Dagur kom á óvart og sleppti stórstjörnu Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 15:31 Dagur Sigurðsson fer beint í djúpu laugina sem nýr þjálfari Króatíu því fram undan er umspil um sæti á Ólympíuleikunum. Instagram/@hrs_insta Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum. Cindric er þrítugur og lék í fjögur ár með Barcelona áður en hann fór til Dinamo Búkarest í fyrra. Hann var um tíma besti leikmaður Króatíu og í allra fremstu röð í heiminum, og til að mynda valinn leikmaður ársins í Evrópu árið 2017 og leikstjórnandi ársins í Meistaradeildinni 2021. Á EM í janúar skoraði Cindric 14 mörk í sjö leikjum, úr 27 skotum, og þótti ekki standa undir væntingum. Sú ákvörðun Dags að hafa hann ekki svo mikið sem í hópnum núna kemur þó á óvart samkvæmt króatískum miðlum sem taka fram að ástæðan fyrir þessari ákvörðun liggi ekki fyrir. Dagur kom einnig á óvart með því að velja tvo leikmenn sem ekki voru á 35 manna lista sem króatíska sambandið hafði birt. Það eru þeir Davor Cavara úr Zagreb og Zlatko Rauzan úr Sesvet. Þá snýr gamla brýnið Jakob Gojun, 37 ára, aftur í landsliðið eftir að hafa verið í hlutverki sérfræðings í sjónvarpi á EM í janúar. Dagur valdi 21 leikmann til æfinga en fer svo með 20 menn með sér til Hannover í Þýskalandi 13. mars, þar sem ólympíuumspilið fer fram. Þar mætir Króatía liði Austurríkis í fyrsta leik, því næst Þýskalandi og loks Alsír 17. mars. Tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira
Cindric er þrítugur og lék í fjögur ár með Barcelona áður en hann fór til Dinamo Búkarest í fyrra. Hann var um tíma besti leikmaður Króatíu og í allra fremstu röð í heiminum, og til að mynda valinn leikmaður ársins í Evrópu árið 2017 og leikstjórnandi ársins í Meistaradeildinni 2021. Á EM í janúar skoraði Cindric 14 mörk í sjö leikjum, úr 27 skotum, og þótti ekki standa undir væntingum. Sú ákvörðun Dags að hafa hann ekki svo mikið sem í hópnum núna kemur þó á óvart samkvæmt króatískum miðlum sem taka fram að ástæðan fyrir þessari ákvörðun liggi ekki fyrir. Dagur kom einnig á óvart með því að velja tvo leikmenn sem ekki voru á 35 manna lista sem króatíska sambandið hafði birt. Það eru þeir Davor Cavara úr Zagreb og Zlatko Rauzan úr Sesvet. Þá snýr gamla brýnið Jakob Gojun, 37 ára, aftur í landsliðið eftir að hafa verið í hlutverki sérfræðings í sjónvarpi á EM í janúar. Dagur valdi 21 leikmann til æfinga en fer svo með 20 menn með sér til Hannover í Þýskalandi 13. mars, þar sem ólympíuumspilið fer fram. Þar mætir Króatía liði Austurríkis í fyrsta leik, því næst Þýskalandi og loks Alsír 17. mars. Tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb
Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb
Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira