Skortur á heildrænni nálgun í málefnum einstaklinga með fíknivanda Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2024 09:00 Það er rétt hjá Sigmari Guðmundssyni Alþingismanni að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og/eða annar vímuefnavandi og er innlegg hans mikilvægt eins og margra annarra sem hafa tjáð sig um ástandið í málaflokknum. Biðlistar eru langir og margir bíða í marga mánuði eftir að komast í meðferð við krónískum og síversnandi sjúkdómi sem einkennist af stjórnleysi, fíkn og afneitun. Ástandið og staða þeirra sem eru að bíða eftir að komast í meðferð er mjög erfitt og fjöldi lifir það ekki af. Ótímabær dauðsföll er skelfileg afleiðing þessa sjúkdóms hvort sem það er af völdum of stórra skammta vímuefna, slysa eða sjúkdóma sem hafa þróast vegna neyslunnar. Að mörgu leyti er umræðan út og suður og skortir heildræna nálgun enda er engin heildstæð stefna í málflokknum eins og Sigmar nefnir sem ég tek undir. Að mínu mati snýst málið ekki eingöngu um fjármagn til SÁÁ eða einstakra úrræða með áherslu á skaðaminnkun, það þarf að vinna að samþættri þjónustu í mörgum tilfellum. Allt of margir lenda í vítahring þess að hafa ekki í nein hús að vernda að lokinni meðferð og fara jafnvel ekki í meðferð vegna þessa og halda áfram í neyslu vímuefna. Þetta ástand veldur vonleysi sem þarf að fyrirbyggja með samþættri þjónustu og uppbyggingu á sterkum áfangaheimilum. Það er tímabært að aðilar sem koma að málefnum einstaklinga með vímuefnaröskun vinni saman að sameiginlegu markmiði sem er að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að geta tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu. Sérstaklega þarf teymisvinnu í tilfellum þar sem um langvarandi félagslegan vanda er að etja vegna neyslunnar þ.e. teymi með aðilum sem vinna í meðferð, áfangaheimilum, félagsþjónustu, barnavernd, starfsendurhæfingu, fangelsismálastofnun o.fl. eftir því sem við á í hverju tilfelli. Skaðsemi neyslunnar er mikil á sálfélagslega þætti auk líkamlegra þátta. Margir eiga erfitt uppdráttar félagslega þrátt fyrir meðferð sem veldur þeim vonleysi sem er áhættuþáttur fyrir bakfalli. Þar sem ég stýri áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð verð ég áskynja af stöðu þessa hóps vegna húsnæðisvanda. Áfangaheimilin eru illa fjármögnuð og þar eru biðlistar eins og hjá meðferðastöðvunum. Áfangaheimili eru ekki eingöngu til að leysa húsnæðisvanda heldur að styðja við vímuefnalausan lífsstíl í öruggu umhverfi að meðferð lokinni og er þannig hægt að tala um þjónustukeðju. Dvölin gefur svigrúm og stuðning til að átta sig á nýjum lífstíl án vímuefna til að takast á við lífið að nýju. Rannsóknir sýna að dvöl á áfangaheimili eykur líkur á langtíma edrúmennsku, bataauð, tengsl við fjölskyldu og vini, atvinnuþátttöku og auknum tækifærum almennt í lífinu. Vandinn er ekki leystur með dvöl á áfangaheimili því að þeir sem búa á áfangaheimilum hafa í fá hús að vernda að dvölinni lokinni þar sem húsnæðisvandinn í landinu er mikill. Ég vil með þessum pistli undirstrika nauðsyn þess að unnið verði að því að móta stefnu í málaflokknum og að fagfólk stilli saman strengi og stuðli þannig að samþættri og skilvirkri þjónustu við einstaklinga með vímuefnaröskun. Höfundur er framkvæmdarstýra Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur og lektor í félagsráðgjöf við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkniefnabrot Fíkn Tengdar fréttir Örvæntingin Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. 27. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er rétt hjá Sigmari Guðmundssyni Alþingismanni að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og/eða annar vímuefnavandi og er innlegg hans mikilvægt eins og margra annarra sem hafa tjáð sig um ástandið í málaflokknum. Biðlistar eru langir og margir bíða í marga mánuði eftir að komast í meðferð við krónískum og síversnandi sjúkdómi sem einkennist af stjórnleysi, fíkn og afneitun. Ástandið og staða þeirra sem eru að bíða eftir að komast í meðferð er mjög erfitt og fjöldi lifir það ekki af. Ótímabær dauðsföll er skelfileg afleiðing þessa sjúkdóms hvort sem það er af völdum of stórra skammta vímuefna, slysa eða sjúkdóma sem hafa þróast vegna neyslunnar. Að mörgu leyti er umræðan út og suður og skortir heildræna nálgun enda er engin heildstæð stefna í málflokknum eins og Sigmar nefnir sem ég tek undir. Að mínu mati snýst málið ekki eingöngu um fjármagn til SÁÁ eða einstakra úrræða með áherslu á skaðaminnkun, það þarf að vinna að samþættri þjónustu í mörgum tilfellum. Allt of margir lenda í vítahring þess að hafa ekki í nein hús að vernda að lokinni meðferð og fara jafnvel ekki í meðferð vegna þessa og halda áfram í neyslu vímuefna. Þetta ástand veldur vonleysi sem þarf að fyrirbyggja með samþættri þjónustu og uppbyggingu á sterkum áfangaheimilum. Það er tímabært að aðilar sem koma að málefnum einstaklinga með vímuefnaröskun vinni saman að sameiginlegu markmiði sem er að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að geta tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu. Sérstaklega þarf teymisvinnu í tilfellum þar sem um langvarandi félagslegan vanda er að etja vegna neyslunnar þ.e. teymi með aðilum sem vinna í meðferð, áfangaheimilum, félagsþjónustu, barnavernd, starfsendurhæfingu, fangelsismálastofnun o.fl. eftir því sem við á í hverju tilfelli. Skaðsemi neyslunnar er mikil á sálfélagslega þætti auk líkamlegra þátta. Margir eiga erfitt uppdráttar félagslega þrátt fyrir meðferð sem veldur þeim vonleysi sem er áhættuþáttur fyrir bakfalli. Þar sem ég stýri áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð verð ég áskynja af stöðu þessa hóps vegna húsnæðisvanda. Áfangaheimilin eru illa fjármögnuð og þar eru biðlistar eins og hjá meðferðastöðvunum. Áfangaheimili eru ekki eingöngu til að leysa húsnæðisvanda heldur að styðja við vímuefnalausan lífsstíl í öruggu umhverfi að meðferð lokinni og er þannig hægt að tala um þjónustukeðju. Dvölin gefur svigrúm og stuðning til að átta sig á nýjum lífstíl án vímuefna til að takast á við lífið að nýju. Rannsóknir sýna að dvöl á áfangaheimili eykur líkur á langtíma edrúmennsku, bataauð, tengsl við fjölskyldu og vini, atvinnuþátttöku og auknum tækifærum almennt í lífinu. Vandinn er ekki leystur með dvöl á áfangaheimili því að þeir sem búa á áfangaheimilum hafa í fá hús að vernda að dvölinni lokinni þar sem húsnæðisvandinn í landinu er mikill. Ég vil með þessum pistli undirstrika nauðsyn þess að unnið verði að því að móta stefnu í málaflokknum og að fagfólk stilli saman strengi og stuðli þannig að samþættri og skilvirkri þjónustu við einstaklinga með vímuefnaröskun. Höfundur er framkvæmdarstýra Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur og lektor í félagsráðgjöf við HÍ.
Örvæntingin Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. 27. febrúar 2024 08:00
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun