Hvað á ég að gera við Heimaklett? Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 21. febrúar 2024 10:00 Það koma stundum upp furðumál á Íslandi sem maður skilur hvorki upp né niður í. Sum þeirra eiga það til að vekja mikla athygli sökum þess hve undarleg þau eru. Nýjasta furðufréttin er frétt um að ríkið ætli sér að þjóðnýta eyjar og sker í kringum landið. Eðli málsins samkvæmt hafa margir býsnast yfir þessum gjörningi. Hins vegar vantar alla umræðu um tilgang þessa fyrir eigendur ríkisins, þ.e. þegna þessa lands? Hvað á ég sem Íslendingur og skattgreiðandi að gera við Heimaklett í Vestmannaeyjum eða stóran hluta Grímseyjar? Er eignarhaldið að fara að skila ríkinu tekjum? Ætlar ríkið að selja ferðir á Heimaklett eða til Grímseyjar eða að stunda dúntekju á eyjum í Breiðafirði? Er eignarhaldið á þessum eyjum og skerjum að fara að leysa vandann á bráðadeild Landspítalans eða byggja hjúkrunarheimili fyrir kynslóðina sem með striti sínu lagði grunninn að þeirri velmegun sem við njótum ríkulega í dag? Er þjóðnýtingin að fara að hjálpa Grindvíkingum? Auðvitað ekki. Ef það er almennt óvissa um eignarhald á ákveðnum svæðum, færi þá ekki betur á því að láta viðkomandi sveitarfélag eiga og sjá um þessar náttúruperlur sem rætt er um í yfirtökuvegferð ríkisins? Hvað er unnið með því að ríkið verði þinglýstur eigandi þessara skerja og eyja? Verndunarsjónarmið eiga alls ekki við enda getur ríkið tekið á því með friðun og lagasetningu þótt sveitarfélög séu eigendur landsins. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að náttúruhamfarirnar á Suðurnesjum séu stærsta áskorun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Á sama tíma ákveður fjármálaráðherra að eyða orku, peningum og tíma í að þjóðnýta Heimaklett og sker í kringum landið að því er virðist án nokkurs tilgangs. Miðað við fréttaflutning af málinu þá er eins og ríkisvaldið sé á einhvers konar sjálfstýringu að vinna að þjóðnýtingu, því hvorki ráðherrann né Óbyggðanefnd vilja vera í forsvari fyrir málið. Þessi undarlegi gjörningur gefur Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra tækifæri til að endurskoða þjóðlendulögin og draga úr ágangi hins opinbera. Hún hefur þegar boðað að ríkið eigi ekki að leita úrlausna fyrir dómstólum þó einstaklingar kunni að gera það. Það er jákvætt skref. Við eigum þó eftir að sjá það raungerast, því svo virðist sem Óbyggðanefnd fari sínu fram hvað sem líður tauti stjórnmálamanna. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það koma stundum upp furðumál á Íslandi sem maður skilur hvorki upp né niður í. Sum þeirra eiga það til að vekja mikla athygli sökum þess hve undarleg þau eru. Nýjasta furðufréttin er frétt um að ríkið ætli sér að þjóðnýta eyjar og sker í kringum landið. Eðli málsins samkvæmt hafa margir býsnast yfir þessum gjörningi. Hins vegar vantar alla umræðu um tilgang þessa fyrir eigendur ríkisins, þ.e. þegna þessa lands? Hvað á ég sem Íslendingur og skattgreiðandi að gera við Heimaklett í Vestmannaeyjum eða stóran hluta Grímseyjar? Er eignarhaldið að fara að skila ríkinu tekjum? Ætlar ríkið að selja ferðir á Heimaklett eða til Grímseyjar eða að stunda dúntekju á eyjum í Breiðafirði? Er eignarhaldið á þessum eyjum og skerjum að fara að leysa vandann á bráðadeild Landspítalans eða byggja hjúkrunarheimili fyrir kynslóðina sem með striti sínu lagði grunninn að þeirri velmegun sem við njótum ríkulega í dag? Er þjóðnýtingin að fara að hjálpa Grindvíkingum? Auðvitað ekki. Ef það er almennt óvissa um eignarhald á ákveðnum svæðum, færi þá ekki betur á því að láta viðkomandi sveitarfélag eiga og sjá um þessar náttúruperlur sem rætt er um í yfirtökuvegferð ríkisins? Hvað er unnið með því að ríkið verði þinglýstur eigandi þessara skerja og eyja? Verndunarsjónarmið eiga alls ekki við enda getur ríkið tekið á því með friðun og lagasetningu þótt sveitarfélög séu eigendur landsins. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að náttúruhamfarirnar á Suðurnesjum séu stærsta áskorun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Á sama tíma ákveður fjármálaráðherra að eyða orku, peningum og tíma í að þjóðnýta Heimaklett og sker í kringum landið að því er virðist án nokkurs tilgangs. Miðað við fréttaflutning af málinu þá er eins og ríkisvaldið sé á einhvers konar sjálfstýringu að vinna að þjóðnýtingu, því hvorki ráðherrann né Óbyggðanefnd vilja vera í forsvari fyrir málið. Þessi undarlegi gjörningur gefur Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra tækifæri til að endurskoða þjóðlendulögin og draga úr ágangi hins opinbera. Hún hefur þegar boðað að ríkið eigi ekki að leita úrlausna fyrir dómstólum þó einstaklingar kunni að gera það. Það er jákvætt skref. Við eigum þó eftir að sjá það raungerast, því svo virðist sem Óbyggðanefnd fari sínu fram hvað sem líður tauti stjórnmálamanna. Höfundur er athafnamaður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun