Sorgarmiðstöð Alma D. Möller skrifar 18. febrúar 2024 10:30 Þakkir til Sorgarmiðstöðvar Sorgarmiðstöð var opnuð árið 2019. Unnið er markvisst að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja. Frá stofnun hennar hefur verið lögð áhersla á að halda úti öflugu stuðningshópastarfi fyrir syrgjendur. Einnig sinnir miðstöðin fræðslustarfi í skólum, heldur reglulega fræðsluerindi fyrir syrgjendur, sinnir stuðningi og fræðslu á vinnustöðum og býður uppá margvíslega samveru. Landlæknir fékk þann heiður að vera verndari Sorgarmiðstöðvar og með því er áréttað að stuðningur við syrgjendur falli undir lýðheilsustarf og sé mikilvægur þáttur lýðheilsu. Embætti landlæknis og Sorgarmiðstöð hafa starfað saman frá stofnun Sorgarmiðstöðvar, meðal annars við gerð upplýsingaefnis, að vitundarvakningu og að forvarnarverkefnum í tengslum við sjálfsvíg. Bent er á bæklingana Í kjölfar skyndilegs andláts (í endurskoðun þar sem dánarvottorð eru orðin rafræn) og Í kjölfar sjálfsvígs. Undirrituð flytur starfsfólki, sjálfboðaliðum og stjórn Sorgarmiðstöðvar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt starf og gott samstarf. Sorgarviðbrögð og snemmtæk íhlutun Mikilvægt er að hafa í huga að sorgin er eðlilegt viðbragð með margvíslegri birtingarmynd og stigum tilfinninga, allt frá afneitun, reiði og jafnvel sektarkennd, til úrvinnslu, sáttar og skilnings. Flest ná að aðlagast breyttum veruleika með tímanum, en önnur þurfa að upplifa og takast á við langvinna sorg með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum. Rannsóknir benda til að þau sem upplifa mikla sorg eru í aukinni áhættu á ýmsum geðröskunum, t.d. þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugsunum og áfallastreituröskun sem og líkamlegum sjúkdómum, einkum hjarta-og æðasjúkdómum. Því þarf að grípa snemma inn þegar syrgjandi hefur alvarleg einkenni og mikilvægt er að viðeigandi úrræði séu fyrir hendi Sífellt fleiri leita sér stuðnings og ráðgjafar hjá Sorgarmiðstöð enda umræðan um sorg og mikilvægi sorgarúrvinnslu opnari en áður var. Sorgarmiðstöð vinnur náið með fagaðilum á landinu, s.s. heilbrigðisstofnunum, kirkjum, sveitarfélögum, viðbragðsaðilum og skólum, til að hlúa sem best að syrgjendum og tryggja aðgengi að upplýsingum og úrræðum tengdum sorgarúrvinnslu. Þakkir frá Sorgarmiðstöð Sorgarmiðstöð fékk á dögunum veglegan styrk í tengslum við samning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Sú fjárveiting mun gera Sorgarmiðstöðinni kleift að styrkja þjónustu sína við syrgjendur, bæði börn og fullorðna en sérstök áhersla er á sorg og sorgarviðbrögð barna og stuðning eftir skyndilegan missi. Meðal annars er horft til þess að auka aðgengi að ráðgjafasamtölum, stuðningshópastarfi og jafningjastuðningi Sorgarmiðstöðvarinnar. Þá mun miðstöðin halda áfram að styðja við innleiðingu áfallamiðaðrar nálgunar í skólum og nærsamfélagi barna sem og að efla kennara og umsjónaraðila barna í viðbrögðum við sorg og missi. Styrktarsamningur ráðuneytanna við Sorgarmiðstöð er liður í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum um fjölbreytt og snemmtæk inngrip og úrræði sem efla geðheilbrigði og draga úr áhrifum áfalla á lífsgæði samhliða því að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta samstarf þriggja ráðuneyta vitnar um aukinn skilning á áhrifum missis á lýðheilsu og gerir Sorgarmiðstöð kleift að styðja áfram við faglega nálgun í sorgarúrvinnslu einstaklinga. Þetta er jafnframt mikil viðurkenning á starfsemi Sorgarmiðstöðvar. Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar eru hér færðar hjartans þakkir til ráðherra og starfsfólks mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Einnig eru þakkir til allra samstarfsaðila og velunnara; þeirra sem stutt hafa Sorgarmiðstöð frá stofnun hennar, einstaklinga, félaga, fyrirtækja og sjóða. Sérstakar þakkir til Hafnarfjarðarbæjar, fyrir velvilja í garð miðstöðvarinnar, en hún hefur aðsetur í Lífsgæðasetri St. Jó. Höfundur er landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Sorg Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þakkir til Sorgarmiðstöðvar Sorgarmiðstöð var opnuð árið 2019. Unnið er markvisst að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja. Frá stofnun hennar hefur verið lögð áhersla á að halda úti öflugu stuðningshópastarfi fyrir syrgjendur. Einnig sinnir miðstöðin fræðslustarfi í skólum, heldur reglulega fræðsluerindi fyrir syrgjendur, sinnir stuðningi og fræðslu á vinnustöðum og býður uppá margvíslega samveru. Landlæknir fékk þann heiður að vera verndari Sorgarmiðstöðvar og með því er áréttað að stuðningur við syrgjendur falli undir lýðheilsustarf og sé mikilvægur þáttur lýðheilsu. Embætti landlæknis og Sorgarmiðstöð hafa starfað saman frá stofnun Sorgarmiðstöðvar, meðal annars við gerð upplýsingaefnis, að vitundarvakningu og að forvarnarverkefnum í tengslum við sjálfsvíg. Bent er á bæklingana Í kjölfar skyndilegs andláts (í endurskoðun þar sem dánarvottorð eru orðin rafræn) og Í kjölfar sjálfsvígs. Undirrituð flytur starfsfólki, sjálfboðaliðum og stjórn Sorgarmiðstöðvar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt starf og gott samstarf. Sorgarviðbrögð og snemmtæk íhlutun Mikilvægt er að hafa í huga að sorgin er eðlilegt viðbragð með margvíslegri birtingarmynd og stigum tilfinninga, allt frá afneitun, reiði og jafnvel sektarkennd, til úrvinnslu, sáttar og skilnings. Flest ná að aðlagast breyttum veruleika með tímanum, en önnur þurfa að upplifa og takast á við langvinna sorg með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum. Rannsóknir benda til að þau sem upplifa mikla sorg eru í aukinni áhættu á ýmsum geðröskunum, t.d. þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugsunum og áfallastreituröskun sem og líkamlegum sjúkdómum, einkum hjarta-og æðasjúkdómum. Því þarf að grípa snemma inn þegar syrgjandi hefur alvarleg einkenni og mikilvægt er að viðeigandi úrræði séu fyrir hendi Sífellt fleiri leita sér stuðnings og ráðgjafar hjá Sorgarmiðstöð enda umræðan um sorg og mikilvægi sorgarúrvinnslu opnari en áður var. Sorgarmiðstöð vinnur náið með fagaðilum á landinu, s.s. heilbrigðisstofnunum, kirkjum, sveitarfélögum, viðbragðsaðilum og skólum, til að hlúa sem best að syrgjendum og tryggja aðgengi að upplýsingum og úrræðum tengdum sorgarúrvinnslu. Þakkir frá Sorgarmiðstöð Sorgarmiðstöð fékk á dögunum veglegan styrk í tengslum við samning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Sú fjárveiting mun gera Sorgarmiðstöðinni kleift að styrkja þjónustu sína við syrgjendur, bæði börn og fullorðna en sérstök áhersla er á sorg og sorgarviðbrögð barna og stuðning eftir skyndilegan missi. Meðal annars er horft til þess að auka aðgengi að ráðgjafasamtölum, stuðningshópastarfi og jafningjastuðningi Sorgarmiðstöðvarinnar. Þá mun miðstöðin halda áfram að styðja við innleiðingu áfallamiðaðrar nálgunar í skólum og nærsamfélagi barna sem og að efla kennara og umsjónaraðila barna í viðbrögðum við sorg og missi. Styrktarsamningur ráðuneytanna við Sorgarmiðstöð er liður í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum um fjölbreytt og snemmtæk inngrip og úrræði sem efla geðheilbrigði og draga úr áhrifum áfalla á lífsgæði samhliða því að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta samstarf þriggja ráðuneyta vitnar um aukinn skilning á áhrifum missis á lýðheilsu og gerir Sorgarmiðstöð kleift að styðja áfram við faglega nálgun í sorgarúrvinnslu einstaklinga. Þetta er jafnframt mikil viðurkenning á starfsemi Sorgarmiðstöðvar. Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar eru hér færðar hjartans þakkir til ráðherra og starfsfólks mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Einnig eru þakkir til allra samstarfsaðila og velunnara; þeirra sem stutt hafa Sorgarmiðstöð frá stofnun hennar, einstaklinga, félaga, fyrirtækja og sjóða. Sérstakar þakkir til Hafnarfjarðarbæjar, fyrir velvilja í garð miðstöðvarinnar, en hún hefur aðsetur í Lífsgæðasetri St. Jó. Höfundur er landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun