Hafnarfjörður í fremstu röð sveitarfélaga Valdimar Víðisson skrifar 22. febrúar 2024 13:47 Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni. Samkvæmt könnunni er Hafnarfjörður yfir meðaltali í 10 þáttum af þeim 12 sem mældir eru en í tveimur þáttum erum við í meðaltali. Bærinn er hærri þegar kemur að heildaránægju með sveitarfélagið, aðstöðu til íþróttaiðkunar, ánægju með menningarmálin, þjónustu við leik- og grunnskóla, þjónustu við eldra fólk, sorphirðu og skipulagsmál. Þessar niðurstöður staðfesta að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á réttri leið. Við höfum m.a. lagt mikla áherslu á fjölskyldufólk og það sést með myndarlegum systkinaafsláttum í leik- og grunnskólum, flest ritföng í grunnskólum er foreldrum að kostnaðarlausu, við höfum endurskipulagt leikskóladaginn, styrkt dagforeldrakerfið og nýfæddir Hafnfirðingar fá gjöf frá bænum. Ánægja með menningarmálin skorar hátt í þessari könnun og erum við þar efst sveitarfélaga. Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á menningu og listir og endurspeglast það í þeim fjölmörgu viðburðum sem haldnir eru allt árið um kring í Hafnarfirði. Á síðustu sex árum hafa verið opnaðir þrír nýir búsetukjarnar fyrir fatlað fólk. Ekkert annað sveitarfélag státar af öðrum eins árangri. Búsetukjarninn í Stuðlaskarði er í eigu íbúanna og er það einsdæmi hér á landi. Hafinn er undirbúningur að fjórða búsetukjarnanum og bindum við vonir við að hann rísi innan fárra ára. Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar er annar þáttur sem kemur vel út í Hafnarfirði. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur stutt vel við íþróttalíf í bænum. Á vordögum opnar á Selhellu glæsilegasta brettahöll landsins. Brettafélag Hafnarfjarðar kemur að allri hönnun innanhús og þessi nýja brettahöll mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir þau börn og ungmenni sem stunda þessar íþróttir. Í lok þessa árs er stefnt að opnun glæsilegs knatthús Hauka á Ásvöllum og snemma á næsta ári opnar ný reiðhöll Sörla. Þess utan hefur aðstaðan hjá FH verið bætt. Þjónusta við eldra fólk skorar einnig yfir meðaltali í Hafnarfirði. Meirihlutinn hefur fest í sessi frístundastyrk fyrir eldra fólk, heilsuefling hefur verið efld og þjónustan bætt með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang. Aukin áhersla hefur verið á fegrun bæjarins síðustu ár. Það verkefni hefur tekist vel og bærinn skartar sínu fegursta allt árið um kring. Fallegur bær sem tekur vel á móti hverjum þeim sem sækir hann heim. Þessar niðurstöður Gallups sýna að við erum á réttri leið. Við erum kosin til að þjónusta íbúa bæjarins og þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að það erum við að gera og gerum það vel. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Hafnfirðingar geta treyst því. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni. Samkvæmt könnunni er Hafnarfjörður yfir meðaltali í 10 þáttum af þeim 12 sem mældir eru en í tveimur þáttum erum við í meðaltali. Bærinn er hærri þegar kemur að heildaránægju með sveitarfélagið, aðstöðu til íþróttaiðkunar, ánægju með menningarmálin, þjónustu við leik- og grunnskóla, þjónustu við eldra fólk, sorphirðu og skipulagsmál. Þessar niðurstöður staðfesta að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á réttri leið. Við höfum m.a. lagt mikla áherslu á fjölskyldufólk og það sést með myndarlegum systkinaafsláttum í leik- og grunnskólum, flest ritföng í grunnskólum er foreldrum að kostnaðarlausu, við höfum endurskipulagt leikskóladaginn, styrkt dagforeldrakerfið og nýfæddir Hafnfirðingar fá gjöf frá bænum. Ánægja með menningarmálin skorar hátt í þessari könnun og erum við þar efst sveitarfélaga. Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á menningu og listir og endurspeglast það í þeim fjölmörgu viðburðum sem haldnir eru allt árið um kring í Hafnarfirði. Á síðustu sex árum hafa verið opnaðir þrír nýir búsetukjarnar fyrir fatlað fólk. Ekkert annað sveitarfélag státar af öðrum eins árangri. Búsetukjarninn í Stuðlaskarði er í eigu íbúanna og er það einsdæmi hér á landi. Hafinn er undirbúningur að fjórða búsetukjarnanum og bindum við vonir við að hann rísi innan fárra ára. Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar er annar þáttur sem kemur vel út í Hafnarfirði. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur stutt vel við íþróttalíf í bænum. Á vordögum opnar á Selhellu glæsilegasta brettahöll landsins. Brettafélag Hafnarfjarðar kemur að allri hönnun innanhús og þessi nýja brettahöll mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir þau börn og ungmenni sem stunda þessar íþróttir. Í lok þessa árs er stefnt að opnun glæsilegs knatthús Hauka á Ásvöllum og snemma á næsta ári opnar ný reiðhöll Sörla. Þess utan hefur aðstaðan hjá FH verið bætt. Þjónusta við eldra fólk skorar einnig yfir meðaltali í Hafnarfirði. Meirihlutinn hefur fest í sessi frístundastyrk fyrir eldra fólk, heilsuefling hefur verið efld og þjónustan bætt með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang. Aukin áhersla hefur verið á fegrun bæjarins síðustu ár. Það verkefni hefur tekist vel og bærinn skartar sínu fegursta allt árið um kring. Fallegur bær sem tekur vel á móti hverjum þeim sem sækir hann heim. Þessar niðurstöður Gallups sýna að við erum á réttri leið. Við erum kosin til að þjónusta íbúa bæjarins og þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að það erum við að gera og gerum það vel. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Hafnfirðingar geta treyst því. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun