Fagnar ráðningu Dags: „Mjög gott dæmi hjá Króötunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 10:02 Alfreð Gíslason mætir Degi Sigurðssyni í öðrum leik þess síðarnefnda með króatíska landsliðið. Mikið verður undir í leiknum. Samsett/Getty Alfreð Gíslason fagnar ákvörðun Dags Sigurðssonar að hætta með japanska landsliðið í handbolta og taka við því króatíska. Þeir félagar munu leiða saman hesta sína í vikunni. Dagur hætti nýverið með japanska landsliðið sem hann hafði stýrt frá 2017 sem kom á óvart þar sem liðið var á leið á Ólympíuleikana í París í sumar. Hann söðlaði um og tók við Króatíu og mætir beint í umspil um sæti á leikunum. Það kemur Alfreð ekki á óvart að Dagur hafi tekið þetta skref. „Ég skil hann mjög vel, fyrst hann fær þennan möguleika að taka við Króötunum. Í fyrsta lagi að vera nær Íslandi og annars vegar er Króatarnir með virkilega efnilegt lið. Þeir eru með þrjá til fjóra heimsklassa eldri leikmenn eins og Duvnjak, Cindric og Karacic. En að öðru leyti með mjög efnilegt lið sem verður bara betra og betra,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands. Umdeilt í Króatíu Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu króatíska liðsins sem var misvel tekið heima fyrir. „Kröfurnar sem gerðar eru í Króatíu eru miklar. Maður tók eftir því að um leið og gengið var frá þessu, þá risu allir gömlu heims- og Evrópumeistararnir upp og vældu yfir því að það væri útlendingur í fyrsta skipti ráðinn sem landsliðsþjálfari sem væri vantraust á þá alla,“ „Ég held þetta hafi verið mjög gott dæmi hjá Króötunum að gera þetta,“ segir Alfreð. Verður athyglisvert að mæta Degi Það er því pressa sem fylgir þessu fyrsta verkefni en Þýskaland og Króatía eru saman í fjögurra liða riðli í umspilinu þar sem tvö komast á leikana í París. Vegna pressunnar segir Alfreð ágætt fyrir Dag að riðilinn sé leikinn í Þýskalandi. „Það verður mjög gott að vera ekki allan tímann í Króatíu eða þá að skilja ekki málið upp á allt þarna. Þetta er mjög blóðheitt og mikil handboltahefð í Króatíu.“ Eftir fyrsta leik á morgun mætast Króatía og Þýskaland á laugardag. Alfreð er spenntur fyrir því að mæta Degi sem hefur skamman tíma með liðinu fyrir fyrsta verkefnið. „Ég geri ekki ráð fyrir að Dagur kollsteypi leik króatíska liðsins á fjórum dögum, það væri ekki mjög gáfulegt. En þetta verður mjög athyglisvert og örugglega mjög skemmtilegt fyrir hann,“ segir Alfreð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Sjá meira
Dagur hætti nýverið með japanska landsliðið sem hann hafði stýrt frá 2017 sem kom á óvart þar sem liðið var á leið á Ólympíuleikana í París í sumar. Hann söðlaði um og tók við Króatíu og mætir beint í umspil um sæti á leikunum. Það kemur Alfreð ekki á óvart að Dagur hafi tekið þetta skref. „Ég skil hann mjög vel, fyrst hann fær þennan möguleika að taka við Króötunum. Í fyrsta lagi að vera nær Íslandi og annars vegar er Króatarnir með virkilega efnilegt lið. Þeir eru með þrjá til fjóra heimsklassa eldri leikmenn eins og Duvnjak, Cindric og Karacic. En að öðru leyti með mjög efnilegt lið sem verður bara betra og betra,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands. Umdeilt í Króatíu Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu króatíska liðsins sem var misvel tekið heima fyrir. „Kröfurnar sem gerðar eru í Króatíu eru miklar. Maður tók eftir því að um leið og gengið var frá þessu, þá risu allir gömlu heims- og Evrópumeistararnir upp og vældu yfir því að það væri útlendingur í fyrsta skipti ráðinn sem landsliðsþjálfari sem væri vantraust á þá alla,“ „Ég held þetta hafi verið mjög gott dæmi hjá Króötunum að gera þetta,“ segir Alfreð. Verður athyglisvert að mæta Degi Það er því pressa sem fylgir þessu fyrsta verkefni en Þýskaland og Króatía eru saman í fjögurra liða riðli í umspilinu þar sem tvö komast á leikana í París. Vegna pressunnar segir Alfreð ágætt fyrir Dag að riðilinn sé leikinn í Þýskalandi. „Það verður mjög gott að vera ekki allan tímann í Króatíu eða þá að skilja ekki málið upp á allt þarna. Þetta er mjög blóðheitt og mikil handboltahefð í Króatíu.“ Eftir fyrsta leik á morgun mætast Króatía og Þýskaland á laugardag. Alfreð er spenntur fyrir því að mæta Degi sem hefur skamman tíma með liðinu fyrir fyrsta verkefnið. „Ég geri ekki ráð fyrir að Dagur kollsteypi leik króatíska liðsins á fjórum dögum, það væri ekki mjög gáfulegt. En þetta verður mjög athyglisvert og örugglega mjög skemmtilegt fyrir hann,“ segir Alfreð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Sjá meira
Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00