Ný nálgun á húsnæðismál Arnþór Sigurðsson skrifar 2. mars 2024 15:00 Húsnæði fyrir alla. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu hljóma? Hugsunin er falleg enda er húsnæði mannréttindamál. Hver einstaklingur á rétt á að hafa þak yfir höfuðið. Húsnæði sem byggt er getur staðið í 100 ár og jafnvel lengur ef vel er byggt og eigninni vel við haldið. Það er hinsvegar staðreynd að fólk skiptir um húsnæði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir ævina. Ýmsar ástæður geta valdið því að skipt erum húsnæði. Fjölskyldur stækka eða minnka, tekjur breytast og þá getur orðið breyting á, t.d. þörf á breyttri húsnæðisstærð. Í upphafi við kaup á húsnæði þarf að fjármagna kaupin að fullu. Þrátt fyrir að eignahluturinn sé ekki meiri en 20% þarf skuldbindingin að vera 100%. Þessi skuldbinding veldur því að stór hluti fólks getur ekki tekið á sig þessa skuldbindingu vegna of lágra tekna. Húsnæði er dýrt og það er þungur baggi að fjármagna húsnæði sem er ætlað að standa í 100 ár. Skuldbindingin er mikil og lítið má út af bera á erfiðum tímum. Þessi útfærsla á húsnæðisviðskiptum er afskaplega óhagstæð fyrir venjulegt fólk og ómöguleg fyrir tekjuminna fólk. Það er ákveðin skekkja í því falin að ætla fólki að skuldbinda sig fyrir lífstíð við kaup á húsnæði. Það er mikil þörf á því að breyta þessu, og koma með nýja nálgun í þessum málum. Til þess þarf breytta hugsun í fjármögnun húsnæðis. Það er vel hægt. Okkar ágæta lífeyrissjóðakerfi þarf örugga ávöxtun og það má deila um hvort að farið sé bestu leiðir í ávöxtun sjóðanna í dag. Fjárfestingar í óstöðugum rekstri skila ekki alltaf ávöxtun. Öruggasta ávöxtunin er án efa lán til einstaklinga til húsnæðiskaupa. Þar eru öruggar tryggingar í húsnæðinu sjálfu og má segja að lífeyrissjóðirnir séu með belti og axlabönd. Það mætti fara aðra leið í ávöxtun lífeyrissjóðanna. Við kaup einstaklinga á húsnæði tæki lífeyrissjóðurinn þátt í kaupunum, einstaklingur eða fjölskylda kaupir 50% sem hann fær að láni hjá lífeyrisjóðum en lífeyrissjóðurinn kaupir 50% í eigninni. Einstaklingurinn eða fjölskyldan getur líka lagt fram eigið fé til kaupanna ef það er til og lækkar þá greiðslubyrðina, og bera ábyrgðina á að reka og viðhalda húsnæðinu. Lífeyrissjóðurinn er aðeins 50% eigandi. Þegar fjölskyldan vill selja þá er í raun sala á 50% eignarinnar en lífeyrissjóðurinn heldur sínum hlut áfram. Á einhverjum tímapunkti getur lífeyrissjóðurinn selt sinn hlut og leyst þannig út fjárfestinguna sína. Einstaklingurinn eða fjölskyldan greiðir því aðeins 50% af fjármögnun eignarinnar, sem er mun viðráðanlegra heldur en boðið er upp á í dag. Það er staðreynd að húsnæði er örugg fjárfesting og lífeyrissjóðirnir taka ekki áhættu á því að vera meðeigendur í húsnæði og fá sína ávöxtun í gegnum söluna. Hitt er svo eðlilegra að fólk sem dvelur í skemmri tíma í húsæði þarf ekki að fjármagna eign að fullu sem er þungur baggi. Þarna gætu farið saman hagsmunir lífeyrissjóða og þeirra sem velja að eiga helming í húsnæði á móti lífeyrissjóðnum. Hér er um hugarfarsbreytingu að ræða. Húsnæðismál eru í afskaplega slæmum farvegi og má segja að hér ríki einokunarstefna. Fólk er upp á byggingaverktaka komið með framboð á húsnæði. Henti þeim ekki að byggja, þá verður einfaldlega skortur á húsnæði sem hefur verið staðan í mörg ár. Með nýrri hugsun og nýjum nálgunum má losa almenning undan þessu ofríki byggingaverktaka á húsnæðisframboði. Með nýju kerfi væri eðlilegt að byggt væri nýtt húsnæði en eldra húsnæði væri ekki tekið inn í þessa mynd. Þannig myndi þetta nýja kerfi ekki valda spennu á húsnæðisverði. Það þyrfti að byggja mikið og áætlun þyrfti að vera um byggingu á húsnæði til margar ára til þess að tryggja gott framboð á slíku húsnæði sem verður án efa eftirsótt. Hér er ekki hugsunin að gefa eða rýra ávöxtun lífeyrissjóðanna, heldur að gefa fólki tækifæri á því að búa við öryggi í húsnæðismálum og jafnframt að bjóða lífeyrissjóðunum örugga langtímafjárfestingu. Höfundur er félagi í VR og í frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Húsnæði fyrir alla. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu hljóma? Hugsunin er falleg enda er húsnæði mannréttindamál. Hver einstaklingur á rétt á að hafa þak yfir höfuðið. Húsnæði sem byggt er getur staðið í 100 ár og jafnvel lengur ef vel er byggt og eigninni vel við haldið. Það er hinsvegar staðreynd að fólk skiptir um húsnæði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir ævina. Ýmsar ástæður geta valdið því að skipt erum húsnæði. Fjölskyldur stækka eða minnka, tekjur breytast og þá getur orðið breyting á, t.d. þörf á breyttri húsnæðisstærð. Í upphafi við kaup á húsnæði þarf að fjármagna kaupin að fullu. Þrátt fyrir að eignahluturinn sé ekki meiri en 20% þarf skuldbindingin að vera 100%. Þessi skuldbinding veldur því að stór hluti fólks getur ekki tekið á sig þessa skuldbindingu vegna of lágra tekna. Húsnæði er dýrt og það er þungur baggi að fjármagna húsnæði sem er ætlað að standa í 100 ár. Skuldbindingin er mikil og lítið má út af bera á erfiðum tímum. Þessi útfærsla á húsnæðisviðskiptum er afskaplega óhagstæð fyrir venjulegt fólk og ómöguleg fyrir tekjuminna fólk. Það er ákveðin skekkja í því falin að ætla fólki að skuldbinda sig fyrir lífstíð við kaup á húsnæði. Það er mikil þörf á því að breyta þessu, og koma með nýja nálgun í þessum málum. Til þess þarf breytta hugsun í fjármögnun húsnæðis. Það er vel hægt. Okkar ágæta lífeyrissjóðakerfi þarf örugga ávöxtun og það má deila um hvort að farið sé bestu leiðir í ávöxtun sjóðanna í dag. Fjárfestingar í óstöðugum rekstri skila ekki alltaf ávöxtun. Öruggasta ávöxtunin er án efa lán til einstaklinga til húsnæðiskaupa. Þar eru öruggar tryggingar í húsnæðinu sjálfu og má segja að lífeyrissjóðirnir séu með belti og axlabönd. Það mætti fara aðra leið í ávöxtun lífeyrissjóðanna. Við kaup einstaklinga á húsnæði tæki lífeyrissjóðurinn þátt í kaupunum, einstaklingur eða fjölskylda kaupir 50% sem hann fær að láni hjá lífeyrisjóðum en lífeyrissjóðurinn kaupir 50% í eigninni. Einstaklingurinn eða fjölskyldan getur líka lagt fram eigið fé til kaupanna ef það er til og lækkar þá greiðslubyrðina, og bera ábyrgðina á að reka og viðhalda húsnæðinu. Lífeyrissjóðurinn er aðeins 50% eigandi. Þegar fjölskyldan vill selja þá er í raun sala á 50% eignarinnar en lífeyrissjóðurinn heldur sínum hlut áfram. Á einhverjum tímapunkti getur lífeyrissjóðurinn selt sinn hlut og leyst þannig út fjárfestinguna sína. Einstaklingurinn eða fjölskyldan greiðir því aðeins 50% af fjármögnun eignarinnar, sem er mun viðráðanlegra heldur en boðið er upp á í dag. Það er staðreynd að húsnæði er örugg fjárfesting og lífeyrissjóðirnir taka ekki áhættu á því að vera meðeigendur í húsnæði og fá sína ávöxtun í gegnum söluna. Hitt er svo eðlilegra að fólk sem dvelur í skemmri tíma í húsæði þarf ekki að fjármagna eign að fullu sem er þungur baggi. Þarna gætu farið saman hagsmunir lífeyrissjóða og þeirra sem velja að eiga helming í húsnæði á móti lífeyrissjóðnum. Hér er um hugarfarsbreytingu að ræða. Húsnæðismál eru í afskaplega slæmum farvegi og má segja að hér ríki einokunarstefna. Fólk er upp á byggingaverktaka komið með framboð á húsnæði. Henti þeim ekki að byggja, þá verður einfaldlega skortur á húsnæði sem hefur verið staðan í mörg ár. Með nýrri hugsun og nýjum nálgunum má losa almenning undan þessu ofríki byggingaverktaka á húsnæðisframboði. Með nýju kerfi væri eðlilegt að byggt væri nýtt húsnæði en eldra húsnæði væri ekki tekið inn í þessa mynd. Þannig myndi þetta nýja kerfi ekki valda spennu á húsnæðisverði. Það þyrfti að byggja mikið og áætlun þyrfti að vera um byggingu á húsnæði til margar ára til þess að tryggja gott framboð á slíku húsnæði sem verður án efa eftirsótt. Hér er ekki hugsunin að gefa eða rýra ávöxtun lífeyrissjóðanna, heldur að gefa fólki tækifæri á því að búa við öryggi í húsnæðismálum og jafnframt að bjóða lífeyrissjóðunum örugga langtímafjárfestingu. Höfundur er félagi í VR og í frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun