Skoðun

Hin breyti­lega þjóð­ernis­hyggja

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Ég man eftir stjórnmálamönnum halda ræðu þegar ég fór að heyra í útvarpi sem barn, sem var á þessa leið: „Að þau sem fæddust á Íslandi ættu alltaf að vilja vera þar. Ef þau færu, ættu þau að vera að deyja úr heimþrá til að fara til baka. Ef það væri ekki tilfellið í hugum þeirra, þá væri eitthvað mikið að þeim.“

Þetta viðhorf var hugsanlega út frá því viðhorfi að landið væri ekki alltaf auðvelt til búsetu vegna langra dimmra vetrardaga með snjó og fleira. Þeir vildu að einstaklingar elskuðu alltaf landið þar sem þau fæddust og það án spurninga, hugsunar eða samanburðar við það sem gæti verið betra í öðrum löndum.

Áratugum síðar, komu síðan æ fleiri fjölmiðlar. Fleiri einstaklingar gátu ferðast til annarra landa og valið að búa þar.

Svo fór það líka að gerast, að fólk frá öðrum löndum þar sem veður er betra, er samt að finna sig elska það sem þau upplifa á Íslandi. ­Ástæðan gæti verið af sálarþörf, að þau viti að þau þurfi að búa þar og flytja þangað. Ég veit að það eru til dæmis nokkrir Ástralir á Íslandi á síðari árum og auðvitað einstaklingar frá ótal öðrum löndum. Slíkur veruleiki var ekki til staðar í því magni á mínum yngri árum.

Ég heyrði íslenska konu sem býr núna á Íslandi segja frá því, að hinn ástralski eiginmaður hennar kvarti minna yfir veðrinu en hún. Ég er farin að sjá dæmið um losun á þjóðernis- hyggju verða meira að sálarþörf. Ég hef unnið í heilun með einstaklingum hér í Adelaide og hef lært þar að Skaparinn hefur gert sálir margnota, en líkama einnota og að sálir safni visku í gegn um hina mörgu líkama sem sálin hefur verið í. En hefur einnig óunnin sár sem ekki var hægt að vinna með í því lífi eða lífum.

Ég lærði það einnig í heilunarvinnu minni að sálir geta valið foreldra og foreldri kallað eftir að fá börn sem virtist tengjast við vissar sálir þarna úti. Atriði sem ég fékk frá hærri stað í því tilfelli var, að sálin myndi fá þau, en að þau væru ekki föl á þeim tíma, en myndu koma seinna og það gerðist. Barnið sem valdi mömmu sína fékk hana, en það varð bara smá frestur á getnaði. Svo urðu sérstakir fagnaðarfundir þegar þau sáu hvert annað við fæðinguna. Ég veit líka að margar sálir fyrir daga getnaðarvarna voru boðflennur og misheppnar með foreldrana sem þau lentu hjá.

Þá gæti það verið, að þeim mun oftar sem sál hafi fengið líkama hér á jörðu, þá þurfi hún að upplifa að búa í fleiri en einu landi í sama líkama, af þörf til að fá meiri fjölbreytni og meiri reynslu í viskuhluta sálar sinnar. Þetta með sálina og ferð hennar til æ meiri langtíma þroska, snýst ekki um að trúa á það gamla orð endurholdgun, af því að það eru nýr líkami sem sálin fer í og byrjar sem ungabarn í hvert skipti. Samt upplifa ekki nærri allir slíka reynslu og innsýn, af því að það er ekki þörf hjá þeim í því tiltekna lífi.

Þjóðernishyggja er auðvitað sterk í mörgum enn þann dag í dag og á þjóðhátíðardegi Ástrala í dag 26. Janúar 2024 er á hreinu, að frumbyggjar eru mjög rótfastir í þessu landi. Þjóðernisupplifun þeirra er hundrað prósent. Fyrir þeim sem eru ekki frumbyggjar Ástralíu er það hugsanlega einnig vegna þarfar sálarinnar að lifa því lífi í því samfélagi og öðrum kringumstæðum sem fylgja.

Kjarni langtíma þjóðernishyggju er hugsanlega oft bundinn við verðgildin sem viðkomandi upplifir í eigin lífi og vilja halda þeim þannig. Þá skiptir veðurfar og önnur erfið atriði engu máli. Þau eru sátt við veður og annað í því landi sem þau fæðast í eða fluttu til seinna og upplifa sig svo með rétta upplifun í því landi eins og er með mig.

Á hinn veginn gæti það líka verið að Skapari, sköpun og þarfir sálna séu að vinna að því að enda kynþáttamismuninn og húðlitarfóbíuna, af því að skaparinn setti þau þannig á jörðina vegna þess hvers þau þurftu það með. Atriði með menningu og viðhorf eru svo annað. Þau atriði eru stórt tækifæri fyrir alla að læra það sem er í gangi þegar flutt er til nýs lands og kynnast lífsháttum þar. Í því landi bæta þau því svo við sem þau hafa tekið með sér frá eigin fæðingarlandi.

Einmenninga þjóðir sem margar þjóðir hafa verið í langan tíma, geta orðið ansi takmarkaðar hvað það varðar að opna sig fyrir nýjungum og breytingum. Eins og til dæmis því að þurfa að hugsa öðruvísi um sín innri viðfangsefni og er atriði sem mörgum var talin trú um að væri hið eina rétta fyrir þau að hugsa um og sjá sem rétt um aldir. Sumt hefur þó reynst úr sér gengið og er auðvitað mismunandi á milli þjóða.

Kona sem ég fór á námskeið til hér í Ástralíu, sagði þessi athyglisverðu orð: „Að maður geti tekið manneskju út úr landinu, en ekki landið út úr manneskjunni.“ Það færi auðvitað eftir fjölda ára sem viðkomandi mannvera dvelur þar. Ung börn hafa nær enga sögu af því þegar þau eru tekin til annars lands til að búa í, en þau eldri hafa þó nokkurn skammt.

Það að fæðast vissri þjóð núna er mjög athyglisverð hugsun í dag, þegar slæm stríð eru í gangi. Það er því athyglisvert að velta því fyrir sér, hvort að sálir fari inn í líkama viðkomandi konu við getnað, af því að þær velji það þjóðerni sem þau komi inn í líkamann til að upplifa. Og það burtséð frá hvort það sé friðsamt land eða ekki. Eða er það kannski fyrir endurfundi frá fyrri lífum, allavega til að byrja með. Eða voru þær kærulausar að leita eftir fyrsta tækifæri til að skjótast inn. Atriði sem gætu haft áhrif á þjóðernishyggju þeirra einstaklinga þegar til lengdar lætur.

Nú er áströlsk kona orðin drottning í Danmörku eftir að hafa hitt prinsinn í Sydney og hún hafði þá ekki glóru um hver hann var. Hann var ekki að segja frá því og naut þess greinilega að falla í hópinn sem hver önnur mannvera án titils. Það er önnur skemmtileg blanda um lífið og breytingar á viðhorfum, genum og þjóðernum.

Matthildur Björnsdóttir Adelaide Suður Ástralíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×