Rétt og rangt um Rapyd Björn B Björnsson skrifar 15. febrúar 2024 09:30 Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi afstaða þykir flestum Íslendingum ógeðfelld og framandi og því vilja mörg fyrirtæki og neytendur forðast tengsl og viðskipti við Rapyd. Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi tekur til varna fyrir félagið í blaðagreinum, en tekst heldur óhöndulega - enda er málstaðurinn ekki góður. Garðar heldur því fram að Rapyd stundi ekki viðskipti í landránsbyggðum Ísraela sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einfaldlega rangt enda augljóst að fyrirtæki sem styður hernaðinn á Gaza setur slíkt ekki fyrir sig, frekar en önnur fyrirtæki í Ísrael. Garðar segir að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki en játar síðan að félagið sé í eigu hins ísraelska Rapyd. Fyrirtækið er því ekki íslenskt fyrirtæki frekar en önnur slík sem eru í erlendri eigu þótt nauðsynlegt sé að um þau sé hlutafélag á Íslandi. Enda er það svo að þegar Rapyd er flett upp í fyrirtækjaskrá á Íslandi kemur í ljós að aðaleigandi þess er hinn ísraelski Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins. Næst stærsti eigandinn er líka Ísraeli og sá þriðji er Breti. Það er því líka rangt sem Garðar heldur fram að fyrirtækið sé „að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða“. Það er því miður líka rangt hjá Garðari að Rapyd sé „ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram.“ Ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, vinnuveitanda Garðars, sem vitnað er til hér að ofan eru afdráttarlaus og ganga þvert gegn þessum orðum Garðars. Á heimsíðu Shtilmans á Likedin er mynd af ísraelska fánanum með orðunum: Rapyd styður Ísrael. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyriirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka. Í lokin kemur svo greining Garðars á átökunum þar sem hann forðast að taka afstöðu eða styggja húsbónda sinn í Ísrael: „Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg.“ Enn missir Garðar marks því það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast. Hvert mannsbarn sér að átökin og rót þeirra eru þau að ein þjóð er í krafti vopnavalds að ræna landi annarrar þjóðar. Ef Garðar hefur ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum bendi ég honum vinsamlegast á að bera saman landakort af svæðinu frá 1948 til þessa dags. Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi afstaða þykir flestum Íslendingum ógeðfelld og framandi og því vilja mörg fyrirtæki og neytendur forðast tengsl og viðskipti við Rapyd. Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi tekur til varna fyrir félagið í blaðagreinum, en tekst heldur óhöndulega - enda er málstaðurinn ekki góður. Garðar heldur því fram að Rapyd stundi ekki viðskipti í landránsbyggðum Ísraela sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einfaldlega rangt enda augljóst að fyrirtæki sem styður hernaðinn á Gaza setur slíkt ekki fyrir sig, frekar en önnur fyrirtæki í Ísrael. Garðar segir að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki en játar síðan að félagið sé í eigu hins ísraelska Rapyd. Fyrirtækið er því ekki íslenskt fyrirtæki frekar en önnur slík sem eru í erlendri eigu þótt nauðsynlegt sé að um þau sé hlutafélag á Íslandi. Enda er það svo að þegar Rapyd er flett upp í fyrirtækjaskrá á Íslandi kemur í ljós að aðaleigandi þess er hinn ísraelski Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins. Næst stærsti eigandinn er líka Ísraeli og sá þriðji er Breti. Það er því líka rangt sem Garðar heldur fram að fyrirtækið sé „að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða“. Það er því miður líka rangt hjá Garðari að Rapyd sé „ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram.“ Ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, vinnuveitanda Garðars, sem vitnað er til hér að ofan eru afdráttarlaus og ganga þvert gegn þessum orðum Garðars. Á heimsíðu Shtilmans á Likedin er mynd af ísraelska fánanum með orðunum: Rapyd styður Ísrael. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyriirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka. Í lokin kemur svo greining Garðars á átökunum þar sem hann forðast að taka afstöðu eða styggja húsbónda sinn í Ísrael: „Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg.“ Enn missir Garðar marks því það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast. Hvert mannsbarn sér að átökin og rót þeirra eru þau að ein þjóð er í krafti vopnavalds að ræna landi annarrar þjóðar. Ef Garðar hefur ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum bendi ég honum vinsamlegast á að bera saman landakort af svæðinu frá 1948 til þessa dags. Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar