Blóð er ekki mjólk Rósa Líf Darradóttir skrifar 29. febrúar 2024 11:00 Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi dýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar. Mjólk, framleidd af kirtlum líkamans er á engan hátt sambærileg blóði. Blóðið er sótt með læknisverki með tilheyrandi lífshættu. Blóðtakan er inngrip í æðakerfi lifandi dýra sem krefst deyfingar og dýralæknar þeir einu sem mega framkvæma verknaðinn. Að líkja þessu við mjólkun kúa eða rúning kinda er fásinna. Áhættan og þjáningin sem blóðtakan veldur dýrunum er ástæða þess að reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni gildir fyrir hryssurnar. Frá árinu 2002 til 2020 féll starfsemin undir þessa reglugerð. Þessu var breytt árið 2020 að ósk Ísteka til þess að þjóna hagsmunum fyrirtækisins. Mast féllst ranglega á þau rök að um væri að ræða framleiðslu en ekki notkun dýra í vísindaskyni og því ætti reglugerðin ekki við. Vissulega er um framleiðslu að ræða. Sökum eðli iðjunar og þjáningar dýranna verður starfsemin að falla undir reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni. Með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað hlífði MAST blóðsuguiðnaðinnum við þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér. Með þessu rændi stofnunin hryssurnar réttindum sínum. Stofnunin lét undan áfergju fyrirtækisins og skaut hryssunum undan þeirri vernd sem reglugerðin veitir þeim. Það virðist vera ásetningur Matvælastofnunnar að standa vörð um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja en ekki velferð dýra. Þetta viðhorf eftirlitsstofnunarinnar birtist okkur ítrekað og sýnir glöggt að eftirlit með velferð dýra og matvælaframleiðslu getur ekki verið sinnt af sömu stofnun. Fjölmörg dæmi sýna að hagur dýra lítur jafnan í lægra haldi fyrir hag framleiðenda við núverandi skipulag. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi dýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar. Mjólk, framleidd af kirtlum líkamans er á engan hátt sambærileg blóði. Blóðið er sótt með læknisverki með tilheyrandi lífshættu. Blóðtakan er inngrip í æðakerfi lifandi dýra sem krefst deyfingar og dýralæknar þeir einu sem mega framkvæma verknaðinn. Að líkja þessu við mjólkun kúa eða rúning kinda er fásinna. Áhættan og þjáningin sem blóðtakan veldur dýrunum er ástæða þess að reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni gildir fyrir hryssurnar. Frá árinu 2002 til 2020 féll starfsemin undir þessa reglugerð. Þessu var breytt árið 2020 að ósk Ísteka til þess að þjóna hagsmunum fyrirtækisins. Mast féllst ranglega á þau rök að um væri að ræða framleiðslu en ekki notkun dýra í vísindaskyni og því ætti reglugerðin ekki við. Vissulega er um framleiðslu að ræða. Sökum eðli iðjunar og þjáningar dýranna verður starfsemin að falla undir reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni. Með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað hlífði MAST blóðsuguiðnaðinnum við þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér. Með þessu rændi stofnunin hryssurnar réttindum sínum. Stofnunin lét undan áfergju fyrirtækisins og skaut hryssunum undan þeirri vernd sem reglugerðin veitir þeim. Það virðist vera ásetningur Matvælastofnunnar að standa vörð um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja en ekki velferð dýra. Þetta viðhorf eftirlitsstofnunarinnar birtist okkur ítrekað og sýnir glöggt að eftirlit með velferð dýra og matvælaframleiðslu getur ekki verið sinnt af sömu stofnun. Fjölmörg dæmi sýna að hagur dýra lítur jafnan í lægra haldi fyrir hag framleiðenda við núverandi skipulag. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar