Handbolti

„Þetta er bara geggjað“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Viðarsson skoraði sex mörk fyrir ÍBV í kvöld.
Arnór Viðarsson skoraði sex mörk fyrir ÍBV í kvöld. Vísir/Anton Brink

„Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld.

„Með Petar [Jokanovic] í þessum gír er erfitt að eiga við okkur. Við missum Ívar [Bessa Viðarsson] snemma þannig að við þurftum að gera aðeins breytingar á 5-1 vörninni. En mér fannst við gera það bara vel og héldum þeim í 27 mörkum.“

„Þannig mér fannst þetta spilast bara mjöf vel og fengum framlag frá öllum held ég. Elís [Þór Aðalsteinsson] kemur inn á, 16 ára, fiskar víti og á stoðsendingu. Bara stórkostlegur. Þetta er bara geggjað.“

Þá segir Arnór að liðið hafi verið tilbúið með varaáætlun eftir að Ívar Bessi fór meiddur út af.

„Hann var meiddur í byrjun tímabils og þá vorum við aðeins að spila svona. En hann var á æfingu í gær og þá vissum við að hann væri eitthhvað tæpur. Þannig við notuðum æfinguna í gær til að drilla eitthvað án hans. Mér fannst það ganga vel.“

Arnór segir einnig að honum hafi þótt ÍBV stjórna leiknum frá upphafi til enda þrátt fyrir nokkur áhluap Hauka.

„Þeir náðu að minnka þetta niður í tvö mörk en svo datt Petar bara aftur í gír og lokaði þessu. Það kom aðeins hikst á okkur þegar þeir breyttu um vörn þarna í seinni hálfleik. Fóru aftur í 5-1 úr 6-0 og þá kom aðeins hikst á okkur. En við náðum að vinna úr því í lokin.“

Hann segir einnig að næstu tveir dagar séu mikilvægir fyrir Eyjaliðið, enda keppir liðið til úrslita í Powerade-bikarnum næstkomandi laugardag.

„Það er bara í bátinn og heim núna, recovery á morgun og svo æfing á föstudaginn. Þetta er ekki flóknara en það,“ sagði Arnór léttur að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×