Rapyd reynir að fela sig Björn B. Björnsson skrifar 19. febrúar 2024 14:00 Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni. Sannleikurinn er sá að íslenska fyrirtækið Valitor var selt hinu ísrelska fyrirtæki Rapyd árið 2022 og nafni þess breytt í Rapyd Europe hf samkvæmt ákvörðun hinna nýju eigenda. Eftir það er fyrirtækið ísraelskt fyrirtæki en ekki íslenskt þótt um starfsemi þess á Íslandi sé skráð hlutafélg hér á landi. Á sama hátt og IKEA er sænskt fyrirtæki þótt um það sé skráð hlutafélag á Íslandi. Skattayfirvöldum á Íslandi og aðaleiganda Rapyd, Ísraelsmanninum Arik Shtilman, þykja væntanlega fróðlegar þær skýringar forstjórans að ekkert sé að marka skráning raunverulegra eigenda Rapyd Europe hf í fyrirtækjaskrá hér á landi þar sem Shitlman er skráður aðaleigandi þess - en hann er líka aðaleigandi hins ísrelska Rapyd. En Garðar kemst ekki með nokkru móti undan þeirri staðreynd að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki hversu mikið sem hann virðist óska þess að svo sé ekki. Til að finna hvað er rétt og hvað rangt er oft gott að elta peningana. Skoðum það. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti Valitor, borgaði fyrir það og því er það nú eign þess - og einskis annars. Það er ekki flólkið. Ef Rapyd á Íslandi greiðir út arð þá rennur hann til hins ísraelska Rapyd - ekki til Íslendinga. Þannig er það. Ef Rapyd á Íslandi verður selt þá er það ákvörðun eigenda þess, hins ísraelska Rapyd og það fyrirtæki fær allann peninginn. Einfalt mál. Það er því ekki hægt að halda því fram að hið ísraelska Rapyd eigi ekki Rapyd Europe hf eða að það sé íslenskt fyrirtæki. Það er ekki bæði hægt að selja og eiga. Gagnrýni fólks á Rapyd er málefnaleg og studd mörgum dæmum um beinan stuðning fyrirtækisins við hernað Ísraels á Gaza og morð á óbreyttum borgurum í Palestínu. Af þeim ástæðum viljum við ekki skipta við Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni. Sannleikurinn er sá að íslenska fyrirtækið Valitor var selt hinu ísrelska fyrirtæki Rapyd árið 2022 og nafni þess breytt í Rapyd Europe hf samkvæmt ákvörðun hinna nýju eigenda. Eftir það er fyrirtækið ísraelskt fyrirtæki en ekki íslenskt þótt um starfsemi þess á Íslandi sé skráð hlutafélg hér á landi. Á sama hátt og IKEA er sænskt fyrirtæki þótt um það sé skráð hlutafélag á Íslandi. Skattayfirvöldum á Íslandi og aðaleiganda Rapyd, Ísraelsmanninum Arik Shtilman, þykja væntanlega fróðlegar þær skýringar forstjórans að ekkert sé að marka skráning raunverulegra eigenda Rapyd Europe hf í fyrirtækjaskrá hér á landi þar sem Shitlman er skráður aðaleigandi þess - en hann er líka aðaleigandi hins ísrelska Rapyd. En Garðar kemst ekki með nokkru móti undan þeirri staðreynd að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki hversu mikið sem hann virðist óska þess að svo sé ekki. Til að finna hvað er rétt og hvað rangt er oft gott að elta peningana. Skoðum það. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti Valitor, borgaði fyrir það og því er það nú eign þess - og einskis annars. Það er ekki flólkið. Ef Rapyd á Íslandi greiðir út arð þá rennur hann til hins ísraelska Rapyd - ekki til Íslendinga. Þannig er það. Ef Rapyd á Íslandi verður selt þá er það ákvörðun eigenda þess, hins ísraelska Rapyd og það fyrirtæki fær allann peninginn. Einfalt mál. Það er því ekki hægt að halda því fram að hið ísraelska Rapyd eigi ekki Rapyd Europe hf eða að það sé íslenskt fyrirtæki. Það er ekki bæði hægt að selja og eiga. Gagnrýni fólks á Rapyd er málefnaleg og studd mörgum dæmum um beinan stuðning fyrirtækisins við hernað Ísraels á Gaza og morð á óbreyttum borgurum í Palestínu. Af þeim ástæðum viljum við ekki skipta við Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar