Virði lýðræðis Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 17. mars 2024 09:00 Hver á embætti forseta Íslands? Þjóðin. Hver getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands? Allir Íslendingar (einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt) sem náð hafa 35 ára aldri. Þetta er eina sjálfstæða, frjálsa og óháða embættið sem þjóðin á sameiginlega. Umræða hefur skapast um frekari takmarkanir á aðgengi þjóðarinnar til eigins embættis. Nú þarf að lágmarki 1500 meðmæli (að hámarki 3000) sem dreifast um landið til að komast að sem frambjóðandi. Núverandi forsætisráðherra vill auka meðmælendafjölda í yfir 12000, eða um 5% þjóðarinnar hverju sinni. Þessu er ég hróplega ósammála og skal ég útskýra mína afstöðu hér kýrskírt og klárt á einfaldan máta. Ég er sjálfstæð, frjáls og óháð í mínu framboði til forseta. Ég kem fyrir þjóðina - ekki sjálfa mig, ekki valdið og ekki metorð. Pólitíkin sér um sína. Frambjóðandi sem á pólitíkina sem vinkonu mætir seint til framboðs, með vel smurða og taktfasta maskínu með þétt tengslanet. Það er þekkt aðferð. Frambjóðandi sem kemur úr opinbera geiranum gerir svipað. Viðkomandi er okkur þekkt/ur í gegnum vel unnin störf í okkar þágu og hefur fengið kynningu á andliti sínu og nafni í gegnum sín góðu störf, en kynningin er greidd af þjóðinni, því við höldum opinbera kerfinu gangandi í gegnum skattkerfið. Þessi einstaklingur á líka gott og haldbært tengslanet í gegnum sitt starf, sem þjóðin greiðir fyrir. Ég er sjálfstæður atvinnurekandi, óflokksbundin og er að sækja umboð mitt til þjóðarinnar í okkar eina sameiginlega sjálfstæða, frjálsa og óháða embætti. Ég hef undirbúið mig í 2 ár fyrir þessa vegferð, enda framkvæmi ég hluti vel og ígrundað. Ég á ekki maskínu né risavaxið tengslanet. Ég þarf að kynna mig og sækja mín meðmæli með því að mæta beint til fólksins. Núna er ég á hringferð í kringum landið að spjalla við þjóðina, heyra hvað okkur finnst um stöðu Íslands, fyrir hvað við stöndum, finna hvernig okkur líður – og eðlilega til að sýna fólki hver og hvernig ég er – og safna að lágmarki 1500 meðmælum. Mér er alls staðar afar vel tekið og fólkið er samhliða að ala upp sinn forseta. Ég er að sinna lýðræðinu með virkri þátttöku fyrir okkar hönd á eigin kostnað. Áttum okkur á því að framboð er ekki gefins vegferð. Mín vegferð er mín fjárfesting í okkar björtu framtíð. Ef ég ætti að safna meðmælum frá 5% þjóðarinnar kæmist ég aldrei að sem frambjóðandi. Það er of bratt fyrir hina venjulegu íslensku frjálsu, sjálfstæðu og óháðu konu. Aukning á meðmælafjölda er hefting á lýðræðið og takmörkun á lýðræðinu mun ég aldrei samþykkja sem forseti og velja fyrir mína þjóð. Á Íslandi eigum við öll rétt á að komast að og ef það er erfitt að velja úr vegna fjölda frambjóðenda eru það lúxusforréttindi því víða í alþjóðaþorpinu er lýðræðið misnotað, illa stundað eða hreinlega ekki fyrir hendi. Betur hugnast mér að leyfa öllum viljugum að komast að og hafa tvær umferðir til kjörs og þrengja þannig frambjóðendahópinn. Enn fremur uni ég því illa að ákvarðanir á takmörkunum á aðgengi að okkar sameiginlega embætti séu teknar af öðrum en þjóðinni sjálfri. Sem forseti mun ég hafa vald fyrir okkar hönd til að leggja fram breytingu á meðmælendafjölda. Það er mér ljúft og skylt að gera og mun framkvæma. En ég mun spyrja þjóðina, ekki Alþingi, því þjóðin á að velja sína eigin leið – óháð og sjálfstæð. Þess ber að geta að allir okkar forsetar hafa verið úr opinbera geiranum og nokkrir úr pólitík samhliða. Ég verð fyrsti sjálfstæði atvinnurekandinn og önnur konan til að þjóna okkur í þessu embætti – en til þess að komast þangað þarf að lyfta mér upp og áfram og yfir um - og byrja á því að mæla með mér. Val er vald og valdið er okkar. Hjálpið mér að standa vörð um okkar embætti og iðkum okkar lýðræðislegu réttindi af öllu afli. Stöndum með okkur sjálfum og munum hver við erum og hvaðan við komum. Annað - fyrst ég er með ykkur á línunni - ég mun aldrei tala annað er beinskeytta kurteisa íslensku við þjóðina eða fyrir okkar hönd því hin stórkostlegu og dýrmætu réttindin sem við eigum og ber að virða og iðka eru frelsi sjálfstæðrar og óheftrar tjáningar. Ráðið sem ég fæ ítrekað frá fólkinu er „vertu þú sjálf“. Ég þakka samtalið og uppeldið. Það sem þið sjáið er það sem þið fáið – og veljið. Val er vald. Höfundur safnar meðmælum til framboðs forseta Íslands 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hver á embætti forseta Íslands? Þjóðin. Hver getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands? Allir Íslendingar (einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt) sem náð hafa 35 ára aldri. Þetta er eina sjálfstæða, frjálsa og óháða embættið sem þjóðin á sameiginlega. Umræða hefur skapast um frekari takmarkanir á aðgengi þjóðarinnar til eigins embættis. Nú þarf að lágmarki 1500 meðmæli (að hámarki 3000) sem dreifast um landið til að komast að sem frambjóðandi. Núverandi forsætisráðherra vill auka meðmælendafjölda í yfir 12000, eða um 5% þjóðarinnar hverju sinni. Þessu er ég hróplega ósammála og skal ég útskýra mína afstöðu hér kýrskírt og klárt á einfaldan máta. Ég er sjálfstæð, frjáls og óháð í mínu framboði til forseta. Ég kem fyrir þjóðina - ekki sjálfa mig, ekki valdið og ekki metorð. Pólitíkin sér um sína. Frambjóðandi sem á pólitíkina sem vinkonu mætir seint til framboðs, með vel smurða og taktfasta maskínu með þétt tengslanet. Það er þekkt aðferð. Frambjóðandi sem kemur úr opinbera geiranum gerir svipað. Viðkomandi er okkur þekkt/ur í gegnum vel unnin störf í okkar þágu og hefur fengið kynningu á andliti sínu og nafni í gegnum sín góðu störf, en kynningin er greidd af þjóðinni, því við höldum opinbera kerfinu gangandi í gegnum skattkerfið. Þessi einstaklingur á líka gott og haldbært tengslanet í gegnum sitt starf, sem þjóðin greiðir fyrir. Ég er sjálfstæður atvinnurekandi, óflokksbundin og er að sækja umboð mitt til þjóðarinnar í okkar eina sameiginlega sjálfstæða, frjálsa og óháða embætti. Ég hef undirbúið mig í 2 ár fyrir þessa vegferð, enda framkvæmi ég hluti vel og ígrundað. Ég á ekki maskínu né risavaxið tengslanet. Ég þarf að kynna mig og sækja mín meðmæli með því að mæta beint til fólksins. Núna er ég á hringferð í kringum landið að spjalla við þjóðina, heyra hvað okkur finnst um stöðu Íslands, fyrir hvað við stöndum, finna hvernig okkur líður – og eðlilega til að sýna fólki hver og hvernig ég er – og safna að lágmarki 1500 meðmælum. Mér er alls staðar afar vel tekið og fólkið er samhliða að ala upp sinn forseta. Ég er að sinna lýðræðinu með virkri þátttöku fyrir okkar hönd á eigin kostnað. Áttum okkur á því að framboð er ekki gefins vegferð. Mín vegferð er mín fjárfesting í okkar björtu framtíð. Ef ég ætti að safna meðmælum frá 5% þjóðarinnar kæmist ég aldrei að sem frambjóðandi. Það er of bratt fyrir hina venjulegu íslensku frjálsu, sjálfstæðu og óháðu konu. Aukning á meðmælafjölda er hefting á lýðræðið og takmörkun á lýðræðinu mun ég aldrei samþykkja sem forseti og velja fyrir mína þjóð. Á Íslandi eigum við öll rétt á að komast að og ef það er erfitt að velja úr vegna fjölda frambjóðenda eru það lúxusforréttindi því víða í alþjóðaþorpinu er lýðræðið misnotað, illa stundað eða hreinlega ekki fyrir hendi. Betur hugnast mér að leyfa öllum viljugum að komast að og hafa tvær umferðir til kjörs og þrengja þannig frambjóðendahópinn. Enn fremur uni ég því illa að ákvarðanir á takmörkunum á aðgengi að okkar sameiginlega embætti séu teknar af öðrum en þjóðinni sjálfri. Sem forseti mun ég hafa vald fyrir okkar hönd til að leggja fram breytingu á meðmælendafjölda. Það er mér ljúft og skylt að gera og mun framkvæma. En ég mun spyrja þjóðina, ekki Alþingi, því þjóðin á að velja sína eigin leið – óháð og sjálfstæð. Þess ber að geta að allir okkar forsetar hafa verið úr opinbera geiranum og nokkrir úr pólitík samhliða. Ég verð fyrsti sjálfstæði atvinnurekandinn og önnur konan til að þjóna okkur í þessu embætti – en til þess að komast þangað þarf að lyfta mér upp og áfram og yfir um - og byrja á því að mæla með mér. Val er vald og valdið er okkar. Hjálpið mér að standa vörð um okkar embætti og iðkum okkar lýðræðislegu réttindi af öllu afli. Stöndum með okkur sjálfum og munum hver við erum og hvaðan við komum. Annað - fyrst ég er með ykkur á línunni - ég mun aldrei tala annað er beinskeytta kurteisa íslensku við þjóðina eða fyrir okkar hönd því hin stórkostlegu og dýrmætu réttindin sem við eigum og ber að virða og iðka eru frelsi sjálfstæðrar og óheftrar tjáningar. Ráðið sem ég fæ ítrekað frá fólkinu er „vertu þú sjálf“. Ég þakka samtalið og uppeldið. Það sem þið sjáið er það sem þið fáið – og veljið. Val er vald. Höfundur safnar meðmælum til framboðs forseta Íslands 2024.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun