Áfram Bashar - áfram Ísland! Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 13:00 Nú þegar við fylgjumst agndofa með grimmdarlegu þjóðarmorði í Palestínu fyllumst við djúpum sársauka og vonleysi. Íslenska þjóðin stendur með Palestínumönnum þó einstaka rödd heyrist sem segi að við skulum ekki skipta okkur af því sem við getum ekki breytt og kemur okkur ekki við. Flestum líður hins vegar ömurlega yfir að sjá sundursprengd heimili, spítala, skóla, svo ekki sé minnst á helsár börn. Margt fer því í gegnum huga fólks og leiðir til að sýna kraftmikinn stuðning eru hugleiddar. Í vonleysi okkar sjáum við smugu sem beinist að mestu glamour senu okkar heimshluta Evróvisjóninni sjálfri. Viðburður sem friðsælar íslenskar fjölskyldur hafa hingað til haft gaman af og ekki þurft að velta öðru en skemmtanagildinu fyrir sér. Því rísa mörg þessari skemmtun til varnar og segja að þetta sé nú bara tónlist, ekki pólitík. Samt voru öll svo innilega sammála um, að eftir innrásina í Úkraínu væru Rússar ekki húsum hæfir í þessar tónlistar- og friðarveislu Evrópu. Eftir, að því er virðist tapaða, baráttu fyrir sniðgöngu Íslands í keppninni, því okkur sé ekki stætt á því að deila sviði með glæpahyski, hefur umræðan við ljórann út í heiminn, snúist um það hvort listamaður frá Palestínu, gæti orðið verðugur fulltrúi Íslands í partýinu. Þetta er óneitanlega sérstök staða en aðra hvora leiðina verður að velja. Ég tel að það væri sterkur leikur að okkar framlag til hlaðborðsins í Svíþjóð að þar mætti einmitt fulltrúi hinna aðþrengdu og hrjáðu, listamaðurinn góði og Palestínumaðurinn Bashar Murad með flott lag og glæsilegan flutning, og fengi þannig að minna á tilvist og óbærilega þjáningu þjóðar sinnar. Við mín kristnu systkini sem halda því á lofti að við getum ekki sent einhvern ,,araba” í okkar nafni, vil ég segja, að Jesús, besti vinur barnanna kom frá Palestínu en þar eru börn, ofan á aðrar hörmungar, að deyja úr hungri þessi dægrin. Sýnum nú hug, djörfung og dug og sýnum heiminum að við berjumst gegn þjóðarmorði! Höfundur er arkitekt og hótelhaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar við fylgjumst agndofa með grimmdarlegu þjóðarmorði í Palestínu fyllumst við djúpum sársauka og vonleysi. Íslenska þjóðin stendur með Palestínumönnum þó einstaka rödd heyrist sem segi að við skulum ekki skipta okkur af því sem við getum ekki breytt og kemur okkur ekki við. Flestum líður hins vegar ömurlega yfir að sjá sundursprengd heimili, spítala, skóla, svo ekki sé minnst á helsár börn. Margt fer því í gegnum huga fólks og leiðir til að sýna kraftmikinn stuðning eru hugleiddar. Í vonleysi okkar sjáum við smugu sem beinist að mestu glamour senu okkar heimshluta Evróvisjóninni sjálfri. Viðburður sem friðsælar íslenskar fjölskyldur hafa hingað til haft gaman af og ekki þurft að velta öðru en skemmtanagildinu fyrir sér. Því rísa mörg þessari skemmtun til varnar og segja að þetta sé nú bara tónlist, ekki pólitík. Samt voru öll svo innilega sammála um, að eftir innrásina í Úkraínu væru Rússar ekki húsum hæfir í þessar tónlistar- og friðarveislu Evrópu. Eftir, að því er virðist tapaða, baráttu fyrir sniðgöngu Íslands í keppninni, því okkur sé ekki stætt á því að deila sviði með glæpahyski, hefur umræðan við ljórann út í heiminn, snúist um það hvort listamaður frá Palestínu, gæti orðið verðugur fulltrúi Íslands í partýinu. Þetta er óneitanlega sérstök staða en aðra hvora leiðina verður að velja. Ég tel að það væri sterkur leikur að okkar framlag til hlaðborðsins í Svíþjóð að þar mætti einmitt fulltrúi hinna aðþrengdu og hrjáðu, listamaðurinn góði og Palestínumaðurinn Bashar Murad með flott lag og glæsilegan flutning, og fengi þannig að minna á tilvist og óbærilega þjáningu þjóðar sinnar. Við mín kristnu systkini sem halda því á lofti að við getum ekki sent einhvern ,,araba” í okkar nafni, vil ég segja, að Jesús, besti vinur barnanna kom frá Palestínu en þar eru börn, ofan á aðrar hörmungar, að deyja úr hungri þessi dægrin. Sýnum nú hug, djörfung og dug og sýnum heiminum að við berjumst gegn þjóðarmorði! Höfundur er arkitekt og hótelhaldari.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun