Vegvísir gervigreindar Helga Þórisdóttir skrifar 8. mars 2024 10:01 Markaðurinn fyrir persónuupplýsingar er gríðarlega stór og mörg stærstu fyrirtæki heimsins byggja afkomu sína beint eða óbeint á vinnslu þeirra. Fyrir liggur að meirihluti þeirra fyrirtækja sem þróa upplýsingatæknikerfi, m.a. gervigreindarhugbúnað og forrit eru hagnaðardrifin einkarekin fyrirtæki. Gögnin okkar má því að vissu leyti líta á sem eldsneyti fyrir virkni og þróun gervigreindarinnar. Hvenær reynir á persónuverndarreglur við notkun gervigreindar? Það er þegar persónuupplýsingum er safnað, þær færðar inn í tölvukerfi og notaðar til að þjálfa gervigreindina. Í því sambandi má nefna að fyrirtækið OpenAI notaði fimm mismunandi gagnagrunna til að þjálfa ChatGPT. Einn af þessum grunnum safnaði gögnum frá samfélagsmiðlum, s.s. Reddit, Youtube, Facebook, TikTok, Snapchat og Instagram – án þess að afla samþykkis frá notendum. Þrátt fyrir að aðeins hafi verið notuð gögn sem voru birt opinberlega á Netinu og að þau hafi þótt nauðsynleg til að þjálfa mállíkön, er það álitamál hvort ekki hafi þurft samþykki fyrir notkun þeirra. Ættum við ekki í öllu falli að vera upplýst um að verið er að nota gögnin okkar í þessum tilgangi? Við þjálfun og þróun gervigreindar reynir einnig á meginreglu persónuverndar um meðalhóf og lágmörkun gagna. Sú regla fer ekki vel saman við þá staðreynd að forsenda fyrir virkni gervigreindarinnar er að mata hana af gríðarlegu magni af gögnum. Einnig getur reynt á reglurnar þegar gervigreindinni er falið að taka ákvarðanirum réttindi og skyldur okkar, til að mynda hvort við fáum lánafyrirgreiðslu, vátryggingu, inngöngu í skóla, eða fara yfir starfsumsóknir og próf. Þegar gervigreindin, upp á sitt einsdæmi – án mannlegrar aðkomu, tekur ákvörðun um réttindi og skyldur okkar erum við, hvert og eitt, metin út frá ákveðnum breytum og sett í tiltekinn flokk út frá þeim. Við eigum rétt á mannlegri aðkomu að slíkum ákvörðunum, ef þær eru íþyngjandi. Við eigum einnig rétt á að vera upplýst um hvort og eftir atvikum hvernig upplýsingar okkar eru unnar með gervigreind. Það er krefjandi að mæta þeim rétti þar sem gervigreindin er flókin og erfitt getur verið að skilja og útskýra virkni hennar. Konur og kóðar Gervigreindin er ekki greindari en gögnin sem fæða hana. Huga þarf sérstaklega að því að notkun gervigreindar leiði ekki til mismununar á milli hópa á grundvelli sögulegrar mismununar. Amazon notaði gervigreind til að fara yfir og gefa starfsumsóknum til fyrirtækisins einkunn. Í ljós kom að gervigreindin dró umsóknir kvenna um tæknileg störf kerfisbundið niður. Ástæðan var sú að forritið byggði á eldri gögnum frá fyrirtækinu, og þá sátu karlar að þessum störfum. Þá má ekki ganga út frá því að þær upplýsingar sem unnið er með í gervigreindarforritum sæti trúnaði eða séu ekki notaðar í óskilgreindum tilgangi. Samkvæmt notendaskilmálum OpenAI samþykkja notendur að fyrirtækið geti notað það efni sem þeir setja inn, til að bæta og þróa þjónustuna. Þetta leiddi til þess að Samsung bannaði starfsmönnum sínum að nota ChatGPT og önnur sambærileg gervigreindarforrit eftir að starfsmenn deildu trúnaðargögnum fyrirtækisins með ChatGPT, m.a. kóðum, þróuðum af Samsung. Fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög og aðrir sem nýta gervigreind í sinni starfsemi ættu samkvæmt þessu að setja starfsmönnum skýrar reglur um hvað má og hvað ber að varast við notkun gervigreindarforrita. Er hægt að taka innihaldsefni úr köku? Gervigreindin getur búið til nýjar upplýsingar eða svokallaðar bull upplýsingar, þ.e. þegar hún ýkir eða finnur eitthvað upp. Sem dæmi um þetta má nefna að lögmaður í Kaliforníu bað ChatGPT að setja saman lista yfir lögfræðinga sem hefðu verið sakaðir um kynferðislega áreitni. Á listanum birtist nafn lagaprófessors og sagt að hann hefði áreitt nemanda í skólaferð til Alaska, með tilvísun til greinar í The Washington Post. Greinin var hins vegar ekki til og engin skólaferð farin til Alaska. Staðan er sú að það er ekki auðvelt að leiðrétta eða eyða gögnum sem gervigreindin notar. Þessu hefur verið lýst af Microsoft sem „eins einföldu og að taka eitt innihaldsefni úr köku sem þú hefur bakað“ – sem sagt – ekki hægt! Það skiptir því miklu að huga að því hvað er skráð upphaflega og hvaða upplýsingar gervigreindin er látin vinna með. Gerum þetta rétt Þrátt fyrir að gervigreind færi okkur óteljandi tækifæri, þarf að huga að því að hún brjóti ekki í bága við grundvallarmannréttindi til friðhelgi einkalífs. Gervigreind og persónuvernd eru ekki andstæðir pólar – það er hægtað þróa og nota gervigreind, en huga á sama tíma að því að einstaklingar njóti einkalífsverndar. Það er á ábyrgð þeirra sem þróa og nota gervigreindarkerfi að finna leiðir til þess en persónuverndarlöggjöfin er vegvísirinn. Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Persónuvernd Gervigreind Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Markaðurinn fyrir persónuupplýsingar er gríðarlega stór og mörg stærstu fyrirtæki heimsins byggja afkomu sína beint eða óbeint á vinnslu þeirra. Fyrir liggur að meirihluti þeirra fyrirtækja sem þróa upplýsingatæknikerfi, m.a. gervigreindarhugbúnað og forrit eru hagnaðardrifin einkarekin fyrirtæki. Gögnin okkar má því að vissu leyti líta á sem eldsneyti fyrir virkni og þróun gervigreindarinnar. Hvenær reynir á persónuverndarreglur við notkun gervigreindar? Það er þegar persónuupplýsingum er safnað, þær færðar inn í tölvukerfi og notaðar til að þjálfa gervigreindina. Í því sambandi má nefna að fyrirtækið OpenAI notaði fimm mismunandi gagnagrunna til að þjálfa ChatGPT. Einn af þessum grunnum safnaði gögnum frá samfélagsmiðlum, s.s. Reddit, Youtube, Facebook, TikTok, Snapchat og Instagram – án þess að afla samþykkis frá notendum. Þrátt fyrir að aðeins hafi verið notuð gögn sem voru birt opinberlega á Netinu og að þau hafi þótt nauðsynleg til að þjálfa mállíkön, er það álitamál hvort ekki hafi þurft samþykki fyrir notkun þeirra. Ættum við ekki í öllu falli að vera upplýst um að verið er að nota gögnin okkar í þessum tilgangi? Við þjálfun og þróun gervigreindar reynir einnig á meginreglu persónuverndar um meðalhóf og lágmörkun gagna. Sú regla fer ekki vel saman við þá staðreynd að forsenda fyrir virkni gervigreindarinnar er að mata hana af gríðarlegu magni af gögnum. Einnig getur reynt á reglurnar þegar gervigreindinni er falið að taka ákvarðanirum réttindi og skyldur okkar, til að mynda hvort við fáum lánafyrirgreiðslu, vátryggingu, inngöngu í skóla, eða fara yfir starfsumsóknir og próf. Þegar gervigreindin, upp á sitt einsdæmi – án mannlegrar aðkomu, tekur ákvörðun um réttindi og skyldur okkar erum við, hvert og eitt, metin út frá ákveðnum breytum og sett í tiltekinn flokk út frá þeim. Við eigum rétt á mannlegri aðkomu að slíkum ákvörðunum, ef þær eru íþyngjandi. Við eigum einnig rétt á að vera upplýst um hvort og eftir atvikum hvernig upplýsingar okkar eru unnar með gervigreind. Það er krefjandi að mæta þeim rétti þar sem gervigreindin er flókin og erfitt getur verið að skilja og útskýra virkni hennar. Konur og kóðar Gervigreindin er ekki greindari en gögnin sem fæða hana. Huga þarf sérstaklega að því að notkun gervigreindar leiði ekki til mismununar á milli hópa á grundvelli sögulegrar mismununar. Amazon notaði gervigreind til að fara yfir og gefa starfsumsóknum til fyrirtækisins einkunn. Í ljós kom að gervigreindin dró umsóknir kvenna um tæknileg störf kerfisbundið niður. Ástæðan var sú að forritið byggði á eldri gögnum frá fyrirtækinu, og þá sátu karlar að þessum störfum. Þá má ekki ganga út frá því að þær upplýsingar sem unnið er með í gervigreindarforritum sæti trúnaði eða séu ekki notaðar í óskilgreindum tilgangi. Samkvæmt notendaskilmálum OpenAI samþykkja notendur að fyrirtækið geti notað það efni sem þeir setja inn, til að bæta og þróa þjónustuna. Þetta leiddi til þess að Samsung bannaði starfsmönnum sínum að nota ChatGPT og önnur sambærileg gervigreindarforrit eftir að starfsmenn deildu trúnaðargögnum fyrirtækisins með ChatGPT, m.a. kóðum, þróuðum af Samsung. Fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög og aðrir sem nýta gervigreind í sinni starfsemi ættu samkvæmt þessu að setja starfsmönnum skýrar reglur um hvað má og hvað ber að varast við notkun gervigreindarforrita. Er hægt að taka innihaldsefni úr köku? Gervigreindin getur búið til nýjar upplýsingar eða svokallaðar bull upplýsingar, þ.e. þegar hún ýkir eða finnur eitthvað upp. Sem dæmi um þetta má nefna að lögmaður í Kaliforníu bað ChatGPT að setja saman lista yfir lögfræðinga sem hefðu verið sakaðir um kynferðislega áreitni. Á listanum birtist nafn lagaprófessors og sagt að hann hefði áreitt nemanda í skólaferð til Alaska, með tilvísun til greinar í The Washington Post. Greinin var hins vegar ekki til og engin skólaferð farin til Alaska. Staðan er sú að það er ekki auðvelt að leiðrétta eða eyða gögnum sem gervigreindin notar. Þessu hefur verið lýst af Microsoft sem „eins einföldu og að taka eitt innihaldsefni úr köku sem þú hefur bakað“ – sem sagt – ekki hægt! Það skiptir því miklu að huga að því hvað er skráð upphaflega og hvaða upplýsingar gervigreindin er látin vinna með. Gerum þetta rétt Þrátt fyrir að gervigreind færi okkur óteljandi tækifæri, þarf að huga að því að hún brjóti ekki í bága við grundvallarmannréttindi til friðhelgi einkalífs. Gervigreind og persónuvernd eru ekki andstæðir pólar – það er hægtað þróa og nota gervigreind, en huga á sama tíma að því að einstaklingar njóti einkalífsverndar. Það er á ábyrgð þeirra sem þróa og nota gervigreindarkerfi að finna leiðir til þess en persónuverndarlöggjöfin er vegvísirinn. Höfundur er forstjóri Persónuverndar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun