Biskup Íslands eða þröngra hagsmuna? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. mars 2024 10:01 Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans. Fríkirkjan í Reykjavík heyrir ekki undir stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar og lýtur ekki tilsjón biskups, heldur er sjálfstætt trúfélag sem rekið er einvörðungu af sóknargjöldum safnaðarmeðlima. Játningargrunnur Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og Óháða safnaðarins, er þó sá sami og Þjóðkirkjunnar og prestar þeirra eru guðfræðingar sem vígðir eru af biskupi Íslands og tilheyra Prestafélagi Íslands. Af því leiðir að hægt er að tilnefna presta þessara safnaða; Einar Eyjólfsson, Hjört Magna Jóhannsson, Margréti Lilju Vilmundardóttur og Pétur Þorsteinsson auk greinarhöfundar í embættið, hafi einhver á því áhuga. Sjö prestar hafa lýst yfir áhuga á þessu embætti, þau Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttur, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Engin umræða um áherslur eða hæfni þessara einstaklinga hefur farið fram á vettvangi Þjóðkirkjunnar né Prestafélagsins en öll hafa þau stigið fram í fjölmiðlum, auk þess að miðla efni á vefsíðum og á samfélagsmiðlum. Gunnar Smári Egilsson hefur á Samstöðinni tekið löng viðtöl við öll þau sem gefið hafa kost á sér og á hann miklar þakkir skildar fyrir þá þjónustu við kirkju og kristni í landinu. Í biskupskosningum 2012, gátu öll þau sem uppfylltu kröfur til embættisins gefið kost á sér og buðu átta prestar sig fram til þeirrar þjónustu. Þjóðkirkjan hélt þá úti kynningarsíðu þar sem fólk gat gert grein fyrir sjálfu sér og hugsjónum sínum í biskupsþjónustu. Í kjölfarið voru haldnir kynningarfundir með öllum átta í Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. „Vinur er sá er til vamms segir“ og sem Fríkirkjuprestur og vinur kirkju og kristni í landinu vil ég ráðleggja Þjóðkirkjunni að grípa inn í og afstýra því fyrirkomulagi að þröngur hópur fái að handvelja þrjá frambjóðendur án umræðu og samráðs við þjóðina eða þjóðkirkjumeðlimi. Þjóðkirkjan gerir tilkall til erindis og þjónustu við þjóðina og í því ljósi ætti hún að ekki að láta sérhagsmuni ráða för þegar skipaður er biskup. Hér er um að ræða stétt presta og djákna sem vill velja sér yfirmann, en það eru þröngir hagsmunir í ljósi þess að Þjóðkirkjan vill vera þjóðinni til handa. Fyrirkomulagi þessu var mótmælt á kirkjuþingi en í 44. máli á kirkjuþinginu frá 2022–2023 gera 7 þingmenn, þar af einn prestur, athugasemdir við fyrirkomulagið og segja: „Það tilnefningarferli sem nú gildir verður að teljast fremur ólýðræðislegt og ekki í takti við þau skref sem kirkjan vill stíga í lýðræðisátt. Það er einnig ljóst að hægt er að misnota þetta fyrirkomulag þannig að einstaklingar sem ekki njóta hylli í prestastétt eru útilokaðir frá kosningu þrátt fyrir hugsanlegt fylgi frá þeim sem kosningarétt hafa. Flutningsmönnum þykir ekki rétt að einungis skuli mega tilnefna þrjá til að kjósa um, ekki síst þegar ekki er um neina faglega síun að ræða, [...] heldur geta í sjálfu sér hvaða forsendur sem er legið til grundvallar tilnefningarinnar.“Auðnist Þjóðkirkjunni ekki að grípa í taumana og afstýra þessu ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem Gunnar Smári Egilsson líkti við að þingheimur tilnefndi þrjá frambjóðenda til forseta Íslands, þarf Þjóðkirkjufólk að láta í sér heyra. Prestar og djáknar geta mótmælt ferlinu með því tilnefna einhvern af Fríkirkjuprestunum til biskups Íslands. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans. Fríkirkjan í Reykjavík heyrir ekki undir stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar og lýtur ekki tilsjón biskups, heldur er sjálfstætt trúfélag sem rekið er einvörðungu af sóknargjöldum safnaðarmeðlima. Játningargrunnur Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og Óháða safnaðarins, er þó sá sami og Þjóðkirkjunnar og prestar þeirra eru guðfræðingar sem vígðir eru af biskupi Íslands og tilheyra Prestafélagi Íslands. Af því leiðir að hægt er að tilnefna presta þessara safnaða; Einar Eyjólfsson, Hjört Magna Jóhannsson, Margréti Lilju Vilmundardóttur og Pétur Þorsteinsson auk greinarhöfundar í embættið, hafi einhver á því áhuga. Sjö prestar hafa lýst yfir áhuga á þessu embætti, þau Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttur, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Engin umræða um áherslur eða hæfni þessara einstaklinga hefur farið fram á vettvangi Þjóðkirkjunnar né Prestafélagsins en öll hafa þau stigið fram í fjölmiðlum, auk þess að miðla efni á vefsíðum og á samfélagsmiðlum. Gunnar Smári Egilsson hefur á Samstöðinni tekið löng viðtöl við öll þau sem gefið hafa kost á sér og á hann miklar þakkir skildar fyrir þá þjónustu við kirkju og kristni í landinu. Í biskupskosningum 2012, gátu öll þau sem uppfylltu kröfur til embættisins gefið kost á sér og buðu átta prestar sig fram til þeirrar þjónustu. Þjóðkirkjan hélt þá úti kynningarsíðu þar sem fólk gat gert grein fyrir sjálfu sér og hugsjónum sínum í biskupsþjónustu. Í kjölfarið voru haldnir kynningarfundir með öllum átta í Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. „Vinur er sá er til vamms segir“ og sem Fríkirkjuprestur og vinur kirkju og kristni í landinu vil ég ráðleggja Þjóðkirkjunni að grípa inn í og afstýra því fyrirkomulagi að þröngur hópur fái að handvelja þrjá frambjóðendur án umræðu og samráðs við þjóðina eða þjóðkirkjumeðlimi. Þjóðkirkjan gerir tilkall til erindis og þjónustu við þjóðina og í því ljósi ætti hún að ekki að láta sérhagsmuni ráða för þegar skipaður er biskup. Hér er um að ræða stétt presta og djákna sem vill velja sér yfirmann, en það eru þröngir hagsmunir í ljósi þess að Þjóðkirkjan vill vera þjóðinni til handa. Fyrirkomulagi þessu var mótmælt á kirkjuþingi en í 44. máli á kirkjuþinginu frá 2022–2023 gera 7 þingmenn, þar af einn prestur, athugasemdir við fyrirkomulagið og segja: „Það tilnefningarferli sem nú gildir verður að teljast fremur ólýðræðislegt og ekki í takti við þau skref sem kirkjan vill stíga í lýðræðisátt. Það er einnig ljóst að hægt er að misnota þetta fyrirkomulag þannig að einstaklingar sem ekki njóta hylli í prestastétt eru útilokaðir frá kosningu þrátt fyrir hugsanlegt fylgi frá þeim sem kosningarétt hafa. Flutningsmönnum þykir ekki rétt að einungis skuli mega tilnefna þrjá til að kjósa um, ekki síst þegar ekki er um neina faglega síun að ræða, [...] heldur geta í sjálfu sér hvaða forsendur sem er legið til grundvallar tilnefningarinnar.“Auðnist Þjóðkirkjunni ekki að grípa í taumana og afstýra þessu ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem Gunnar Smári Egilsson líkti við að þingheimur tilnefndi þrjá frambjóðenda til forseta Íslands, þarf Þjóðkirkjufólk að láta í sér heyra. Prestar og djáknar geta mótmælt ferlinu með því tilnefna einhvern af Fríkirkjuprestunum til biskups Íslands. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun