Handbolti

Enginn víta­hrollur í Ómari Inga að undan­förnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon hefur verið sannfærandi á vítapunktinum að undanförnu.
Ómar Ingi Magnússon hefur verið sannfærandi á vítapunktinum að undanförnu. Getty/Mario Hommes

Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon fór illa með vítin á EM í Þýskalandi en hann hefur skorað úr flestum vítum allra í þýsku deildinni

Ómar Ingi féll á vítaprófinu með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í janúar þar sem hann klikkaði á sjö vítum. Allt aðra sögu er að segja af okkar manni í þýsku deildinni.

Ómar hefur sýnt að undanförnu að vandræðin á vítapunktinum á EM voru sem betur fer bara tímabundin. Hann nýtti þá aðeins 8 af 15 vítum sínum eða aðeins 53 prósent.

Ómar fór á kostum á vítalínunni í sigri Madgeburg í Íslendingaslagnum á Gummersbach um helgina þar sem hann nýtti 10 af 11 vítum sínum sem gerir 91 prósent vítanýtingu.

Ómar er nú sá leikmaður sem hefur skorað úr langflestum vítaskotum í allri þýsku deildinni.

Ómar hefur alls skorað 82 vítamörk eða átta fleiri en næsti maður sem er íslenski Daninn Hans Lindberg með 74 vítamörk.

Ómar hefur nýtt 77 prósent víta sinna því 82 af 107 vítum hans hafa farið rétta leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×