Fosshótel, Berjaya og Icelandair sitja uppi með Covid-skuldir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 16:30 Berjaya hótel við Reykjavíkurflugvöll. Hótelið hét Hótel Loftleiðir til margra ára. Í bakgrunni má sjá flugvél Icelandair. Vísir/vilhelm Fosshótel Reykjavíkur, Icelandair Group og Berjaya Hotels Iceland þurfa að greiða húsaleigu þrátt fyrir að hafa lokað sjoppunni í marga mánuði á meðan kórónuveirufaraldrinum stóð. Um er að ræða greiðslur sem nema á annað hundrað milljóna króna. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur aðskildum en áþekkum málum. Dómur var kveðinn upp í réttinum í dag. Í öðru málinu stefndi fasteignafélagið Suðurhús ehf. Flugleiðahótelum og Icelandair Group til að greiða tæplega 138 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna vangoldinnar leigu árið 2020 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Um var að ræða húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Icelandair Group tók þá einhliða ákvörðun að greiða einungis tuttugu prósent húsaleigu vegna faraldursins sem þó bárust með reglulegum hætti. Taldi hótelið að forsendur leigusamnings til tuttugu ára við Suðurhús frá árinu 2014 hefðu brostið. Í hinu málinu stefndi Fosshótel Reykjavíkur fasteignafélaginu Íþöku og krafðist breytinga á leigusamningi til að þurfa ekki að greiða leigu samkvæmt tuttugu ára samningi fyrirtækjanna varðandi húsnæði í Þórunnartúni frá 2013 vegna kórónuveirufaraldursins frá 1. apríl 2020. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að lækka greiðslu Fosshótels um þriðjung. Fosshótel leitaði til Hæstaréttar með það fyrir augum að fá alla skuldina fellda niður. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Voru Fosshótel dæmd til að greiða Íþöku leiguskuld upp á tæplega 111 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá maí 2021. Dóminn má lesa hér. Þá var Icelandair Group dæmt til að greiða Suðurhúsum 138 milljónir króna í vangoldna leigu en þar af ætti Berjaya Hotels Iceland, sem keypti hótelið af Icelandair Group á þeim tíma sem umræddur vandi varð, að greiða hluta af upphæðinni. Dóminn má lesa hér. Hótel á Íslandi Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur aðskildum en áþekkum málum. Dómur var kveðinn upp í réttinum í dag. Í öðru málinu stefndi fasteignafélagið Suðurhús ehf. Flugleiðahótelum og Icelandair Group til að greiða tæplega 138 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna vangoldinnar leigu árið 2020 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Um var að ræða húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Icelandair Group tók þá einhliða ákvörðun að greiða einungis tuttugu prósent húsaleigu vegna faraldursins sem þó bárust með reglulegum hætti. Taldi hótelið að forsendur leigusamnings til tuttugu ára við Suðurhús frá árinu 2014 hefðu brostið. Í hinu málinu stefndi Fosshótel Reykjavíkur fasteignafélaginu Íþöku og krafðist breytinga á leigusamningi til að þurfa ekki að greiða leigu samkvæmt tuttugu ára samningi fyrirtækjanna varðandi húsnæði í Þórunnartúni frá 2013 vegna kórónuveirufaraldursins frá 1. apríl 2020. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að lækka greiðslu Fosshótels um þriðjung. Fosshótel leitaði til Hæstaréttar með það fyrir augum að fá alla skuldina fellda niður. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Voru Fosshótel dæmd til að greiða Íþöku leiguskuld upp á tæplega 111 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá maí 2021. Dóminn má lesa hér. Þá var Icelandair Group dæmt til að greiða Suðurhúsum 138 milljónir króna í vangoldna leigu en þar af ætti Berjaya Hotels Iceland, sem keypti hótelið af Icelandair Group á þeim tíma sem umræddur vandi varð, að greiða hluta af upphæðinni. Dóminn má lesa hér.
Hótel á Íslandi Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36