Árskort í World Class eða ólögmætt skrásetningargjald? Katla Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2024 08:31 Þegar ég á erfitt með að einbeita mér við lærdóminn hugsa ég stundum til Gumma Emils og staðfestu hans. Gummi Emil heldur oft til í World Class í Vatnsmýrinni en ég er ekki svo lánsöm að eiga árskort og get því ekki varið tíma mínum þar. Á meðan hann kurrar í köldum potti og vekur víkinga er ég að læra við Háskóla Íslands, sem rukkar mig 75.000 krónur á ári í ólögmæt skrásetningargjöld, sem samsvarar rúmlega einu World Class árskorti í Vatnsmýrinni með stúdentaafslætti. Ef ég kæmist hjá því að borga þessi ólögmætu skrásetningargjöld gæti ég fjárfest í slíku árskorti og ég ætti rúmar 5.000 krónur eftir. Þó svo að ólögmæti skrásetningargjaldanna sé illskiljanlegt málefni skiptir máli að stúdentar skilji hvar vandinn liggur. Hér er því tilraun að útskýra í hverju brot skólans felst: Þegar stjórnvöld innheimta þjónustugjöld eru þau, eins og nafnið gefur til kynna, að rukka fyrir þjónustu. Þjónustugjöld geta t.d. verið fyrir bifreiðaskoðun, prentun á pappír eða aðra þjónustu sem ríkið veitir. Skólinn má ekki rukka gjald sem er hærra en kostnaðurinn við þjónustuna sem hann veitir. Gjaldið má ekki fara í rannsóknir eða kennslu. Einnig verður skólinn að reikna út raunkostnaðinn eða áætla hann með traustum hætti. Þessa útreikninga verða stjórnvöld síðan að birta opinberlega, þannig að hægt sé að sjá með skýrum hætti fyrir hvað er verið að greiða. Fyrirmyndardæmi um þetta er gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, þar sem kemur skýrlega fram að tiltekin þjónusta kostar X krónur. Fyrst og fremst var það á þessu atriði sem HÍ fór út af sporinu. Kostnaðarliðir skrásetningargjaldsins eru allir lagðir saman í eitt, þannig að nemendur borga m.a. fyrir þjónustu sem þeir nota aldrei. Þessa gagnrýni má líka einfaldlega orða þannig að skrásetningargjöld HÍ eru falin skólagjöld sem eru lögð á nemendur eins og hver annar skattur. Allir nemendur borga gjaldið og það er notað til að greiða fyrir almennan rekstur skólans, skrásetning er bara lítill hluti af því. Þar að auki dregst hluti af tekjum skólans af skrásetningargjöldunum á hverju ári frá því fjármagni sem HÍ fær frá ríkinu á fjárlögum. Með öðrum orðum breytist fjármagnið sem HÍ fær ekki með skrásetningargjaldinu, en það lækkar útgjöld ríkisins. Stúdentar eru að borga úr sínum vösum til brúa bilið á milli fjármagnsins sem þennan opinbera háskóla vantar og þess sem hann fær frá stjórnvöldum. Það eru ekki skrásetningargjöld í neinum öðrum opinberum háskóla á Norðurlöndunum. Því hefur Röskva lengi talað um að skrásetningargjaldið verði endurskoðað með tilliti til lækkunar eða hreinlega afnáms. Við getum haft skiptar skoðanir á réttmæti þess að hafa skrásetningargjöld við opinbera háskóla, en nemendum verður að vera ljóst fyrir hvað þau eru að greiða. Ef ekki er áhugi fyrir slíku gagnsæi hjá háskólanum, hvers vegna sýna þau ekki þann heiðarleika að kalla gjöldin réttu nafni? Þetta eru bara skólagjöld! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Félagsvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Þegar ég á erfitt með að einbeita mér við lærdóminn hugsa ég stundum til Gumma Emils og staðfestu hans. Gummi Emil heldur oft til í World Class í Vatnsmýrinni en ég er ekki svo lánsöm að eiga árskort og get því ekki varið tíma mínum þar. Á meðan hann kurrar í köldum potti og vekur víkinga er ég að læra við Háskóla Íslands, sem rukkar mig 75.000 krónur á ári í ólögmæt skrásetningargjöld, sem samsvarar rúmlega einu World Class árskorti í Vatnsmýrinni með stúdentaafslætti. Ef ég kæmist hjá því að borga þessi ólögmætu skrásetningargjöld gæti ég fjárfest í slíku árskorti og ég ætti rúmar 5.000 krónur eftir. Þó svo að ólögmæti skrásetningargjaldanna sé illskiljanlegt málefni skiptir máli að stúdentar skilji hvar vandinn liggur. Hér er því tilraun að útskýra í hverju brot skólans felst: Þegar stjórnvöld innheimta þjónustugjöld eru þau, eins og nafnið gefur til kynna, að rukka fyrir þjónustu. Þjónustugjöld geta t.d. verið fyrir bifreiðaskoðun, prentun á pappír eða aðra þjónustu sem ríkið veitir. Skólinn má ekki rukka gjald sem er hærra en kostnaðurinn við þjónustuna sem hann veitir. Gjaldið má ekki fara í rannsóknir eða kennslu. Einnig verður skólinn að reikna út raunkostnaðinn eða áætla hann með traustum hætti. Þessa útreikninga verða stjórnvöld síðan að birta opinberlega, þannig að hægt sé að sjá með skýrum hætti fyrir hvað er verið að greiða. Fyrirmyndardæmi um þetta er gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, þar sem kemur skýrlega fram að tiltekin þjónusta kostar X krónur. Fyrst og fremst var það á þessu atriði sem HÍ fór út af sporinu. Kostnaðarliðir skrásetningargjaldsins eru allir lagðir saman í eitt, þannig að nemendur borga m.a. fyrir þjónustu sem þeir nota aldrei. Þessa gagnrýni má líka einfaldlega orða þannig að skrásetningargjöld HÍ eru falin skólagjöld sem eru lögð á nemendur eins og hver annar skattur. Allir nemendur borga gjaldið og það er notað til að greiða fyrir almennan rekstur skólans, skrásetning er bara lítill hluti af því. Þar að auki dregst hluti af tekjum skólans af skrásetningargjöldunum á hverju ári frá því fjármagni sem HÍ fær frá ríkinu á fjárlögum. Með öðrum orðum breytist fjármagnið sem HÍ fær ekki með skrásetningargjaldinu, en það lækkar útgjöld ríkisins. Stúdentar eru að borga úr sínum vösum til brúa bilið á milli fjármagnsins sem þennan opinbera háskóla vantar og þess sem hann fær frá stjórnvöldum. Það eru ekki skrásetningargjöld í neinum öðrum opinberum háskóla á Norðurlöndunum. Því hefur Röskva lengi talað um að skrásetningargjaldið verði endurskoðað með tilliti til lækkunar eða hreinlega afnáms. Við getum haft skiptar skoðanir á réttmæti þess að hafa skrásetningargjöld við opinbera háskóla, en nemendum verður að vera ljóst fyrir hvað þau eru að greiða. Ef ekki er áhugi fyrir slíku gagnsæi hjá háskólanum, hvers vegna sýna þau ekki þann heiðarleika að kalla gjöldin réttu nafni? Þetta eru bara skólagjöld! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Félagsvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun