Fólk er fólk Hlédís Sveinsdóttir skrifar 1. mars 2024 10:31 Eða það hélt ég. Ég hélt líka að öll myndum við setjast við hliðina á Rosu Parks, fremst í rútuna. Ekkert okkar myndi fangelsa Nelson Mandela og að öll myndum við hýsa Önnu Frank. Ég hélt að sagan hefði kennt okkur að standa með mannréttindum sama hverrar þjóðar, trúar eða litar fólk væri. Að við stæðum með þeim ofsóttu - gegn ofbeldi og kúgun. Nú er ég ekki viss. Það er til fólk sem fagnar aðgerðum Ísraels og það er fólk þarna úti sem kallar mig gyðingahatara fyrir að mótmæla þeim. Samt tala ég ekki um gyðinga eftir stofnun Ísraelsríkis, enda koma þeir málinu ekki við. Mér er sama á hvað fólk trúir, hverrar þjóðar fólk er og um útlit þess. Töluleg gögn geta hinsvegar kallað fram allskonar tilfinningar og skoðanir. 1947 Gyðingar áttu um 6% af landi í Palestínu. 1947 Sameinuðu þjóðirnar láta 54% lands í Palestínu í hendur gyðinga. Ísraelsríki stofnað. 1947 Heimili og jarðir hundruð þúsunda íbúa Palestínu tekið yfir af ísraelsku landtökufólki. Hundruð þúsunda íbúa Palestínu í flóttamannabúðum í eigin landi. 1948 Ísraelar taka yfir 88% af landi Palestínu (“fyrsta stríð”). 1949 UNRWA, Palestínuflóttamannahjálpin stofnuð. 1967 Ísrael hernemur það sem eftir er af palestínsku landi, Vesturbakkann og Jerúsalem (sex daga stríðið). 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum. 1948 til 2008 er áætlað að 16.000 Ísraelar hafi verið drepnir af íbúum Palestínu. 2000 til 2022 er áætlað að 2.242 palestínsk börn hafi verið drepin af Ísraelum. 2002 Ísraelsk stjórnvöld hefja byggingu á aðskilnaðarmúrnum. 2004 Aðskilnaðarmúr ísraelskra stjórnvalda dæmdur ólöglegur samkvæmt Genfarsáttmálanum. 2008 til 2022 Ísraelar myrtu 6.736 íbúa Palestínu, Palestínumenn myrtu 317 Ísraela. 2023 frá 1. jan. til 7. okt. Ísraelsmenn drápu 237 íbúa Palestínu. 2023 frá 1. jan. til 7. okt. Palestínumenn drápu 4 Ísraela. 2023 þann 7. okt. myrðir Hamas um 1.200 Ísraelsmenn. 2023 frá 7. okt. til dagsins í dag. Ísraelar hafa myrt um 30.000 íbúa Gaza og 403 íbúa Palestínu á Vesturbakkanum. Palestínumen hafa myrt 17 Ísraela á sama tíma. *inni í þessu eru ekki meðtaldir þeir sem deyja Palestínumegin vegna lélegra lífsgæða. **inni í þessu eru ekki tölur slasaðra eða tölur gísla beggja megin. Þar hallar alltaf á íbúa Palestínu. ***ég hef fullan skilning á þörf alþjóðasamfélagsins til að finna land fyrir gyðinga eftir þær ólýsanlegu hörmungar sem á undan voru gengnar. En ég hef líka fullan skilning á því að þeir íbúar sem fyrir voru í Palestínu hafi veitt mótspyrnu þegar meira en helmingur lands var gefinnundan þeim. Benda þessar tölur til þess að ísraelsk stjórnvöld vilji búa í friði með nágrönnum sínum? Árið 2002 þegar ísraelsk stjórnvöld hefja byggingu á aðskilnaðarmúrnum eru það þau sem eru búin að ræna landi, þau sem eru búin að myrða margfalt fleiri íbúa Palestínu. Stefna ísraelskra stjórnvalda byggir á zionisma og zionistastefna byggir á rétti á fyrirheitna landinu, einskonar þjóðernishyggja með kynþáttahyggju ívafi. Vinnur slík stefna í anda mannréttinda og friðar í heiminum? Þegar við ræðum um kynþáttaaðskilnaðarstefnuna í S-Afríku er enginn kallaður hvítingjahatari og þegar við ræðum skipulögð fjöldamorð á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni er enginn kallaður nasistahatari, er það? Zionistar drepa 100 litlar Önnur Frank á dag og hafa gert síðustu 5 mánuði. Það er eðlilegt að finna til andúðar gegn stefnu sem er svona andstyggileg og ómanneskjuvæn. Vandamálið er ekki andspyrna íbúa Palestínu. Vandamálið er ekki flóttafólk frá Palestínu. Vandamálið hlýtur að vera í grunninn zionismastefna stjórnvalda í Ísrael. Allt annað eru afleiðingar þeirrar stefnu. Það er okkar að verða ekki ónæm fyrir ástandinu og setja hlutina í samhengi. Við erum í grunninnöll eins. Það eru aðstæður og atlæti sem móta okkur. Gott fólk getur fylgt ömurlegri stefnu. Gott fólk getur átt erfitt eftir áratugi á vergangi. Fólk er bara fólk - og langflestir eru góðir í grunninn. Öll höfum við líka gott af því að endurstilla okkar innri áttavita endrum og eins. Lokaorðin verða frá Rachel Goldberg. Orð ísraelskrar móður sem á 23 ára son sem er í hópi gíslanna sem Hamas tók þann 7. október: „When you only get outraged when one side’s babies are killed then your moral compass is broken and your humanity is broken.” Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Frestum 15 metrunum Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Sjá meira
Eða það hélt ég. Ég hélt líka að öll myndum við setjast við hliðina á Rosu Parks, fremst í rútuna. Ekkert okkar myndi fangelsa Nelson Mandela og að öll myndum við hýsa Önnu Frank. Ég hélt að sagan hefði kennt okkur að standa með mannréttindum sama hverrar þjóðar, trúar eða litar fólk væri. Að við stæðum með þeim ofsóttu - gegn ofbeldi og kúgun. Nú er ég ekki viss. Það er til fólk sem fagnar aðgerðum Ísraels og það er fólk þarna úti sem kallar mig gyðingahatara fyrir að mótmæla þeim. Samt tala ég ekki um gyðinga eftir stofnun Ísraelsríkis, enda koma þeir málinu ekki við. Mér er sama á hvað fólk trúir, hverrar þjóðar fólk er og um útlit þess. Töluleg gögn geta hinsvegar kallað fram allskonar tilfinningar og skoðanir. 1947 Gyðingar áttu um 6% af landi í Palestínu. 1947 Sameinuðu þjóðirnar láta 54% lands í Palestínu í hendur gyðinga. Ísraelsríki stofnað. 1947 Heimili og jarðir hundruð þúsunda íbúa Palestínu tekið yfir af ísraelsku landtökufólki. Hundruð þúsunda íbúa Palestínu í flóttamannabúðum í eigin landi. 1948 Ísraelar taka yfir 88% af landi Palestínu (“fyrsta stríð”). 1949 UNRWA, Palestínuflóttamannahjálpin stofnuð. 1967 Ísrael hernemur það sem eftir er af palestínsku landi, Vesturbakkann og Jerúsalem (sex daga stríðið). 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum. 1948 til 2008 er áætlað að 16.000 Ísraelar hafi verið drepnir af íbúum Palestínu. 2000 til 2022 er áætlað að 2.242 palestínsk börn hafi verið drepin af Ísraelum. 2002 Ísraelsk stjórnvöld hefja byggingu á aðskilnaðarmúrnum. 2004 Aðskilnaðarmúr ísraelskra stjórnvalda dæmdur ólöglegur samkvæmt Genfarsáttmálanum. 2008 til 2022 Ísraelar myrtu 6.736 íbúa Palestínu, Palestínumenn myrtu 317 Ísraela. 2023 frá 1. jan. til 7. okt. Ísraelsmenn drápu 237 íbúa Palestínu. 2023 frá 1. jan. til 7. okt. Palestínumenn drápu 4 Ísraela. 2023 þann 7. okt. myrðir Hamas um 1.200 Ísraelsmenn. 2023 frá 7. okt. til dagsins í dag. Ísraelar hafa myrt um 30.000 íbúa Gaza og 403 íbúa Palestínu á Vesturbakkanum. Palestínumen hafa myrt 17 Ísraela á sama tíma. *inni í þessu eru ekki meðtaldir þeir sem deyja Palestínumegin vegna lélegra lífsgæða. **inni í þessu eru ekki tölur slasaðra eða tölur gísla beggja megin. Þar hallar alltaf á íbúa Palestínu. ***ég hef fullan skilning á þörf alþjóðasamfélagsins til að finna land fyrir gyðinga eftir þær ólýsanlegu hörmungar sem á undan voru gengnar. En ég hef líka fullan skilning á því að þeir íbúar sem fyrir voru í Palestínu hafi veitt mótspyrnu þegar meira en helmingur lands var gefinnundan þeim. Benda þessar tölur til þess að ísraelsk stjórnvöld vilji búa í friði með nágrönnum sínum? Árið 2002 þegar ísraelsk stjórnvöld hefja byggingu á aðskilnaðarmúrnum eru það þau sem eru búin að ræna landi, þau sem eru búin að myrða margfalt fleiri íbúa Palestínu. Stefna ísraelskra stjórnvalda byggir á zionisma og zionistastefna byggir á rétti á fyrirheitna landinu, einskonar þjóðernishyggja með kynþáttahyggju ívafi. Vinnur slík stefna í anda mannréttinda og friðar í heiminum? Þegar við ræðum um kynþáttaaðskilnaðarstefnuna í S-Afríku er enginn kallaður hvítingjahatari og þegar við ræðum skipulögð fjöldamorð á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni er enginn kallaður nasistahatari, er það? Zionistar drepa 100 litlar Önnur Frank á dag og hafa gert síðustu 5 mánuði. Það er eðlilegt að finna til andúðar gegn stefnu sem er svona andstyggileg og ómanneskjuvæn. Vandamálið er ekki andspyrna íbúa Palestínu. Vandamálið er ekki flóttafólk frá Palestínu. Vandamálið hlýtur að vera í grunninn zionismastefna stjórnvalda í Ísrael. Allt annað eru afleiðingar þeirrar stefnu. Það er okkar að verða ekki ónæm fyrir ástandinu og setja hlutina í samhengi. Við erum í grunninnöll eins. Það eru aðstæður og atlæti sem móta okkur. Gott fólk getur fylgt ömurlegri stefnu. Gott fólk getur átt erfitt eftir áratugi á vergangi. Fólk er bara fólk - og langflestir eru góðir í grunninn. Öll höfum við líka gott af því að endurstilla okkar innri áttavita endrum og eins. Lokaorðin verða frá Rachel Goldberg. Orð ísraelskrar móður sem á 23 ára son sem er í hópi gíslanna sem Hamas tók þann 7. október: „When you only get outraged when one side’s babies are killed then your moral compass is broken and your humanity is broken.” Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar