Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 08:00 Alfreð Gíslason gerði samning fram yfir HM í Þýskalandi 2027 en handknattleikssambandið þýska getur sagt honum upp ef illa fer í Ólympíuumspili síðar í þessum mánuði. Getty Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. Alfreð hefur verið þjálfari Þýskalands frá árinu 2020 en samningur hans var við það að renna út. Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær um framlengingu á samningnum, þó með þeim varnagla að sambandið gæti sagt þeim samningi upp ef komandi Ólympíuumspil gengi ekki sem skyldi. Nýr samningur Alfreðs gildir því til ársins 2027, eða til mánaðarloka í mars á þessu ári. „Þetta er dálítið sérstakt, ég viðurkenni það. Ég sagði við sambandið: Eigum við ekki bara að ræða málin eftir Ólympíuumspilið og vera ekkert að flækja þetta?“ segir Alfreð. „Þeir vildu framlengja þetta núna, og við gerðum það. Þetta er sérstakt en svona er lífið, greinilega.“ „Í rauninni hef ég alltaf litið á það þannig að ég þarf ekkert skriflegan samning. Þetta snýst um það hvort menn séu ánægðir. Er ég ánægður, eru þeir ánægðir, er liðið ánægt? Ef ekki, þá hættir maður bara,“ „Ég tek þessu rólega og held bara mínu striki,“ segir Alfreð. Vill klára þennan kafla á heimavelli Þýskaland lenti í fjórða sæti á Evrópumótinu í janúar en í þjálfaratíð Alfreðs hefur meðalaldur hópsins lækkað töluvert. Hann er spenntur fyrir því að byggja liðið áfram upp og stefnir að því að klára þennan kafla ferilsins eftir heimsmeistaramótið sem Þjóðverjar halda árið 2027. „Það áhugaverðasta fyrir mig er nú að ég er búinn að snúa þessu liði alveg á hvolf, þannig að þetta eru allt mjög ungir strákar. Við náðum með mjög ungu liði fjórða sætinu núna, þar sem sjö af 16 voru 2000 árgangur eða yngri,“ „Ég sé því mun meiri framtíð í þessu liði og með því að klára umspilsleikina þá á ég möguleika á að enda þetta á heimavelli á HM 2027 og hætta með þýska landsliðið eftir það.“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Alfreð hefur verið þjálfari Þýskalands frá árinu 2020 en samningur hans var við það að renna út. Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær um framlengingu á samningnum, þó með þeim varnagla að sambandið gæti sagt þeim samningi upp ef komandi Ólympíuumspil gengi ekki sem skyldi. Nýr samningur Alfreðs gildir því til ársins 2027, eða til mánaðarloka í mars á þessu ári. „Þetta er dálítið sérstakt, ég viðurkenni það. Ég sagði við sambandið: Eigum við ekki bara að ræða málin eftir Ólympíuumspilið og vera ekkert að flækja þetta?“ segir Alfreð. „Þeir vildu framlengja þetta núna, og við gerðum það. Þetta er sérstakt en svona er lífið, greinilega.“ „Í rauninni hef ég alltaf litið á það þannig að ég þarf ekkert skriflegan samning. Þetta snýst um það hvort menn séu ánægðir. Er ég ánægður, eru þeir ánægðir, er liðið ánægt? Ef ekki, þá hættir maður bara,“ „Ég tek þessu rólega og held bara mínu striki,“ segir Alfreð. Vill klára þennan kafla á heimavelli Þýskaland lenti í fjórða sæti á Evrópumótinu í janúar en í þjálfaratíð Alfreðs hefur meðalaldur hópsins lækkað töluvert. Hann er spenntur fyrir því að byggja liðið áfram upp og stefnir að því að klára þennan kafla ferilsins eftir heimsmeistaramótið sem Þjóðverjar halda árið 2027. „Það áhugaverðasta fyrir mig er nú að ég er búinn að snúa þessu liði alveg á hvolf, þannig að þetta eru allt mjög ungir strákar. Við náðum með mjög ungu liði fjórða sætinu núna, þar sem sjö af 16 voru 2000 árgangur eða yngri,“ „Ég sé því mun meiri framtíð í þessu liði og með því að klára umspilsleikina þá á ég möguleika á að enda þetta á heimavelli á HM 2027 og hætta með þýska landsliðið eftir það.“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti