Ráðherra sem fer þvert á vilja Alþingis Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson skrifa 18. mars 2024 07:01 Síðastliðinn febrúar ásakaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þingmenn Flokks fólksins um að beita aðferðum sem hann kallaði „popúlisma“. Orð hans féllu í kjölfar fyrirspurnar Jakobs Frímanns Magnússonar, um hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn lagt fram frumvarp um hagsmunafulltrúa aldraðra, þrátt fyrir skýr fyrirmæli Alþingis. Kjarni málsins er eftirfarandi: Árið 2021 samþykkti Alþingi þingsályktun frá Flokki fólksins um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Þetta var skýrt og ótvírætt verkefni sem markaði mikilvægt skref í átt að bættum aðbúnaði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra. Skv. þingsályktunartillögu hefði stofnun embættisins litið svona út: Hlutverk hagsmunafulltrúans: Veita öldruðum leiðbeiningar um réttindi þeirra og stuðning við að gæta hagsmuna sinna, sérstaklega í málum er varða skatta, almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu. Hafa frumkvæðiseftirlit með aðbúnaði aldraðra, með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir félagslega einangrun, næringarskort og bágan aðbúnað. Taka þátt í og hvetja til stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra og gera tillögur að úrbótum í réttarreglum sem varða þennan hóp. Auka sýnileika málefna aldraðra, bæði á opinberum vettvangi og í samstarfi við einkaaðila. Tryggja áframhaldandi þróun og endurskoðun laga og reglna sem varða aldraða. Í stuttu máli snýst embætti hagsmunafulltrúa um að gæta hagsmuna og réttinda hóps sem á undir högg að sækja í íslensku samfélagi. Aðgerðir ráðherra: Ráðherrann skipaði ekki starfshóp fyrr en nokkrum vikum eftir að vinnu hópsins átti þegar að vera lokið. Ári síðar, vorið 2023, tilkynnti ráðherrann að hann myndi ekki framfylgja vilja Alþingis og skila tilætluðu frumvarpi. Aðgerðir ráðherrans eru ekki eingöngu brot á skýrum fyrirmælum þingsins, heldur einnig dæmi um algera vanvirðingu við löggjafarvaldið og þá ákvarðanatökuferla sem við byggjum lýðræði landsins á. Að kalla það popúlisma að ganga á eftir samþykktum og yfirlýstum vilja Alþingis er vísvitandi tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr alvarleika þess að ráðherrann hefur brugðist skyldum sínum. Hér er á ferðinni viljalaus ráðherra sem sýnir fullkomna vanrækslu og skort á ábyrgð gagnvart verkefnum sem honum hefur verið falið að framkvæma með beinum fyrirmælum frá Alþingi. Þetta virðist vera ráðandi hugsunarháttur hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að hunsa gildandi lög, ályktanir og bersýnilega sniðganga vilja löggjafans. Hvernig getur það verið, að stjórnmálaflokkur sem hefur lýst því yfir að hann standi fyrir gagnsæi, réttlæti og lýðræðislegum gildum, stefni nú óðbyr í öfuga átt við allt sem þeir hafa boðað? Kjör og aðstæður eldra fólks á Íslandi eru til skammar. Efri árin eiga að vera gæðaár, ekki fátæktargildra né kvíðaefni. Brýnt er að ráðherra axli ábyrgð, virði lýðræðislega ferla og standi við gefin fyrirmæli Alþingis um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Tómas A. Tómasson Inga Sæland Eyjólfur Ármannsson Jakob Frímann Magnússon Ásthildur Lóa Þórsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Síðastliðinn febrúar ásakaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þingmenn Flokks fólksins um að beita aðferðum sem hann kallaði „popúlisma“. Orð hans féllu í kjölfar fyrirspurnar Jakobs Frímanns Magnússonar, um hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn lagt fram frumvarp um hagsmunafulltrúa aldraðra, þrátt fyrir skýr fyrirmæli Alþingis. Kjarni málsins er eftirfarandi: Árið 2021 samþykkti Alþingi þingsályktun frá Flokki fólksins um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Þetta var skýrt og ótvírætt verkefni sem markaði mikilvægt skref í átt að bættum aðbúnaði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra. Skv. þingsályktunartillögu hefði stofnun embættisins litið svona út: Hlutverk hagsmunafulltrúans: Veita öldruðum leiðbeiningar um réttindi þeirra og stuðning við að gæta hagsmuna sinna, sérstaklega í málum er varða skatta, almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu. Hafa frumkvæðiseftirlit með aðbúnaði aldraðra, með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir félagslega einangrun, næringarskort og bágan aðbúnað. Taka þátt í og hvetja til stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra og gera tillögur að úrbótum í réttarreglum sem varða þennan hóp. Auka sýnileika málefna aldraðra, bæði á opinberum vettvangi og í samstarfi við einkaaðila. Tryggja áframhaldandi þróun og endurskoðun laga og reglna sem varða aldraða. Í stuttu máli snýst embætti hagsmunafulltrúa um að gæta hagsmuna og réttinda hóps sem á undir högg að sækja í íslensku samfélagi. Aðgerðir ráðherra: Ráðherrann skipaði ekki starfshóp fyrr en nokkrum vikum eftir að vinnu hópsins átti þegar að vera lokið. Ári síðar, vorið 2023, tilkynnti ráðherrann að hann myndi ekki framfylgja vilja Alþingis og skila tilætluðu frumvarpi. Aðgerðir ráðherrans eru ekki eingöngu brot á skýrum fyrirmælum þingsins, heldur einnig dæmi um algera vanvirðingu við löggjafarvaldið og þá ákvarðanatökuferla sem við byggjum lýðræði landsins á. Að kalla það popúlisma að ganga á eftir samþykktum og yfirlýstum vilja Alþingis er vísvitandi tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr alvarleika þess að ráðherrann hefur brugðist skyldum sínum. Hér er á ferðinni viljalaus ráðherra sem sýnir fullkomna vanrækslu og skort á ábyrgð gagnvart verkefnum sem honum hefur verið falið að framkvæma með beinum fyrirmælum frá Alþingi. Þetta virðist vera ráðandi hugsunarháttur hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að hunsa gildandi lög, ályktanir og bersýnilega sniðganga vilja löggjafans. Hvernig getur það verið, að stjórnmálaflokkur sem hefur lýst því yfir að hann standi fyrir gagnsæi, réttlæti og lýðræðislegum gildum, stefni nú óðbyr í öfuga átt við allt sem þeir hafa boðað? Kjör og aðstæður eldra fólks á Íslandi eru til skammar. Efri árin eiga að vera gæðaár, ekki fátæktargildra né kvíðaefni. Brýnt er að ráðherra axli ábyrgð, virði lýðræðislega ferla og standi við gefin fyrirmæli Alþingis um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar