Hróplegt óréttlæti Áslaug Thorlacius skrifar 22. febrúar 2024 13:30 Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi. Skólarnir fá nú val um að fá sama framlag með hverjum nemanda og veitt er til ríkisháskóla gegn því að innheimta ekki skólagjöld. Stjórnendur Listaháskóla Íslands tóku ákvörðun um að ganga að þessu tilboði og óska ég stjórnendum og nemendum LHÍ til hamingju með það. En því miður gerði samningurinn sem Myndlistaskólanum var boðinn ekki ráð fyrir þessu. Undirrituð hafði því strax samband við menntamálaráðuneytið til að kanna hvort ekki væri örugglega verið að vinna að sama marki fyrir framhaldsskólastigið en fékk neikvætt svar. Í framhaldsskólakerfinu snýst mismununin reyndar ekki mest um einkaskóla og ríkisskóla. Mun frekar að einkaskólum sé mismunað eftir eðli námsins. Há skólagjöld þarf fyrst og fremst að greiða fyrir nám við listaskóla. Einhverra hluta vegna eru samningarnir sem ráðuneytið gerir við listaskóla um lágar tölur, þeir eru án verðtryggingar og fela ekki í sér mikið svigrúm til faglegrar þróunar. Einkaskólar sem leggja áherslu á bóklegt nám eða iðngreinar virðast mun betur geta brugðist við breytingum í samfélaginu með breyttum áherslum í námsframboði og framlög til þeirra taka eðlilegum breytingum frá ári til árs. Ég túlka þetta því miður þannig að listsköpun sé enn ekki tekin jafn alvarlega og nám og störf á öðrum sviðum; að enn eimi jafnvel eftir af gömlu fordómunum um listafólk sem afætur samfélagsins. Svo fátt eitt sé nefnt þá leiðir listnám til fjölbreyttra starfa sem skapa verðmæti og skila sínu til samneyslunnar. Afleidd áhrif starfsemi fólks með listmenntun á aðrar burðarstoðir atvinnulífsins eru gríðarleg. Að skapa sér starf á sínu áhugasviði stuðlar að hamingju og kröftugt listalíf eykur lífsgæði þjóðarinnar sem nýtur þess að búa í áhugaverðara samfélagi. Að ólgeymdu hinu altalaða að skapandi hugsun sé sá þáttur sem mannkynið muni helst þurfa að reiða sig á í framtíðinni. Fátt ýtir jafn mikið undir skapandi hugsun og listnám. Mig langar til að færa háskólaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þakkir fyrir að taka á þessu mikilvæga máli og skora á Ásmund Einar Daðason, menntamálaráðherra að fylgja fordæmi hennar og afnema óréttlætið á þeim skólastigum sem heyra undir hans ráðuneyti. Við hljótum að vilja bjóða ungu fólki sem jöfnust tækifæri til að efla sína styrkleika og mennta sig á sínu áhugasviði. Þetta þarf því að leiðrétta! Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi. Skólarnir fá nú val um að fá sama framlag með hverjum nemanda og veitt er til ríkisháskóla gegn því að innheimta ekki skólagjöld. Stjórnendur Listaháskóla Íslands tóku ákvörðun um að ganga að þessu tilboði og óska ég stjórnendum og nemendum LHÍ til hamingju með það. En því miður gerði samningurinn sem Myndlistaskólanum var boðinn ekki ráð fyrir þessu. Undirrituð hafði því strax samband við menntamálaráðuneytið til að kanna hvort ekki væri örugglega verið að vinna að sama marki fyrir framhaldsskólastigið en fékk neikvætt svar. Í framhaldsskólakerfinu snýst mismununin reyndar ekki mest um einkaskóla og ríkisskóla. Mun frekar að einkaskólum sé mismunað eftir eðli námsins. Há skólagjöld þarf fyrst og fremst að greiða fyrir nám við listaskóla. Einhverra hluta vegna eru samningarnir sem ráðuneytið gerir við listaskóla um lágar tölur, þeir eru án verðtryggingar og fela ekki í sér mikið svigrúm til faglegrar þróunar. Einkaskólar sem leggja áherslu á bóklegt nám eða iðngreinar virðast mun betur geta brugðist við breytingum í samfélaginu með breyttum áherslum í námsframboði og framlög til þeirra taka eðlilegum breytingum frá ári til árs. Ég túlka þetta því miður þannig að listsköpun sé enn ekki tekin jafn alvarlega og nám og störf á öðrum sviðum; að enn eimi jafnvel eftir af gömlu fordómunum um listafólk sem afætur samfélagsins. Svo fátt eitt sé nefnt þá leiðir listnám til fjölbreyttra starfa sem skapa verðmæti og skila sínu til samneyslunnar. Afleidd áhrif starfsemi fólks með listmenntun á aðrar burðarstoðir atvinnulífsins eru gríðarleg. Að skapa sér starf á sínu áhugasviði stuðlar að hamingju og kröftugt listalíf eykur lífsgæði þjóðarinnar sem nýtur þess að búa í áhugaverðara samfélagi. Að ólgeymdu hinu altalaða að skapandi hugsun sé sá þáttur sem mannkynið muni helst þurfa að reiða sig á í framtíðinni. Fátt ýtir jafn mikið undir skapandi hugsun og listnám. Mig langar til að færa háskólaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þakkir fyrir að taka á þessu mikilvæga máli og skora á Ásmund Einar Daðason, menntamálaráðherra að fylgja fordæmi hennar og afnema óréttlætið á þeim skólastigum sem heyra undir hans ráðuneyti. Við hljótum að vilja bjóða ungu fólki sem jöfnust tækifæri til að efla sína styrkleika og mennta sig á sínu áhugasviði. Þetta þarf því að leiðrétta! Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar