Þórir gæti náð nítján árum með Noregi Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2024 15:01 Þórir Hergeirsson hefur gert stórkostlega hluti með norska landsliðið. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur átt í viðræðum við norska handknattleikssambandið um að halda áfram farsælu starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs. Norskir fjölmiðlar greina frá því að Þórir eigi í viðræðum um nýjan samning sem myndi gilda fram yfir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Gangi það eftir mun Þórir í lok samningstímans hafa stýrt Noregi í nítján ár, en hann tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2009 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Marit Breivik. Undir stjórn Þóris varð Noregur í öðru sæti á HM í lok síðasta árs en liðið er ríkjandi Evrópumeistari eftir að hafa unnið EM tvö síðustu skipti. Alls hefur Noregur unnið þrjá heimsmeistaratitla, fimm Evrópumeistaratitla og eitt ólympíugull undir stjórn Þóris, auk fleiri verðlauna. „Ég hef átt samtöl við bæði framkvæmdastjórann og formanninn. Þeir vilja mig áfram,“ segir Þórir sem kveðst ekki hafa mikinn tíma til að velta samningsmálum fyrir sér núna en reiknar þó með að niðurstaða fáist á allra næstu mánuðum. Mikilvægt að horfa fram yfir næstu Ólympíuleika Þórir væntir þess að niðurstaða náist fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en í síðasta lagi að leikunum loknum. Þrátt fyrir rosalega velgengni kveðst hann ekki orðinn saddur. „Í augnablikinu nýt ég þessa starfs í botn. En maður þarf að geta horft fjögur ár fram í tímann og verið viss um að þetta sé rétt ákvörðun. Það er mikilvægt að hugsa um þetta í fjögurra ára hringjum. Þá eru Ólympíuleikarnir 2028 og við fáum nokkra möguleika til að ná þangað inn,“ sagði Þórir. Þórir hefur nú kallað landsliðshóp sinn saman fyrir tvo leiki við Austurríki, og liðið mætir svo Sviss og Ungverjalandi í apríl, í Evrópubikarnum svokallaða. Þar spila liðin sem eru örugg inn á EM í lok þessa árs. Ísland er í góðum málum í undankeppninni fyrir það mót og mætir Svíþjóð á heimavelli á morgun. Handbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greina frá því að Þórir eigi í viðræðum um nýjan samning sem myndi gilda fram yfir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Gangi það eftir mun Þórir í lok samningstímans hafa stýrt Noregi í nítján ár, en hann tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2009 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Marit Breivik. Undir stjórn Þóris varð Noregur í öðru sæti á HM í lok síðasta árs en liðið er ríkjandi Evrópumeistari eftir að hafa unnið EM tvö síðustu skipti. Alls hefur Noregur unnið þrjá heimsmeistaratitla, fimm Evrópumeistaratitla og eitt ólympíugull undir stjórn Þóris, auk fleiri verðlauna. „Ég hef átt samtöl við bæði framkvæmdastjórann og formanninn. Þeir vilja mig áfram,“ segir Þórir sem kveðst ekki hafa mikinn tíma til að velta samningsmálum fyrir sér núna en reiknar þó með að niðurstaða fáist á allra næstu mánuðum. Mikilvægt að horfa fram yfir næstu Ólympíuleika Þórir væntir þess að niðurstaða náist fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en í síðasta lagi að leikunum loknum. Þrátt fyrir rosalega velgengni kveðst hann ekki orðinn saddur. „Í augnablikinu nýt ég þessa starfs í botn. En maður þarf að geta horft fjögur ár fram í tímann og verið viss um að þetta sé rétt ákvörðun. Það er mikilvægt að hugsa um þetta í fjögurra ára hringjum. Þá eru Ólympíuleikarnir 2028 og við fáum nokkra möguleika til að ná þangað inn,“ sagði Þórir. Þórir hefur nú kallað landsliðshóp sinn saman fyrir tvo leiki við Austurríki, og liðið mætir svo Sviss og Ungverjalandi í apríl, í Evrópubikarnum svokallaða. Þar spila liðin sem eru örugg inn á EM í lok þessa árs. Ísland er í góðum málum í undankeppninni fyrir það mót og mætir Svíþjóð á heimavelli á morgun.
Handbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira