Fyrrverandi útkastari vann sitt fyrsta PGA-mót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2024 14:01 Jake Knapp fékk steypibað eftir að hann tryggði sér sigur á Mexico Open. getty/Orlando Ramirez Bandaríkjamaðurinn Jake Knapp vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni um helgina. Ekki eru nema þrjú ár síðan hann réði sig sem dyravörð á skemmtistað. Knapp, sem er 29 ára, var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Mexico Open. Forysta hans hvarf hins vegar á fyrstu sjö holunum á lokahringnum. En Knapp náði sér aftur á strik og endaði á nítján höggum undir pari, tveimur höggum á undan Sami Valimaki frá Finnlandi. „Ég var kannski ekki upp á mitt besta, það er ljóst. Ég vissi að þetta yrði spennandi og erfitt. En ég var mjög hreykinn af því hvernig ég spilaði undir lokin,“ sagði Knapp. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá honum á undanförnum árum. Fyrir þremur árum mistókst honum að tryggja sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og réði sig í kjölfarið sem dyravörður á skemmtistað. „Þeir þurftu öryggisvörð og ég sagði að ég vissi ekki hvort ég væri nógu stór en ég gæti staðið þarna og þóst vera harður,“ sagði Knapp. Þrír af átta sigurvegurum á PGA-mótaröðinni á þessu ári hafa unnið sitt fyrsta mót á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Cognizant Classic, er um næstu helgi. Golf Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Knapp, sem er 29 ára, var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Mexico Open. Forysta hans hvarf hins vegar á fyrstu sjö holunum á lokahringnum. En Knapp náði sér aftur á strik og endaði á nítján höggum undir pari, tveimur höggum á undan Sami Valimaki frá Finnlandi. „Ég var kannski ekki upp á mitt besta, það er ljóst. Ég vissi að þetta yrði spennandi og erfitt. En ég var mjög hreykinn af því hvernig ég spilaði undir lokin,“ sagði Knapp. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá honum á undanförnum árum. Fyrir þremur árum mistókst honum að tryggja sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og réði sig í kjölfarið sem dyravörður á skemmtistað. „Þeir þurftu öryggisvörð og ég sagði að ég vissi ekki hvort ég væri nógu stór en ég gæti staðið þarna og þóst vera harður,“ sagði Knapp. Þrír af átta sigurvegurum á PGA-mótaröðinni á þessu ári hafa unnið sitt fyrsta mót á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Cognizant Classic, er um næstu helgi.
Golf Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira