Hefur áhyggjur af því að fólk sé að missa áhugann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2024 18:47 Rory McIlroy segir það vera synd að það vanti marga af bestu kylfingunum á Players mótinu í ár. Getty/Jared C. Tilton Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur miklar áhyggjur af stöðunni í golfheiminum þar sem eru enn tvær stórar fylkingar þrátt fyrir fréttir af mögulegri samvinnu PGA og LIV. Peningarnir flæða hjá LIV og sádi-arabíska mótarröðin hefur platað marga af bestu kylfingum heims yfir til sín. Þetta þýðir að það vantar marga af bestu kylfingunum á Players Championship mótinu í Flórída sem fer fram í þessari viku. „Ég held að það sé engin einföld lausn til,“ sagði Rory McIlroy í samtali við breska ríkisútvarpið. „Allir þurfa núna að setja tilfinningar sínar og egóin til hliðar og finna lausn svo að við getum fengið alla bestu kylfingana til að keppa á móti hverjum öðrum á ný,“ sagði McIlroy. „Þetta er stærsta mótið fyrir utan risamótin og við erum ekki með alla bestu kylfingana í heimi að keppa hér. Það er mikil synd. Ég vona að það breytist fljótt því ég miður held ég að fólk sé að missa áhugann,“ sagði McIlroy. „Fyrir utan harðasta áhugafólkið þá mun hinn almenni áhugamaður stilla á golfið fjórum sinnum á ári til að fylgjast með risamótunum. Áð mínu mati þá á golfíþróttin á að skipta meira máli en bara í fjórar vikur á árinu. Því fyrr sem við finnum lausnina því betra,“ sagði McIlroy. Golf Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Peningarnir flæða hjá LIV og sádi-arabíska mótarröðin hefur platað marga af bestu kylfingum heims yfir til sín. Þetta þýðir að það vantar marga af bestu kylfingunum á Players Championship mótinu í Flórída sem fer fram í þessari viku. „Ég held að það sé engin einföld lausn til,“ sagði Rory McIlroy í samtali við breska ríkisútvarpið. „Allir þurfa núna að setja tilfinningar sínar og egóin til hliðar og finna lausn svo að við getum fengið alla bestu kylfingana til að keppa á móti hverjum öðrum á ný,“ sagði McIlroy. „Þetta er stærsta mótið fyrir utan risamótin og við erum ekki með alla bestu kylfingana í heimi að keppa hér. Það er mikil synd. Ég vona að það breytist fljótt því ég miður held ég að fólk sé að missa áhugann,“ sagði McIlroy. „Fyrir utan harðasta áhugafólkið þá mun hinn almenni áhugamaður stilla á golfið fjórum sinnum á ári til að fylgjast með risamótunum. Áð mínu mati þá á golfíþróttin á að skipta meira máli en bara í fjórar vikur á árinu. Því fyrr sem við finnum lausnina því betra,“ sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira