Rangfærslur framkvæmdarstjóra Ísteka Meike E. Witt Pétursdóttir skrifar 1. mars 2024 13:30 Það var áhugavert að horfa og hlusta á framkvæmdastjóra Ísteka í Kastljós þættinum þann 28. febrúar. Í marga mánuði hafði María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona RÚV reynt án árangurs að ná í yfirmenn Ísteka til að tjá sig um ýmis álitamál í blóðmerabúskapnum. Það var ekki fyrr en hinn átakanlegi Kveiksþátturinn um blóðmerar var farinn í loftið að forsvarsmaður Ísteka, framkvæmdastjórinn Arnþór Gunnlaugsson, vildi koma fram opinberlega í fjölmiðlum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samtök um dýravelferð (SDÍ) finna sig knúin til að leiðrétta fullyrðingar og ósannindi sem framkvæmdastjóri Ísteka fer með í fjölmiðlum. Lengd ofbeldisins Bergsteinn Sigurðsson, umsjónarmaður Kastljóss, byrjaði á því að spyrja Arnþór hvort myndböndin sem Tierschutzbund Zürich/Animal Welfare Foundation (TSB) gerðu væru lýsandi fyrir þennan iðnað. Strax á fyrsta svari Arnþórs kom í ljós hvers eðlis varnamúr fyrirtækisins er. Hann sagði að „það voru einhverjar sekúndur inni í myndböndum samtakanna sem við settum spurningarmerki við“. Í fyrsta lagi voru þetta ekki bara „einhverjar sekúndur“ af barsmíðum og ofbeldi gagnvart varnarlausum dýrum og í öðru lagi er fáránlegt að nota þau rök að ofbeldi sé í lagi svo lengi sem það standi bara þokkalega stutt yfir. Það er eins og að segja að það sé í lagi að berja börnin sín, svo lengi sem maður sé bara snöggur að því.... Verð til bænda Í viðtalinu gortar Arnþór sig af því að verð til bænda hafi hækkað um 50% frá 2021. Það hljómar vel í fyrstu en þegar yfirlit Ísteka frá 13.desember 2023 er skoðað nánar var skilaverð blóðs úr meðalhryssu um 112 þúsund krónur án vsk. Það eru sem sagt innan við 10.000 kr á mánuði á ársgrundvelli. Hver hestamaður sem heldur hross og ekki síst fylfullar hryssur og hugsar vel um sínar skepnur (þ.m.t. ormahreinsun, hófhirða, gott hey á veturnar) veit að sú upphæð dugar skammt. En þessar greiðslur Ísteka til bóndans eiga ekki bara að halda hestinum uppi heldur eiga þau líka að dekka laun bóndans og aðstoðarmanna við blóðtökur, viðhald á girðingum og tækjum, áburðinn á túnin, plastið utan um heyið, tryggingar etc. Allur þessi kostnaður hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum. Á fundi sem fulltrúar SDÍ sátu með Arnþóri vorið 2022 spurðum við Arnþór hvað yrði um bændurnar sem höfðu sagt upp samninga sína við Ísteka vegna óánægju með greiðslukjör Ísteka. Svarið hans var stutt: „ Mér liggur ekkert á að semja við þessa bændur, þeir komu sér sjálfir í þessa stöðu“. Lýsir þetta svar ágætlega afstöðu Ísteka til bænda sem eru háðir þeim. Það er okkur óskiljanlegt hvers vegna Bændasamtökin, með formanninn Gunnar Þorgeirsson í fararbroddi, séu ennþá að tala með þessum iðnaði. Afstaða Bændasamtakanna í þessu máli er frekar sérstök, sérstaklega í ljósi þess að PMSG sem er unnið úr íslenskum hryssum er aðallega flutt út til Þýskalands og er þar notað til að styðja við verksmiðjubúskap sem framleiðir ódýrt svínakjöt á kostnað dýravelferðar. Þetta útlenska svínakjöt er svo aftur flutt til Íslands (1718 tonn árið 2022 skv Hagstofu) og er í beinni samkeppni við íslenskt svínakjöt sem er framleitt án PMSG. Skv. svínabónda sem rekur eitt af þeim fáum fjölskyldusvínabúum sem eftir eru á Íslandi, hefur þetta innflutta svínakjöt gríðarlegt áhrif á verðmyndun á Íslandi. Þó að íslenskum svínabændum takist að selja sitt kjöt, þurfa þeir að keppa við verð sem er í raun undir framleiðslukostnaði enda kröfur hér á landi töluverðar hvað varðar aðbúnað svínabúa og dýravelferð. Sú spurning kemur upp hvort svínabændur séu það lágt settir hjá Bændasamtökunum að PMSG framleiðslan fyrir útlenskan svínaverksmiðjubúskap sé metin hærra en afkoma íslenskra svínabænda sem þurfa að standa í næstum vonlausri samkeppni við ódýrara innflutta svínakjötið? Bara leikrit í boði Í Kastljósi var Arnþór spurður að því hvers vegna það væri svona mikill leyndarhjúpur sleginn um blóðtökurnar sjálfar, fyrst þær færu svona friðsamlega fram eins og fyrirtækið hefur ávallt haldið fram. Svarið hans var: „Við höfum hleypt fjölmiðlum að þegar okkur hefur sýnst svo.“ Í sambandi við það viljum við taka fram: Á áðurnefndum fundi vorið 2022 spurði Arnþór okkur hvað hann þyrfti að gera til að sannfæra okkur hjá SDÍ um að þau atvik sem sjáist í myndböndum TSB væru bara „einstök atvik“ og endurspegli ekki raunveruleikann á blóðmerabúunum. Við tjáðum honum að við vildum sjá sjálf hvernig blóðtökurnar færu fram. Hann sagði að því væri erfitt að koma um kring, enda vildu bændur ekki fá okkur. Við bentum honum á að fyrirtækið Ísteka væri stærsti blóðhryssueigandi landsins og við hefðum jafn mikinn áhuga á að sjá blóðtökurnar á þeim stöðum sem Ísteka væri með sínar eigin blóðtökur á eigin hryssum enda myndi maður halda að allt væri til fyrirmyndar þar. Arnþór bað um umhugsunarfrest. Þegar sumarið kom, ítrekuðum við ósk okkar um að fá að sjá sjálf og fengum neitun: „Ísteka gæti ekki orðið að ósk okkar um að fá að fylgjast með blóðtökum.“ Það er greinilegt að bara útvaldir fá að fylgjast með einstökum blóðtökum á útvöldum hryssum, þegar það hentar fyrirtækinu. Fullyrðingar Ísteka um að blóðtökurnar fari friðsamlega fram eru þar með byggðar á veikum stoðum að okkar mati. „Það er bara rangt“ Þegar Arnþór var spurður hvort Ísteka gæti starfað undir reglugerð 460/2017 – Reglugerð um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni sagði hann að þau gætu það alveg en „það væri bara rangt“. Engin frekari rök fylgdu þessari fullyrðingu nema að blóð væri bara landbúnaðarafurð eins og mjólk og að þau hefðu fengu að gera þetta svona til fjölda ára. Á móti þessum frekar snubbóttu fullyrðingum stendur ítarleg 32 bls. skýrsla ESA um hvers vegna þessar hryssur eiga einmitt að heyra undir þessa reglugerð. Þess má geta að þó að reglugerði 460/2017 hafi verið innleidd á Íslandi árið 2017, hafði hún ekki áhrif á starfsemi Ísteka fyrr en árið 2020 þegar fyrirtækið sótti um nýtt leyfi. Þau skjöl sem við höfum undir höndum ss fundargerðir og annað, sýna hversu mikið Ísteka var í mun um að sleppa undan þessari reglugerð. Ástæðan fyrir því er rakin ágætlega í viðtali sem Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, frá því í september í 2023. Þar útskýrir hún þær ströngu kvaðir og skilyrði sem fylgja reglugerð 460/2017. Eins og kemur fram í Kveiksþættinum, þá varð MAST á að láta undan þrýstingi frá Ísteka að sleppa við 460/2017 árið 2020 og fékk íslenska ríkið áminningu frá ESA í kjölfarið. Hvort Arnþóri eða öðrum forsvarsmönnum Ísteka finnist „þetta rangt“ hefur litla þýðingu í þessu máli. „PMSG er nauðsynlegt í landbúnaði í þessum stórum heimi“ Þessi fullyrðing Arnþórs er hjákátleg í besta falli, í ljósi þess að allir íslenskir svínabændur komast af án notkunar á PMSG. PMSG er einnig bannað í öllum lífrænum landbúnaði. Svissneskir svínabændur hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að sleppa PMSG. Danskir dýralæknar mæla gegn notkun þess. Þó að Þýskaland sé stærsta innflutningsland fyrir PMSG frá Íslandi hefur þýska „Bundestierärztekammer“ (systurstofnun MAST) gefið út ályktun um að „notkun PMSG skuli forðast þar sem notkun þess er ekki nauðsynlegt. Aðrar aðferðir (þmt líftæknilegar) eru í boði.“ „Blóð er eins og mjólk“ Arnþór hélt því fram að blóðtakan væri eins og venjuleg landbúnaðarafurð, að blóðtakan væri í raun ekkert öðruvísi en að mjólka kú. En eins og Rósa Líf Darradóttir, læknir, útskýrir í grein sinni „Blóð er ekki mjólk“ þá er þessi samanburður fráleiddur. Enda er mjólk framleidd af kúnni til að fæða kálfinn sinn og er ekki sótt með inngripi inn í hjarta og æðakerfi dýrsins sem aðeins skal framkvæmt af dýralækni. Höfundur situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýraheilbrigði Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að horfa og hlusta á framkvæmdastjóra Ísteka í Kastljós þættinum þann 28. febrúar. Í marga mánuði hafði María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona RÚV reynt án árangurs að ná í yfirmenn Ísteka til að tjá sig um ýmis álitamál í blóðmerabúskapnum. Það var ekki fyrr en hinn átakanlegi Kveiksþátturinn um blóðmerar var farinn í loftið að forsvarsmaður Ísteka, framkvæmdastjórinn Arnþór Gunnlaugsson, vildi koma fram opinberlega í fjölmiðlum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samtök um dýravelferð (SDÍ) finna sig knúin til að leiðrétta fullyrðingar og ósannindi sem framkvæmdastjóri Ísteka fer með í fjölmiðlum. Lengd ofbeldisins Bergsteinn Sigurðsson, umsjónarmaður Kastljóss, byrjaði á því að spyrja Arnþór hvort myndböndin sem Tierschutzbund Zürich/Animal Welfare Foundation (TSB) gerðu væru lýsandi fyrir þennan iðnað. Strax á fyrsta svari Arnþórs kom í ljós hvers eðlis varnamúr fyrirtækisins er. Hann sagði að „það voru einhverjar sekúndur inni í myndböndum samtakanna sem við settum spurningarmerki við“. Í fyrsta lagi voru þetta ekki bara „einhverjar sekúndur“ af barsmíðum og ofbeldi gagnvart varnarlausum dýrum og í öðru lagi er fáránlegt að nota þau rök að ofbeldi sé í lagi svo lengi sem það standi bara þokkalega stutt yfir. Það er eins og að segja að það sé í lagi að berja börnin sín, svo lengi sem maður sé bara snöggur að því.... Verð til bænda Í viðtalinu gortar Arnþór sig af því að verð til bænda hafi hækkað um 50% frá 2021. Það hljómar vel í fyrstu en þegar yfirlit Ísteka frá 13.desember 2023 er skoðað nánar var skilaverð blóðs úr meðalhryssu um 112 þúsund krónur án vsk. Það eru sem sagt innan við 10.000 kr á mánuði á ársgrundvelli. Hver hestamaður sem heldur hross og ekki síst fylfullar hryssur og hugsar vel um sínar skepnur (þ.m.t. ormahreinsun, hófhirða, gott hey á veturnar) veit að sú upphæð dugar skammt. En þessar greiðslur Ísteka til bóndans eiga ekki bara að halda hestinum uppi heldur eiga þau líka að dekka laun bóndans og aðstoðarmanna við blóðtökur, viðhald á girðingum og tækjum, áburðinn á túnin, plastið utan um heyið, tryggingar etc. Allur þessi kostnaður hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum. Á fundi sem fulltrúar SDÍ sátu með Arnþóri vorið 2022 spurðum við Arnþór hvað yrði um bændurnar sem höfðu sagt upp samninga sína við Ísteka vegna óánægju með greiðslukjör Ísteka. Svarið hans var stutt: „ Mér liggur ekkert á að semja við þessa bændur, þeir komu sér sjálfir í þessa stöðu“. Lýsir þetta svar ágætlega afstöðu Ísteka til bænda sem eru háðir þeim. Það er okkur óskiljanlegt hvers vegna Bændasamtökin, með formanninn Gunnar Þorgeirsson í fararbroddi, séu ennþá að tala með þessum iðnaði. Afstaða Bændasamtakanna í þessu máli er frekar sérstök, sérstaklega í ljósi þess að PMSG sem er unnið úr íslenskum hryssum er aðallega flutt út til Þýskalands og er þar notað til að styðja við verksmiðjubúskap sem framleiðir ódýrt svínakjöt á kostnað dýravelferðar. Þetta útlenska svínakjöt er svo aftur flutt til Íslands (1718 tonn árið 2022 skv Hagstofu) og er í beinni samkeppni við íslenskt svínakjöt sem er framleitt án PMSG. Skv. svínabónda sem rekur eitt af þeim fáum fjölskyldusvínabúum sem eftir eru á Íslandi, hefur þetta innflutta svínakjöt gríðarlegt áhrif á verðmyndun á Íslandi. Þó að íslenskum svínabændum takist að selja sitt kjöt, þurfa þeir að keppa við verð sem er í raun undir framleiðslukostnaði enda kröfur hér á landi töluverðar hvað varðar aðbúnað svínabúa og dýravelferð. Sú spurning kemur upp hvort svínabændur séu það lágt settir hjá Bændasamtökunum að PMSG framleiðslan fyrir útlenskan svínaverksmiðjubúskap sé metin hærra en afkoma íslenskra svínabænda sem þurfa að standa í næstum vonlausri samkeppni við ódýrara innflutta svínakjötið? Bara leikrit í boði Í Kastljósi var Arnþór spurður að því hvers vegna það væri svona mikill leyndarhjúpur sleginn um blóðtökurnar sjálfar, fyrst þær færu svona friðsamlega fram eins og fyrirtækið hefur ávallt haldið fram. Svarið hans var: „Við höfum hleypt fjölmiðlum að þegar okkur hefur sýnst svo.“ Í sambandi við það viljum við taka fram: Á áðurnefndum fundi vorið 2022 spurði Arnþór okkur hvað hann þyrfti að gera til að sannfæra okkur hjá SDÍ um að þau atvik sem sjáist í myndböndum TSB væru bara „einstök atvik“ og endurspegli ekki raunveruleikann á blóðmerabúunum. Við tjáðum honum að við vildum sjá sjálf hvernig blóðtökurnar færu fram. Hann sagði að því væri erfitt að koma um kring, enda vildu bændur ekki fá okkur. Við bentum honum á að fyrirtækið Ísteka væri stærsti blóðhryssueigandi landsins og við hefðum jafn mikinn áhuga á að sjá blóðtökurnar á þeim stöðum sem Ísteka væri með sínar eigin blóðtökur á eigin hryssum enda myndi maður halda að allt væri til fyrirmyndar þar. Arnþór bað um umhugsunarfrest. Þegar sumarið kom, ítrekuðum við ósk okkar um að fá að sjá sjálf og fengum neitun: „Ísteka gæti ekki orðið að ósk okkar um að fá að fylgjast með blóðtökum.“ Það er greinilegt að bara útvaldir fá að fylgjast með einstökum blóðtökum á útvöldum hryssum, þegar það hentar fyrirtækinu. Fullyrðingar Ísteka um að blóðtökurnar fari friðsamlega fram eru þar með byggðar á veikum stoðum að okkar mati. „Það er bara rangt“ Þegar Arnþór var spurður hvort Ísteka gæti starfað undir reglugerð 460/2017 – Reglugerð um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni sagði hann að þau gætu það alveg en „það væri bara rangt“. Engin frekari rök fylgdu þessari fullyrðingu nema að blóð væri bara landbúnaðarafurð eins og mjólk og að þau hefðu fengu að gera þetta svona til fjölda ára. Á móti þessum frekar snubbóttu fullyrðingum stendur ítarleg 32 bls. skýrsla ESA um hvers vegna þessar hryssur eiga einmitt að heyra undir þessa reglugerð. Þess má geta að þó að reglugerði 460/2017 hafi verið innleidd á Íslandi árið 2017, hafði hún ekki áhrif á starfsemi Ísteka fyrr en árið 2020 þegar fyrirtækið sótti um nýtt leyfi. Þau skjöl sem við höfum undir höndum ss fundargerðir og annað, sýna hversu mikið Ísteka var í mun um að sleppa undan þessari reglugerð. Ástæðan fyrir því er rakin ágætlega í viðtali sem Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, frá því í september í 2023. Þar útskýrir hún þær ströngu kvaðir og skilyrði sem fylgja reglugerð 460/2017. Eins og kemur fram í Kveiksþættinum, þá varð MAST á að láta undan þrýstingi frá Ísteka að sleppa við 460/2017 árið 2020 og fékk íslenska ríkið áminningu frá ESA í kjölfarið. Hvort Arnþóri eða öðrum forsvarsmönnum Ísteka finnist „þetta rangt“ hefur litla þýðingu í þessu máli. „PMSG er nauðsynlegt í landbúnaði í þessum stórum heimi“ Þessi fullyrðing Arnþórs er hjákátleg í besta falli, í ljósi þess að allir íslenskir svínabændur komast af án notkunar á PMSG. PMSG er einnig bannað í öllum lífrænum landbúnaði. Svissneskir svínabændur hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að sleppa PMSG. Danskir dýralæknar mæla gegn notkun þess. Þó að Þýskaland sé stærsta innflutningsland fyrir PMSG frá Íslandi hefur þýska „Bundestierärztekammer“ (systurstofnun MAST) gefið út ályktun um að „notkun PMSG skuli forðast þar sem notkun þess er ekki nauðsynlegt. Aðrar aðferðir (þmt líftæknilegar) eru í boði.“ „Blóð er eins og mjólk“ Arnþór hélt því fram að blóðtakan væri eins og venjuleg landbúnaðarafurð, að blóðtakan væri í raun ekkert öðruvísi en að mjólka kú. En eins og Rósa Líf Darradóttir, læknir, útskýrir í grein sinni „Blóð er ekki mjólk“ þá er þessi samanburður fráleiddur. Enda er mjólk framleidd af kúnni til að fæða kálfinn sinn og er ekki sótt með inngripi inn í hjarta og æðakerfi dýrsins sem aðeins skal framkvæmt af dýralækni. Höfundur situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ).
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar