Handbolti

Sjáðu Gísla skjóta Barcelona niður í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson er gríðarlega mikilvægur fyrir lið Magdeburgar.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er gríðarlega mikilvægur fyrir lið Magdeburgar. Getty/Frederic Scheidemann

Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var hetja Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta í gærkvöldi.

Magdeburg vann þá 29-28 sigur á stórliði Barcelona.

@scmagdeburg)

Gísli nýtti öll sex skotin sín í leiknum og var valinn maður leiksins. Þetta hefur verið krefjandi tímabil fyrir Íþróttamann ársins en hann sýndi heldur betur úr hverju hann er gerður í þessum stórleik.

Það var þó sjötta og síðasta skotið hana sem skipti mestu máli enda réði það úrslitum.

Gísli tók þá af skarið og skoraði sigurmarkið aðeins þremur sekúndum fyrir leikslok. Markvörður Barcelona, Gonzalo Pérez de Vargas, réð ekki við skotið hans og hafði aðeins tíma til að sækja boltann í netið hjá sér áður en leiktíminn rann út.

Magdeburg jafnaði við Barcelona að stigum með þessum góða sigri en bæði liðin eru nú með 22 stig á toppi síns riðils.

Gísli var bara búinn að skora eitt mark á öllu Meistaradeildartímabilinu fyrir leikinn í gær en sjöfaldaði þá tölu í þessum leik. Þetta boðar líka gott fyrir lið Magdeburgar sem þarf á þessum frábæra leikmanni að halda ætli liðið að vinna fleiri titla í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×