki mögulega við bið eftir næsta gosi. „Þá hlöðum við aftur byssuna.“ Ármann segir vísbendingar um að byrjað sé að hægja á kvikuflæðinu undir Svartsengi. Þess vegna hafi vísindamenn sagt mögulegt að þessum tilteknu jarðhræringum gæti lokið með haustinu. Hann sagði þó að það þýddi ekki að ástandinu á Reykjanesi yrði lokið. Þess í stað væri talið að jarðhræringarnar færðu sig til vesturs, mögulega að Eldvörpum. „Þar er miklu meira pláss, það er minna stress þar, það er flatara land. Þar er hætt við að gosin geti staðið lengur en þau eru ekki að byggja á þessum litla kvikugeymi sem er undir Svartsengi, og ef kvikan fer að ná beint upp dýpra af, geta gosin staðið lengur, eins og við vorum að sjá í Fagradalsfjalli.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. 17. mars 2024 12:41 Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. 17. mars 2024 12:27 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Vaktin: Klórgufur og sprengingar nái hraunið út í sjó Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. 17. mars 2024 06:58 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Þar fór Ármann yfir stöðuna í eldgosinu og sagði hann meðal annars að virknin væri nú mest í suðurhluta sprungunnar, en einn smærri gígur væri virkur nyrst í henni. „Það hefur dregið svakalega úr gosinu frá því í byrjun,“ sagði Ármann. Um það hve lítill fyrirvarinn var að gosinu segir sagði Ármann að nú væri eldstöðin orðin „vel smurð“ og fólk þyrfti að hafa varann á. Sprungan væri heit og það valdi því að minni læti fylgja því þegar kvikan fer af stað. „Kosturinn er sá að þetta kemur upp í óbyggðum, þó hraunið streymi niður, þá gefur það fólki viðbragðstíma,“ sagði Ármann. „Sem betur fer var hluti garðanna kominn upp suðurfrá.“ Hann sagði að að svo stöddu væri útlit fyrir litla ógn, aðra þá en að hraunið fari yfir Suðurstrandaveg. Gosinu gæti lokið í kvöld Ármann sagði að miðað við þróunina hingað til sé mikið dregið úr krafti eldgossins og ekki sé ástæða til að ætla annað en að eldgosið gæti klárast með kvöldinu. Þá taki mögulega við bið eftir næsta gosi. „Þá hlöðum við aftur byssuna.“ Ármann segir vísbendingar um að byrjað sé að hægja á kvikuflæðinu undir Svartsengi. Þess vegna hafi vísindamenn sagt mögulegt að þessum tilteknu jarðhræringum gæti lokið með haustinu. Hann sagði þó að það þýddi ekki að ástandinu á Reykjanesi yrði lokið. Þess í stað væri talið að jarðhræringarnar færðu sig til vesturs, mögulega að Eldvörpum. „Þar er miklu meira pláss, það er minna stress þar, það er flatara land. Þar er hætt við að gosin geti staðið lengur en þau eru ekki að byggja á þessum litla kvikugeymi sem er undir Svartsengi, og ef kvikan fer að ná beint upp dýpra af, geta gosin staðið lengur, eins og við vorum að sjá í Fagradalsfjalli.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. 17. mars 2024 12:41 Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. 17. mars 2024 12:27 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Vaktin: Klórgufur og sprengingar nái hraunið út í sjó Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. 17. mars 2024 06:58 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. 17. mars 2024 12:41
Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. 17. mars 2024 12:27
„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02
„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02
Vaktin: Klórgufur og sprengingar nái hraunið út í sjó Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. 17. mars 2024 06:58