Alþjóðlegur dagur heyrnar Telma Sigtryggsdóttir skrifar 3. mars 2024 07:01 Höldum virkni og lífsgæðum með forvörnum og aðstoð við kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum” Í dag er alþjóðlegur dagur heyrnar og í tilefni þess langar mig að fjalla um þau áhrif sem að heyrnartap getur haft á líf þess sem fyrir því verður. Heyrnartap getur átt sér stað á mismunandi tíma æviskeiðsins allt frá því að geta komið framm á barnsaldri, unglingsárum, fullorðinsárum eða elliárum. Alveg sama hvenær heyrnartap á sér stað þá hefur það óhjákvæmlega áhrif á líf einstaklingsins. Þegar að einstaklingur uppgötvar heyrnartap sitt og fær staðfestingu á því verður hann óneitanlega fyrir sorg. Sorg yfir því að vera búin að missa eitthvað sem er óafturkræfanlegt í flest öllum tilvikum. Því fylgir einnig mikið óöryggi og spurningar eins og “ hversu fljótt missi ég alla heyrn” “mun ég missa alla heyrn”, “ á ég ekki eftir að geta heyrt í börnunum mínum, manninum mínum, barnabörnum, vinum?” “ á ég eftir að geta unnið jafnt á við mína jafnaldra?” vakna. Afleiðingar heyrnartaps geta verið margslungnar. Sem dæmi má nefna að einstaklingar með heyrnartap geta farið að einangra sig, forðast að vera í fjölmenni, finna fyrir aukinni þreytu og pirring sem að jafnvel getur þróast í þunglyndi. Andlega þreytan við að vera alltaf að berjast við að reyna að heyra það sem framm fer í umhverfinu getur verið svo yfirþyrmandi. Það er þess vegna einstaklega mikilvægt að einstaklingur með heyrnartap eigi möguleika á að nýta sér öll þau hjálpartæki sem að í boði eru. Með því að eiga kost á því að eignast gæðaheyrnartæki og geta fengið stuðning við kaup á tækjum sem að geta aðstoðað í daglegu lífi heldur einstaklingnum virkum í samfélaginu í mun lengri tíma en ella. Því miður er rauninn samt ekki sú að auðvelt aðgengi sé að heyrnarmælingum eða niðurgreiðsla heyrnartækja eða annarra hjálpartækja sé viðunandi hér á landi. Langt í frá. Fjölmargir einstaklingar með heyrnartap neyðast til þess að bíða í meira en tvö ár eftir fyrstu mælingu og fjölmargir einstaklingar sem að þurfa að nota heyrnartæki hafa ekki efni á að kaupa sér tæki sem að nýtast þeim. Þetta getur orðið til þess að einstaklingar með heyrnartap hafa þegar dregið sig í skel, hafa fundið fyrir auknu óöryggi og litlu sjálfsmati og janvel þunglyndi þegar að loksins þeir fá tíma í mælingu og fræðslu um hvað gæti hjálpað þeim. Sumir hafa jafnvel hætt að vinna vegna þessa og hafa minnkað samskipti við fjölskyldu og vini. Það átta sig flestir á því hve mikilvægt forvarnarstarf er og hversu mikla fjármuni það getur oft skapað. Að grípa fólk fljótt með því að aðstoða það við það halda í sína getu og virkni sem lengst hlýtur að vera það bæði ríkinu, samfélaginu og einstaklingnum sem þjáist af heyrnatapi fyrir bestu. Almenn lífsgæði ættu að vera í boði fyrir alla. Höfundur er stjórnarmaður í Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra og varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Höldum virkni og lífsgæðum með forvörnum og aðstoð við kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum” Í dag er alþjóðlegur dagur heyrnar og í tilefni þess langar mig að fjalla um þau áhrif sem að heyrnartap getur haft á líf þess sem fyrir því verður. Heyrnartap getur átt sér stað á mismunandi tíma æviskeiðsins allt frá því að geta komið framm á barnsaldri, unglingsárum, fullorðinsárum eða elliárum. Alveg sama hvenær heyrnartap á sér stað þá hefur það óhjákvæmlega áhrif á líf einstaklingsins. Þegar að einstaklingur uppgötvar heyrnartap sitt og fær staðfestingu á því verður hann óneitanlega fyrir sorg. Sorg yfir því að vera búin að missa eitthvað sem er óafturkræfanlegt í flest öllum tilvikum. Því fylgir einnig mikið óöryggi og spurningar eins og “ hversu fljótt missi ég alla heyrn” “mun ég missa alla heyrn”, “ á ég ekki eftir að geta heyrt í börnunum mínum, manninum mínum, barnabörnum, vinum?” “ á ég eftir að geta unnið jafnt á við mína jafnaldra?” vakna. Afleiðingar heyrnartaps geta verið margslungnar. Sem dæmi má nefna að einstaklingar með heyrnartap geta farið að einangra sig, forðast að vera í fjölmenni, finna fyrir aukinni þreytu og pirring sem að jafnvel getur þróast í þunglyndi. Andlega þreytan við að vera alltaf að berjast við að reyna að heyra það sem framm fer í umhverfinu getur verið svo yfirþyrmandi. Það er þess vegna einstaklega mikilvægt að einstaklingur með heyrnartap eigi möguleika á að nýta sér öll þau hjálpartæki sem að í boði eru. Með því að eiga kost á því að eignast gæðaheyrnartæki og geta fengið stuðning við kaup á tækjum sem að geta aðstoðað í daglegu lífi heldur einstaklingnum virkum í samfélaginu í mun lengri tíma en ella. Því miður er rauninn samt ekki sú að auðvelt aðgengi sé að heyrnarmælingum eða niðurgreiðsla heyrnartækja eða annarra hjálpartækja sé viðunandi hér á landi. Langt í frá. Fjölmargir einstaklingar með heyrnartap neyðast til þess að bíða í meira en tvö ár eftir fyrstu mælingu og fjölmargir einstaklingar sem að þurfa að nota heyrnartæki hafa ekki efni á að kaupa sér tæki sem að nýtast þeim. Þetta getur orðið til þess að einstaklingar með heyrnartap hafa þegar dregið sig í skel, hafa fundið fyrir auknu óöryggi og litlu sjálfsmati og janvel þunglyndi þegar að loksins þeir fá tíma í mælingu og fræðslu um hvað gæti hjálpað þeim. Sumir hafa jafnvel hætt að vinna vegna þessa og hafa minnkað samskipti við fjölskyldu og vini. Það átta sig flestir á því hve mikilvægt forvarnarstarf er og hversu mikla fjármuni það getur oft skapað. Að grípa fólk fljótt með því að aðstoða það við það halda í sína getu og virkni sem lengst hlýtur að vera það bæði ríkinu, samfélaginu og einstaklingnum sem þjáist af heyrnatapi fyrir bestu. Almenn lífsgæði ættu að vera í boði fyrir alla. Höfundur er stjórnarmaður í Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra og varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar