Með hjartað á réttum stað Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 5. mars 2024 13:31 Það er óhætt að segja að útlendingamál hafa farið mikinn í samfélagsumræðunni á undanförnum vikum. Mismunandi sjónarmið, áherslur og skoðanir hafa átt sér stað, sem er ekki óeðlilegt í lýðræðissamfélagi. Við megum vera ósammála og við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna um málefni líðandi stundar. En einhvern veginn virðist þetta ekki vera raunin. Það hvarflar hreinlega að manni að við séum ófær um að geta átt samtalið um þessi mál og áhrifin, sama hve lítil eða mikil við teljum þau vera, á samfélagið okkar. Þegar upp er staðið þá hafa orðið gríðarlegar breytingar á okkar samfélagi undanfarin ár, hvort sem við teljum það jákvæðar eða neikvæðar breytingar. Hlutfall þeirra sem hér búa og eru af erlendi bergi brotnir hefur hækkað. Hælisleitendum og flóttafólki hefur fjölgað og öllum breytingum fylgja áskoranir. Við leysum ekki áskoranirnar með því að loka augunum og það er okkur eðlilegt að óttast breytingar eða í það minnsta staldra aðeins við þær. Að því sögðu þá skiptir að sjálfsögðu máli hvernig við tökumst á við þessar áskoranir, en það verður ekki gert með því að úthrópa hvort annað þegar okkur mislíkar orðræðan. Sértu talinn til vinstri í útlendingamálum ertu úthrópaður no-borders aktívisti sem vill bara stjórnleysi. Sértu talinn til hægri í útlendingamálum ertu úthrópaður ómannúðlegur rasisti. Hvernig í ósköpunum á umræðan að geta orðið árangursrík þegar við nálgumst hana svona? Hvoru megin sem fólk er talið þá verðum við að ætla að í grunninn sé þetta fólk sem er annt um samfélagið sitt, þó svo okkur kunni að þykja nálgunin röng. Er við þær aðstæður eina rétta að taka samtalið og beina fólki á rétta braut. Ég fagna umræðunni. Ég fagna því að fólk tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum í þessum málefnum. En um leið og fólk tjáir sig þá verðum við líka að huga að því hvernig við svörum því. Sé tjáningin vitlaus eða að fólk fari með rangt mál þá getur það ekki verið rétt viðbragð að úthrópa viðkomandi sem fáfróðan rasista, eða á hinn bóginn að úthrópa viðkomandi “góða fólkið” sem hefur ekki skilning á aðstæðum. Það gengur ekki. Við eigum að fagna því að fólk spyrji spurninga og tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum, það er svo á okkar ábyrgð að leiðbeina og taka samtalið. Ég trúi því að við séum flest með hjartað á réttum stað. Ég trúi því að hvort sem fólk tjáir sig svona eða hinsegin í málefnum útlendinga, þá liggi í grunninn góð hugsun að baki, ekki eintómt hatur og mannvonska. Ég vona að við sem samfélag getum tekið umræðuna á hærra plan og nálgast samtalið út frá málefnum, rökum, tölum og gögnum. Það gagnast umræðunni engan veginn að skapa sér andstæðinga í öllum hornum. Höfundur er formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að útlendingamál hafa farið mikinn í samfélagsumræðunni á undanförnum vikum. Mismunandi sjónarmið, áherslur og skoðanir hafa átt sér stað, sem er ekki óeðlilegt í lýðræðissamfélagi. Við megum vera ósammála og við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna um málefni líðandi stundar. En einhvern veginn virðist þetta ekki vera raunin. Það hvarflar hreinlega að manni að við séum ófær um að geta átt samtalið um þessi mál og áhrifin, sama hve lítil eða mikil við teljum þau vera, á samfélagið okkar. Þegar upp er staðið þá hafa orðið gríðarlegar breytingar á okkar samfélagi undanfarin ár, hvort sem við teljum það jákvæðar eða neikvæðar breytingar. Hlutfall þeirra sem hér búa og eru af erlendi bergi brotnir hefur hækkað. Hælisleitendum og flóttafólki hefur fjölgað og öllum breytingum fylgja áskoranir. Við leysum ekki áskoranirnar með því að loka augunum og það er okkur eðlilegt að óttast breytingar eða í það minnsta staldra aðeins við þær. Að því sögðu þá skiptir að sjálfsögðu máli hvernig við tökumst á við þessar áskoranir, en það verður ekki gert með því að úthrópa hvort annað þegar okkur mislíkar orðræðan. Sértu talinn til vinstri í útlendingamálum ertu úthrópaður no-borders aktívisti sem vill bara stjórnleysi. Sértu talinn til hægri í útlendingamálum ertu úthrópaður ómannúðlegur rasisti. Hvernig í ósköpunum á umræðan að geta orðið árangursrík þegar við nálgumst hana svona? Hvoru megin sem fólk er talið þá verðum við að ætla að í grunninn sé þetta fólk sem er annt um samfélagið sitt, þó svo okkur kunni að þykja nálgunin röng. Er við þær aðstæður eina rétta að taka samtalið og beina fólki á rétta braut. Ég fagna umræðunni. Ég fagna því að fólk tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum í þessum málefnum. En um leið og fólk tjáir sig þá verðum við líka að huga að því hvernig við svörum því. Sé tjáningin vitlaus eða að fólk fari með rangt mál þá getur það ekki verið rétt viðbragð að úthrópa viðkomandi sem fáfróðan rasista, eða á hinn bóginn að úthrópa viðkomandi “góða fólkið” sem hefur ekki skilning á aðstæðum. Það gengur ekki. Við eigum að fagna því að fólk spyrji spurninga og tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum, það er svo á okkar ábyrgð að leiðbeina og taka samtalið. Ég trúi því að við séum flest með hjartað á réttum stað. Ég trúi því að hvort sem fólk tjáir sig svona eða hinsegin í málefnum útlendinga, þá liggi í grunninn góð hugsun að baki, ekki eintómt hatur og mannvonska. Ég vona að við sem samfélag getum tekið umræðuna á hærra plan og nálgast samtalið út frá málefnum, rökum, tölum og gögnum. Það gagnast umræðunni engan veginn að skapa sér andstæðinga í öllum hornum. Höfundur er formaður ASÍ-UNG.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun